Fréttablaðið - 14.12.2012, Page 32

Fréttablaðið - 14.12.2012, Page 32
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 32 Pabbi stendur við gönguljós einn eftir- miðdaginn á Snorrabraut- inni með stelpurnar sínar í hvora hönd. Sú yngri er glöð og kát, hoppandi og skoppandi. Pabbinn bíður samviskusamlega eftir græna kallinum en litlan hoppar og skoppar óvart út á götu. Pabbinn þrífur hana snöggt til sín og bíll þýtur fram hjá sekúndu- brotum síðar langt yfir löglegum ökuhraða. Pabbinn fær mikinn hjartslátt, vill ekki hugsa hvað hefði getað orðið… Kona sest inn í bíl sem lagt er á bílastæði við Snorrabraut. Rétt í þann mund sem hún er sest keyr- ir annar bíll utan í kyrrstæðan bílinn – yfir löglegum ökuhraða. Konan situr stjörf í bílnum, vill ekki hugsa hvað hefði getað orðið. Þessar örsögur eru sannar og það sem meira er; þær fjalla um mína nánustu fjölskyldu, dóttur mína fimm ára og móður mína. Þessar sögur eru aðeins brota- brot af mörgum sögum sem ég gæti fyllt heila bók af. Nú hef ég flutt mig tímabundið til útlanda en í hvert sinn sem við förum yfir stóra og hættulega götu er hún kölluð Snorrabrautin af dætrum mínum. Þær eru hrædd- ari við Snorrabrautina en Grýlu, þær vilja að við flytjum hinum megin við þessa ógn þegar við komum heim svo að þær geti gengið einar í skólann. Ég þekki nokkrar fjölskyldur sem hafa flutt vegna þessarar götu. Til skoðunar Ég vildi gjarnan hætta að þurfa segja sögur um lífsháska við Snorrabraut. Þetta er þriðja árið í röð sem ég skrifa til borgarstjórnar um ógnina miklu. Fyrsta árið fékk ég þau svör að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur því það væri búið að gera ráð fyrir breytingum, að akrein- um yrði fækkað og hjóla- akrein væri á planinu. Ég sendi aftur bréfið ári síðar og sendi inn tillögu á Betri Reykjavík til að krefjast umbóta eða lagfæringar. Hug- myndin mín Lífvænleg Snorra- braut er nú flokkuð sem afgreidd tillaga og svarið er á þessa leið: „Þakka ábendingar og ágæta umræðu um umferð á Snorra- braut. Í sem stystu máli má segja að Snorrabraut er einmitt til skoð- unar eins [og] um er rætt í tillög- unni og hugmyndir að breyting- um eru til umfjöllunar. Svar lagt fram í umhverfis- og samgönguráði. f.h. Umhverfis- og samgöngu- sviðs Reykjavíkurborgar Ólafur Bjarnason samgöngustjóri“ Og svona hljóða flest svörin sem ég hef fengið við fyrirspurn- um mínum. Forgangsmál Við Snorrabrautina eru engin skilti með hámarkshraða, það eru engar hraðahindranir. Við Snorrabrautina eru allt of mörg umferðarljós, hins vegar hægja þau ekkert á umferð heldur gera einmitt hið gagnstæða, bílstjór- ar bruna niður Bústaðaveginn til að ná fyrstu ljósunum og svo koll af kolli. Hér í Edinborg, fimm hundruð þúsund manna borg, hjóla ég á götunum, líka stóru götunum, og oft á sértilgerðum hjólaakrein- um. Á Snorrabrautinni þori ég það ekki, ég get ekki talið fjölda þeirra ákeyrslna og árekstra sem ég hef orðið vitni að á þess- ari götu á fingrum handa minna. Eins og Snorrabrautin er í dag er hún hönnuð til þess að umferð- arlög séu brotin og það allan lið- langan daginn. Þetta kom fram í skýrslu ársins 2010 frá Rann- sóknarnefnd umferðarslysa. Hörmuleg slys hafa orðið á þessari götu og það ætti að vera forgangsmál borgarráðs að gera götuna betri fyrir hjólandi, gang- andi og keyrandi. Snorrabrautin er mannfjand- samleg dauðagildra eins og hún er í dag. Ég ákalla ykkur í borg- arráði, sum ykkar eigið börn í sama skóla og börn mín fara í, sum ykkar keyrið Snorrabraut- ina, hjólið eða jafnvel gangið yfir oft á dag, sum ykkar eru sér- menntuð í borgarskipulagi. Öll eigið þið það sameiginlegt með mér, geri ég fastlega ráð fyrir, að vilja ekki verða fyrir slysi eða valda slysi á Snorrabraut- inni vegna þess óskapnaðar sem skipulag hennar er. Ég ákalla því samvisku ykkar sem foreldrar, manneskjur, vegfarendur og bíl- stjórar. Gerið Snorrabrautina líf- vænlega, takk! Snorrabrautin dauðagildra? Hefðbundinn dagvinnu- tími frá kl. 09.00 til 17.00 heyrir víða sögunni til. Rannsóknir sýna að það má þakka breyttum og afslappaðri viðhorfum stjórnenda fyrirtækja sem til skamms tíma hafa verið harðir á stundvísi starfsmanna, sem og víð- tækri notkun fjarvinnslu- tækninnar. Þótt þetta geti virst góðar fréttir fyrir óþolinmóða skrifstofu- þræla leiðir það ekki til færri unninna vinnustunda hjá þeim. Rannsókn sem náði til meira en 1.000 skrifstofumanna frá Banda- ríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Írlandi leiddi í ljós að sveigjanlegur dagvinnutími hjá skrifstofufólki leiddi oft til tólf klukkustunda vinnuframlags í stað hefðbundins átta klukku- stunda vinnudags. Rannsóknin sýndi enn fremur að 73% stjórnenda hafa afslappað viðhorf til vinnutíma starfsfólks- ins, þar eð það er mætt til starfa löngu áður en þeir mæta sjálfir. Í ljós kom að meðalstjórnand- inn er fús til að líta fram hjá því að starfsmaður komi allt að 32 mínútum of seint til vinnu og leyfa að starfsmenn vinni heima fjórðung vikunnar. Bandarískir atvinnurekendur eru liðlegastir hvað þetta snertir og líða starfs- mönnum að koma allt að 37 mín- útum of seint til vinnu að degi til. Um leið og atvinnurekendur láta afskiptalaust þegar starfsmenn þeirra hefja störf síðar en tilskil- inn vinnudagur hófst, ætlast þeir í staðinn til þess að starfsmenn- irnir séu sveigjanlegir og fúsir til starfa utan hefðbundins vinnu- tíma, jafnvel fram undir kvöld. Fjarvinnslutækni Þessi „flæðandi nálgun“ vinnu- tímans hefur í för með sér að vinnuveitendum finnst nú minna mál að kalla starfsmenn til aukavinnu en 80% þeirra telja lítið mál að kalla starfsmenn til kvöldvinnu. Á heimsvísu varð niður staðan sú að meðal- starfsmaður fer að hugsa um vinnuna kl. 7.42 að morgni og kemur til starfa kl. 8.18, yfirgefur vinnustaðinn kl. 17.48 og er að fullu hættur störf- um kl. 19.19, sem segir að starfs- maður sé „vinnustefndur“ í nærri tólf klukkustundir á dag. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar er það fjarvinnslu- tæknin sem hefur skipt sköpum gagnvart viðhorfum til hefðbund- ins vinnutíma en 75% vinnuveit- enda fá starfsmönnum sínum í hendur þau tæki og tól sem þeir þurfa á að halda til að vinna starf sitt hvar sem þeir eru staddir. „Launþegar hvaðanæva úr ver- öldinni færa sér tæknina óspart í nyt til að ná meiri sveigjanleika í vinnu og í fjölskyldulífi,“ segir Russ Stockdale, forstjóri Mozy. „Erfið vinna fer ekki fram hjá neinum og fjarvinnsla og tækni hafa meiri áhrif á viðhorf vinnu- veitenda en menn gera sér grein fyrir. Við getum séð það með rannsókninni að vinna er að verða „það sem þú framkvæmir“ frekar en „staður sem þú ferð á“. Ísland Þegar horft er til þeirra niður- staðna sem ofannefnd rannsókn leiddi í ljós er full ástæða til að spyrja sig hvort sömu viðhorfa gæti á meðal íslenskra vinnuveit- enda og „kollega“ þeirra erlend- is. Því má líka velta upp hvort fleiri kostir geti falist í sveigjan- legum dagvinnutíma hérlendis en taldir eru upp í rannsókninni og lúta að viðhorfum vinnu- veitenda og meintri betri líðan starfsfólks, sem hefur sveigjan- legan vinnutíma. Þar á ég við hvort ekki mætti létta stórlega á hinni mögnuðu morgun- og síð- degisumferð á aðalumferðaræð- um borgarinnar, þegar nánast allt vinnandi fólk og skólanem- ar er á ferðinni, til og frá vinnu og skóla, samtímis hvern virk- an dag. Ferðin til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu getur tekið allt að 40 mínútum, hvor ferð, að öllu áfallalausu en mun lengri tíma verði óvæntar tafir, svo sem umferðaróhapp. Breytt viðhorf til mætingar- skyldu starfsmanna sem sinna þannig störfum sem og betra skipulag á skilgreindum skrif- stofutíma og stundaskrá skóla gæti stórlega dregið úr því umferðaröngþveiti sem við búum nú við. Með tilkomu nýs Landspítala hugsa margir með hryllingi til enn aukins umferðaröngþveitis í nágrenni hans, að óbreyttu skipu- lagi og umferðarmannvirkjum. Ef tækist að dreifa álagi umferðar að morgni og síðdegis á lengri tíma en nú, með því að gefa fólki kost á sveigjanlegum vinnudegi og að vinna sitt starf heima, að hluta til, sé því við- komið, er augljóst að stór vandi yrði leystur. Þörf á stækkun og bótum umferðarleiða yrði ekki eins aðkallandi, að minnsta kosti til skamms tíma og að auki næð- ist fram umtalsverður eldsneyt- issparnaður og draga myndi úr loftmengun vegna útblásturs frá ökutækjum. Sveigjanlegur dag- vinnutími – augljós hagur sam- félagsins. Sveigjanlegur vinnutími kemur öllum til góða VINNUTÍMI Jón H. Karlsson viðskiptafræðingur SAMGÖNGUR Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir þýðandi ➜Í ljós kom að meðalstjórn- andinn er fús til að líta fram hjá því að starfsmaður komi allt að 32 mínútum of seint … ➜ Eins og Snorrabrautin er í dag er hún hönnuð til þess að umferðarlög séu brotin og það allan liðlangan daginn. Fax-fullveldi Andstæðingar ESB á Íslandi tala stundum eins og ríkin þar búi ekki við fullveldi, heldur séu þau ofurseld hinu illa valdi ESB. Og þeir hafa litið hróðugir í bragði til Noregs þar sem fullveldisástin sé svo rík og áköf að Norðmenn hafi tvívegis fellt ESB-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er því óneitanlega merkilegt að sjá að jafnvel efasemdarmaður í ESB-málum, eins og Cameron er óneitanlega, skuli líta svo á að fullveldi Breta sé betur tryggt innan ESB en utan þess. Og að hinir öflugu Norðmenn skuli búa við „fax-lýðræði“ meðan þeir séu utan Evrópusambandsins, hvað sem líður öllum þeirra olíu-auði. Þetta er merkilegt vegna þess að við Íslendingar erum auðvitað í nákvæmlega sömu stöðu og Norðmenn. Við fáum stóran hluta af lögum okkar sendan frá Brussel og höfum ekkert um þau að segja. http://blog.pressan.is/illugi/ Illugi Jökulsson AF NETINU Ljósmynda samkeppni Fréttablað sins Taktu þátt í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og sendu inn jólalega ljósmynd. Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins á aðfangadag og vinningshafi hlýtur JBL FLIP Bluetooth hátalara frá Sjónvarpsmiðstöðinni í verðlaun. Fyrir annað og þriðja sæti eru gjafakort fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Skilafrestur er til hádegis 19. desember. Myndirnar ber að senda á netfangið ljosmyndakeppni@frettabladid.is STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN SÍÐUMÚLA 2 SÍMI 568 9090 www.sm.is Jólamyndin þín

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.