Fréttablaðið - 14.12.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 14.12.2012, Síða 8
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Smiðjuvegi 2 · Kópavogi Sími 544 2121 www.rumgott.is Opið frá kl 10-19 alla virka daga fram að jólum og laugardaga kl. 11-16 Löggiltir dýnuframleiðendur – Starfandi í 60 ár Hafðu það notalegt um jólin! – Arineldstæði á jólatilboði! – STJÓRNSÝSLA Langflestum fulltrú- um í fulltrúaráði Eirar verður skipt út á fundi í dag. Í kjölfarið verður nýtt fulltrúaráð skipað. Stjórn hjúkrunarheimilisins mun funda áður en fundur fulltrúaráðs- ins hefst. Það eru stofnaðilar Hjúkrunar- heimilisins Eirar sem velja full- trúa í fulltrúaráðið. Flesta full- trúa á Reykjavíkurborg, eða sjö, en aðrir eiga þrjá fulltrúa í ráðinu. Það eru Seltjarnarnesbær, Mos- fellsbær, Samtök blindra og blindravina, Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði, Skjól, VR, Félag áhugafólks og aðstand- enda Alzheimerssjúklinga, Brynja – hússjóður Öryrkjabandalagsins, Efling og SÍBS. Flestir stofnaðilanna ætla sér að skipta út fulltrúum sínum á fund- inum í dag. Í kjölfarið er ætlun- in að skipta út stjórn hjúkrunar- heimilisins, en óvíst er hvort tekst að gera það á fundinum í dag eða hvort boða þarf aukafund til þess. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er samstaða um það meðal stofnaðilanna að óska eftir því að fjármál hjúkrunarheimilis- ins verði rannsökuð. Óvíst er þó hvernig sú rann- sókn fer fram, en þrír stjórnar- menn hjá Eir fóru með gögn á fund sérstaks saksóknara fyrr í vikunni og óskuðu þess að hann athugaði hvort tilefni væri til að rannsaka starfsemina. Þetta voru þau Stefán Benediktsson, Þór- unn Sveinbjörnsdóttir og Björn Agnar Magnússon, en ekki var haft samráð við aðra stjórnar- menn eða stjórnendur hjá Eir áður en þetta var gert. Að sama skapi hafa þessir þrír stjórnarmenn gert athugasemdir við boðun full- trúaráðsfundar, sem fer fram í dag, en þeir telja að fundarboð- ið hafi verið ólöglegt. Í stað þess að boða skráða fulltrúa til fundar hafi skrifstofa Eirar sent frá sér bréf þar sem óskað var eftir því að stofnaðilar tilnefndu nýja full- trúa í ráðið. Samkvæmt reglum er það stjórnin sem boðar til fulltrúa- ráðsfunda og þeir verða að vera haldnir minnst tvisvar á ári. thorunn@frettabladid.is Skipt út úr stjórn og fulltrúaráði Eirar Flestum ef ekki öllum fulltrúum í fulltrúaráði Hjúkrunarheimilisins Eirar verður skipt út á fundi í dag. Í kjölfarið verður skipuð ný stjórn. Samstaða er meðal flestra um að óska eftir rannsókn á fjármálum hjúkrunarheimilisins á næstunni. AF STJÓRNARFUNDI Þrír hafa þegar hætt í stjórn Eirar og munu aðrir hætta í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Málefni Hjúkrunarheimilisins Eirar komust í hámæli eftir að fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá fjárhagsvandræðum þess í byrjun nóvember. Hjúkr- unarheimilið skuldar um átta milljarða króna, þar af er skuld við íbúa í öryggisíbúðum Eirar um tveir milljarðar. Unnið hefur verið að lausn á fjár- hagsvandanum undanfarna mánuði. Vandræðin í Eir Svíar ekki með í bankasambandi ESB 1 SVÍÞJÓÐ Fredrik Reinfeldt, for-sætisráðherra Svíþjóðar, kveðst ánægður með þau áhrif sem lönd utan evrusvæðisins fá innan nýs banka- sambands Evrópu- sambandsins, ESB. Hann útilokar ekki að Svíþjóð taki þátt í sambandinu þegar fram líða stundir. Hann segir mögulegt að Svíar taki þátt ef ákveðið verður að þeir þurfi ekki að bera kostnað af bankavandræðum annarra landa. Tíföld sala á skyri í Danmörku 2 DANMÖRK Sala á skyri í Danmörku hefur tífaldast á fjórum árum. Samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins þykir það þó ekki undarlegt þar sem neyslan 2009 var ekki mikil. Þá borðuðu um það bil þrír af hverjum 10.000 Dönum skyr í morgunmat en í ár borðuðu um það bil þrír af hverjum 1.000 skyr. Það eru einkum Kaupmannahafnarbúar og Norður-Sjálendingar sem eru sólgnir í skyr. Langskólagengnir og hátekjufólk borða miklu meira af skyri en aðrir. Skyrið sem Danir snæða er framleitt í dönskum mjólkurbúum. Börnum smyglað til Noregs 3 NOREGUR Börnum sem smyglað er til Noregs hefur fjölgað að undanförnu. Börnin eru látin vinna sem þrælar á einkaheimilum, í versl- unum eða í fyrirtækjum í eigu fólks sem talið er vera landar þeirra sem standa að smyglinu. Flest barnanna sem smyglað er til Noregs eru á aldrinum 14 til 18 ára. Samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla af málinu eru börnin einnig látin stunda vændi auk þess sem þau eru notuð í fíkniefnaviðskiptum. DÓMSMÁL Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Einari „Boom“ Marteinssyni, fyrrverandi forsprakka Hells Angels, 150 þús- und krónur í bætur fyrir símhlerun árið 2009 sem leiddi aldrei til neins. Einar var á þessum tíma vara- formaður vélhjólaklúbbsins Fáfn- is, sem stefndi að því leynt og ljóst að fá fulla aðild að alþjóðasamtök- unum Hells Angels. Þau eru víð- ast hvar skilgreind sem skipulögð glæpasamtök. Lögregla fékk dómsúrskurð fyrir því að hlera síma Ein- ars í febrúar 2009, aðal- lega á þeim grundvelli að hann væri grunaður um að ætla að flytja mikið magn af fíkniefnum til landsins. Í rökstuðningi til dóms- ins sagði lögregla að fíkniefnainnflutn- ingur væri helsta tekjulind Fáfnis, sem ætlaði sér meira að segja að taka yfir allan fíkniefnamarkaðinn á Íslandi. Hlerunin leiddi sem áður segir ekki til neins. Héraðsdómur telur samt sem áður að hún hafi ekki verið ólögmæt, þótt það að málið hafi verið fellt niður valdi óhjá- kvæmilega bótaskyldu. Fyrir dómi var Einar spurður hvernig honum hefði liðið þegar hann frétti af hleruninni. „Hann svaraði því til að honum hefði liðið hræðilega, honum hefði fundist eins og sér hefði verið nauðg- að,“ segir í dómnum. - sh Einar „Boom“ Marteinsson vann mál gegn ríkinu: Fær 150 þúsund krónur fyrir hlerun HÆTTUR Einar „Boom“ hætti fyrr á árinu sem forsprakki íslensku Vítisengl- anna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BANDARÍKIN, AP Breski bankinn HSBC hefur fallist á að greiða bandarískum stjórnvöldum 1,9 milljarða dala, eða ríflega 240 milljarða króna, til að komast hjá réttarhöldum vegna ásakana um peningaþvætti. Þetta er hæsta sekt sem banki hefur nokkru sinni greitt. Rannsókn bandarískrar þing- nefndar hefur leitt í ljós að bank- inn auðveldaði fíkniefnabarón- um í Mexíkó peningaþvætti með því að millifæra fé frá Mexíkó til Bandaríkjanna í gegnum mexíkóska bankann HSMX. Einnig hafi bankinn auð- veldað hryðjuverkamönnum í Mið-Austur löndum að þvætta pen- inga, auk þess sem bankinn hafi átt í viðskiptum við Íran, Líbíu, Súdan og Búrma og þar með brot- ið gegn alþjóðlegum refsiaðgerð- um á hendur þessum ríkjum. Bankinn hefur viðurkennt að hafa ekki haft nógu strangar regl- ur til að hindra peningaþvætti og ítrekaði í gær afsökunarbeiðni vegna þess: „Við föllumst á ábyrgð vegna fyrri mistaka okkar,“ segir Stuart Gulliver bankastjóri. „Við höfum sagt að okkur þyki þetta mjög leitt, og segjum það enn og aftur.“ - gb Breski bankinn HSBC viðurkennir peningaþvætti: Borgar milljarða sekt NORÐURLÖND 1 2 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.