Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 16
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Kaffivélar fyrir skrifstofur og mötuneyti Fyrir jól eða áramót Fullkomið kaffi, espresso, cappucicino eða latté macchiato með einni snertingu. Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. P IP A R \T B W A - 1 02 97 5 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA EFNAHAGSMÁL Vandræði evru- svæðisins eru ekki að baki, en það versta er sennilega yfirstaðið. Þetta segir dr. Gianandrea Falchi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu, í samtali við Fréttablaðið. Hann var með framsögu á mál- þingi um reynslu evruríkjanna og Íslands í fjármálakreppunni í gær. „Kreppan var sennilega líka vanmetin í upphafi þar sem hún hefur nú staðið yfir í fimm ár, sem er afar langur tími,“ segir Falchi en bætir því við að hún hafi þó haft ýmsar jákvæðar afleiðingar. „Þó að fjármálakreppan hafi vitanlega haft afar alvarleg áhrif neyddi hún okkur Ítali til að horf- ast í augu við staðreyndir og hefja nauðsynlegar umbætur.“ Hið sama segir hann gilda um evrusvæðið í heild þar sem meðal annars var ákveðið í fyrrinótt að samræma reglur og eftirlit með bankastarfsemi. Aðspurður um muninn á stöðu Íslands og Ítalíu eftir hrun, þar sem Ísland hafði eigin mynt og Ítalía var með evru, segir Falchi að sé horft til þróunar efnahags- mála í löndunum tveimur sé sam- anburðurinn Íslandi í hag. Hag- vöxtur sé hafinn á ný á Íslandi, meðal annars vegna þess að Ísland hefur eigin mynt, en Ítalía horfi enn fram á samdrátt þangað til á næsta ári. „Aðstæðurnar eru hins vegar ólíkar þar sem Ítalía er mun nátengdari mörkuðum í Evrópu, en við þekkjum þessa hluti frá fyrri tíð. Áður en við tókum upp evruna einkenndist efnahags- lífið af sveiflum. Erfiðleikar köll- uðu á gengisfellingu lírunnar sem efldi útflutning og stuðlaði þann- ig að hagvexti, en innan þriggja eða fjögurra ára hafði verðbólga stóraukist og stýrivextir hækkað. Ábatinn af slíku var því enginn til lengri tíma og með aðild að mynt- bandalaginu tókum við ákvörðun um að segja skilið við slíkt.“ Hann segir að vissulega hafi almenningur á Ítalíu mátt taka á sig auknar byrðar, en andstaðan við aðhaldsaðgerðir hefur ekki verið neitt í líkingu við það sem gerst hefur í Grikklandi. „Svo sjáum við hins vegar evru- ríkið Írland, sem varð afar illa úti í hruninu, og gat ekki beitt gengis- fellingu, en Írum hefur hins vegar auðnast að snúa aftur á braut hagvaxtar. Þannig er ekki hægt að benda á eina lausn í þessum málum.“ Falchi segir, spurður um horf- urnar á Ítalíu næstu misseri, að hann óttist ekki framvinduna þrátt fyrir að þingkosningar verði í febrúar og óvíst hverjir taki við völdum. „Markaðirnir skilja að landið er á réttri leið og trúa því að óháð því hvernig stjórn taki við, muni hún fylgja stefnunni sem hefur verið mörkuð.“ thorgils@frettabladid.is Kreppan bjó í haginn fyrir umbótastarf Dr. Gianandrea Falchi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu, segir að þó fjár- málakreppan hafi haft alvarleg áhrif hafi hún neytt evruríkin til að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir. Upplausn og erfiðleikum hafi fylgt vilji til umbóta. BJARTSÝNN Dr. Gianandrea Falchi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu, segir nauðsynlegar umbætur hafa verið innleiddar í kjölfar fjármálakreppunnar. Evruríkin séu ekki sloppin úr kreppunni en hið versta sé yfirstaðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EVRÓPUMÁL Alls munu 1,8 milljarðar króna renna til verkefna á Íslandi á næsta ári í tengslum við landsáætlun IPA, styrkjakerf- is ESB en tillögur Íslands í þeim efnum voru nýlega samþykktar af aðildarríkjum ESB. Á vef utanríkisráðuneytisins segir að þrjú verkefni fái IPA-styrki á næsta ári, en fram- kvæmdastjórn ESB eigi þó eftir að afgreiða málið og þess sé að vænta í janúar. Í fyrsta lagi er það stuðningur til Fjármála- eftirlitsins til að ráðast í umbótaverkefni tengt eftirliti með allri fjármálastarfsemi og beinist meðal annars að því að samræma aðferðir og skipulag stofnunarinnar. Þá fær Hagstofan stuðning til að hérlend fyrirtækjatölfræði verði í samræmi við kröfur EES-samningsins og loks fær Tollstjóraembættið stuðning við að byggja upp tölvukerfi sem heldur utan um umflutning á vörum til og frá Íslandi í sam- ræmi við reglur sem eru gildandi á EES-svæð- inu, undirbúa upptöku á tölvukerfi tollskrár sem væri sambærilegt við tollskrárkerfi ESB, og samtímis innleiða nýtt þjónustulag í upp- byggingu tölvukerfis Tollstjóra. Heildarstyrkveitingar til Íslands í gegnum IPA á tímabilinu 2011 til 2013 verða því rúm- lega 5,7 milljarðar króna samtals. - þj FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ Stofnunin fær styrk til að ráðast í umbótaverkefni. NÝSKÖPUN Reikna má með að aðkoma norskra sérfræð- inga að nýsköpun og uppbyggingu vísindagarða hleypi nýju blóði í áform um uppbyggingu vísindagarða hér á landi, segir Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks, nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins. Klak hefur samið við Iðnþróunarfélag Noregs (SIVA) um uppbyggingu hér á landi. Eyþór segir að til að byrja með muni sérþekking sem sé til staðar innan SIVA skipta miklu. SIVA hefur byggt upp níu vísindagarða í Noregi. „Fyrstu skrefin verða að byggja upp þetta samstarf við Norðmennina og ákveða hvernig við munum vinna þetta,“ segir Eyþór. SIVA mun fá leiðandi sérfræðinga í nýsköp- un til að verða Íslendingum innan handar við að móta hugmyndir um nýsköpunarsetur og vísindagarða, auk leiða til að fjármagna verkefnin. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa skoðað möguleika á uppbyggingu vísindagarða en vinnan er lengra komin innan Háskóla Íslands, segir Eyþór. - bj Semja við norskt iðnþróunarfélag um aðkomu að íslenskum vísindagörðum: Hleypir nýju blóði í áformin VATNSMÝRI Háskóli Íslands hefur stofnað félag sem á að reisa vísindagarða í Vatnsmýr- inni, og hefur félagið þegar fengið lóð fyrir bygginguna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vísindagarðar hafa það markmið að ýta undir nýsköpun. Þar á sér stað samstarf háskóla, rannsóknar- stofnana, alþjóðlegra fyrirtækja og sprota- fyrirtækja á einum stað. Tilgangurinn er að til verði ný þekk- ing, ný verðmæti og ný fyrirtæki. Nýsköpun undir einu þaki Þó að fjármálakreppan hafi vitanlega haft afar alvarleg áhrif neyddi hún okkur Ítali til að horfast í augu við staðreyndir og hefja nauðsynlegar umbætur. Dr. Gianandrea Falchi framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu UPPLÝSINGATÆKNI Skrifað hefur verið undir samning milli Heimil- is og skóla, Rauða krossins, Ríkis- lögreglustjóra og Barnaheilla við ráðuneyti menntamála- og innan- ríkis- og velferðarmála um SAFT- verkefnið. SAFT rekur vakningarátak og fræðslu um örugga og jákvæða notkun Netsins meðal barna og ungmenna, foreldra, kennara, fjöl- miðla og þeirra sem starfa við upplýsingatækni. Verkefnið er hluti af netöryggisáætlun ESB. - óká Fræða fólk um Internetið: Ríkið styður SAFT út 2014 Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Evrópusambandsríkin samþykkja tillögur Íslands um IPA-styrki: Þrjár stofnanir fá 1,8 milljarða króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.