Fréttablaðið - 14.12.2012, Síða 34

Fréttablaðið - 14.12.2012, Síða 34
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 34 Undanfarið hafa hjúkrun- arfræðingar stigið fram og reynt að vekja athygli á ósanngjörnum kjörum sínum og erfiðu vinnuum- hverfi. Ástæðan er sú að ekki hefur enn tekist að semja um stofnanasamn- inga þrátt fyrir undir ritun kjarasamnings í júní 2011 þar sem kveður á um að stofnanasamningar séu hluti af kjarasamningi. Í þessari umræðu hefur mörgum misgáfu legum athugasemdum verið kastað fram í samfélaginu og þá einna helst á netmiðlum. Einhverra hluta vegna hef ég tekið þessar athugasemdir nærri mér og þær fengið mig til að hugsa hvers vegna þjóðfélagið hefur lítinn sem engan skilning á okkar baráttu. Ég hef spurt sjálfa mig að því hvort við séum ekki að sinna okkar starfi nægilega vel eða koma illa fram við þá sem til okkar leita. Margar ástæður liggja sennilega þarna að baki en þó tel ég helstu ástæðuna vera mikla vanþekkingu á starfinu. Ég hef alltaf átt mjög erfitt með að svara spurningunni „hvað gera hjúkrunarfræðingar?“. Ástæðan er einfaldlega sú að starf okkar er svo gríðar- lega fjölbreytt og oft á tíðum umfangsmikið að erfitt er að lýsa því í stuttu máli. Ég hef ekki áhuga á því að mála fallega mynd af starf- inu þar sem við svífum um með geislabaug og hjálpum fólki sem á um sárt að binda. Það hvarflar heldur ekki að mér að halda því fram að mitt starf sé mikilvægara en önnur störf þessa lands. Hins vegar er það stað- reynd að sjúkrahús verða ekki rekin án hjúkrunar- fræðinga. Svo einfalt er það nú bara. Upphrópanir Upphrópanir eins og þær að með vaktaálagi getum við hækkað launin okkar umtalsvert og því eigum við ekkert að vera að kvarta hafa heyrst víða í þessari umræðu. Það er vissulega rétt, vaktaálag hækkar launin. Hins vegar þýðir vaktaálag það að við vinnum á kvöldin, á nótt- unni, um helgar og alla rauða daga allan ársins hring. Það er enginn öfundsverður af því að þurfa að vinna vaktavinnu og engum hollt til lengdar að taka allt að þrjár teg- undir af vöktum á einni viku eins og gerist oft í þessu starfi. Vakta- vinna dregur úr manni andlega og líkamlega orku og fáir endast á fjöl- breyttum vöktum í tugi ára. Og hvað með hjúkrunarfræðinga sem hafa ekki tök á að vinna vakta- vinnu, t.d. þeir sem eru einstæðir með barn/börn og þurfa að fram- fleyta sér og sínum á dagvinnu- launum? Er það raunhæft? Og hvað með hjúkrunarfræðinga sem starfa á dagdeildum? Við skulum hafa það í huga í þessari umræðu að það hafa ekki allir kost á því að vinna vakta- vinnu og vaktavinna er ekki öfunds- verð, henni fylgir mikill fórnar- kostnaður sem oftar en ekki bitnar á þeim sem næst okkur standa. Okkar val Eins hefur því verið kastað fram að starfið hafi verið okkar val og við munum hafa vitað áður en lagt var af stað í námið hversu lág laun hjúkrunarfræðingar hafa. Árið 2001 þegar ég stóð frammi fyrir því að velja mér háskólanám var ég 22 ára gömul. Ég var ung og kannski svo- lítill kjáni en eftir miklar vanga- veltur um ýmiss konar nám kaus ég nám í minni heimabyggð. Ég hafði starfað við umönnun sumarlangt á sjúkrahúsi og fann þá að starf af þessum toga átti vel við mig. Það að námið væri kennt í minni heima- byggð var stærsti þátturinn í því að þessi leið var valin. Ég hugs- aði aldrei um launakjör. Á þessum tíma var engin kreppa og góðærið handan við hornið svo framtíðin var björt. Ef ég hefði fengið starf í banka þetta örlagaríka sumar eins og kom til greina í stað þess að vinna á sjúkrahúsi þá væri ég ef til vill viðskiptafræðingur í dag og hefði frá fyrsta degi verið á umtals- vert hærri launum en ég hef í dag eftir fjögurra ára háskólanám (við- skiptafræðin er þrjú ár), sjö ár í starfi ásamt viðbótar sérnámi (eitt og hálft ár til viðbótar þessum fjór- um). Mín mistök, ég viðurkenni það. Sökum þessara mistaka hef ég fjóra valmöguleika: 1Sætta mig við mistökin og það að laun mín munu aldrei verða mannsæmandi. 2Yfirgefa land og þjóð og halda til starfa erlendis þar sem betri laun og kjör bjóðast. 3Kasta frá mér allri minni þekk-ingu og reynslu og steypa mér í frekari námslán og hefja nýtt nám næsta haust. 4Vekja athygli á stöðu og kjörum hjúkrunarfræðinga og berjast af krafti fyrir því sem ég tel okkur eiga rétt á. Hér tala ég um fjögurra ára háskólanám en raunin er sú að okkar námi lýkur aldrei. Daglega berum við ábyrgð á mannslífum og því eru eðlilega gerðar miklar kröfur um endurmenntun. Þessi endurmenntun felur m.a. í sér bók- leg og verkleg próf sem ætlast er til að við stöndumst. Öll þessi nám- skeið eru þó afar lítils virði þegar kemur að launamálum og telja lítið í launaumslagið þrátt fyrir að undir- búningur og lærdómur fari að miklu leyti fram í okkar eigin frítíma launalaust. Ég bið ykkur því um að hugleiða áður en þið farið að ergja ykkur á þessu endalausa væli hjúkrunar- fræðinga hvort verið sé að væla að ástæðulausu. Kynnið ykkur okkar störf og launakjör og berið saman við aðrar stéttir með sambærilega langt nám að baki og myndið ykkur skoðun í framhaldinu. Með von um betri skilning og bjartari framtíð. Væl hjúkrunarfræðinga Fjármálastofnanir hafa valdið gífurlegu eigna- tjóni hjá almenningi. Þessar fjármálastofnanir kveiktu verðbólgubál sem breiddist út um allt sam- félagið og olli gífur legum eignabruna í öllu veð- settu húsnæði. Ólíklegt þykir að tryggingafé lögin muni bæta eignabruna af völdum verðbólgubáls, enda hæpið að verðbólgu- bál verði talið viðurkennt form af eldsvoða. Verðtrygging Það er þó til mjög vafasöm trygg- ing fyrir eignabruna veðsettra fasteigna af völdum verðbólgu, nefnilega verðtrygging. Verðtrygging er undarlega sviksamleg trygging sem fjár- málastofnanir selja lán takendum. Hún leggst mánaðar lega ofan á höfuðstól lánsins en auk þess þurfa lántakendur að staðgreiða verðtryggingargjald mánaðar- lega. Það vill svo til að þessi tryggingasvik valda í raun þeim eignabruna sem eigendur hús- næðis verða fyrir. En það eru ekki lántakendur sem fá bætur frá verðtryggingasala vegna eignabrunans, heldur er því öfugt farið. Lántakendur borga verðbætur til tryggingasalans. Í stuttu máli er það þannig að lán- takendur borga ofurháa tryggingu sem veldur sjálf eignabrunanum, en tjónið lendir allt á lán- takendum sem þurfa auk þess að borga trygg- ingasalanum verðbætur (eftirstöðvar verðtrygg- ingarinnar) vegna eigna- brunans. Tryggingasvik Hugsum okkur að vá- trygg ingafélag hefði selt okkur rándýra bruna- tryggingu sem við greiddum mánaðarlega. Ímyndum okkur einnig að í tryggingaskjalinu sjálfu væri sjálfvirkur íkveikju- búnaður sem myndi fara í gang að nokkrum árum liðnum og brenna húsið okkar. Við krefðum tryggingafélagið um brunabætur en fengum þau svör að það séum við sem ættum að greiða bruna- bæturnar til tryggingafélagsins en ekki öfugt. Tryggingafélagið seldi okkur fokdýra brunatryggingu sem við borguðum mánaðarlega. Svo kveikti tryggingafélagið í húsinu okkar en ætlaði samt að rukka okkur fyrir tjónið. Það er varla hægt að hugsa sér grófari tryggingasvik en verð- tryggingu húsnæðislána. Verð- trygging veldur eignabruna, lán- takendur borga trygginguna og tjónið, en bankarnir hirða eign- irnar og rukka okkur áfram fyrir ógreiddar verðbætur. Óréttmætir viðskiptahættir Verðtrygging brýtur augljós- lega í bága við góða viðskipta- hætti og telst því til óréttmætra viðskiptahátta sem eru bannaðir samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetn- ingu nr. 57/2005 (sbr. greinar 5, 8 og 9). Neytendastofa hefur því fulla heimild til þess að banna verðtryggingu og/eða úrskurða að hún teljist til óréttmætra við- skiptahátta. Þess ber að geta Neytendastofa hefur samþykkt að taka til með- ferðar kvörtun þar sem m.a. er farið fram á að Neytendastofa úrskurði að verðtrygging hús- næðislána skuli teljast til órétt- mætra viðskiptahátta. Eignabrunatryggingar bankanna Hvers eigum við íbúar á Álftanesi að gjalda í þeirri umræðu sem er um nýjan Álftanesveg? Ég er ung móðir tveggja barna sem þarf að fara um veg- inn daglega og oft með börnin með mér í bílnum. Ég hef búið á Álftanesinu frá barnsaldri og valdi að búa hér áfram eftir að ég stofnaði fjölskyldu. Ég lenti sjálf í slysi á Álfta- nesveginum fyrir mörgum árum og var heppin að ekki fór verr í það sinn á þessum hættulega vegi. Í meira en 10 ár hefur mér og öðrum íbúum á nesinu alltaf verið sagt að nýr vegur væri alveg að koma, en lítið gerst. Ég hef fylgst með því úr fjar- lægð hvernig tillögur hafa verið gerðar um nýjan veg og þær kynntar og metnar á alla vegu. Allir virðast hafa fengið gott tækifæri á þessum langa tíma til að segja sitt álit á framkvæmdinni og veginum. Ég veit ekki betur en að þessi vegur hafi fengið alla þá lýðræðislegu kynningu og löglegu samþykkt sem hægt er að hugsa sér. Ég spyr því, hvernig stendur á því að hópur fólks sem mér sýnist vera meira og minna íbúar annars staðar en af Álftanesi geti leyft sér það að reyna að stöðva þessa nauðsynlegu fram- kvæmd núna loksins þegar hún er að hefjast? Hvar er manngæskan í þeirra huga sem telja sig þess umkomna að setja öryggi vegfarenda aftur fyrir hagsmuni hrauns og slóða? Ég bið ykkur vinsamlega að taka mannslífin fram yfir þrætur um vegstæði. Ákvörðun um vegstæði hefur verið tekin í samræmi við lög og reglur og þar hafa allir í langan tíma getað haft áhrif með því að koma skoðunum sínum á framfæri á lýðræðislegan hátt. Stoppið ekki þessa nauðsynlegu vegaframkvæmd. Ég bið um það fyrir okkur öll sem förum um þennan veg og ég bið um öryggi fyrir börnin okkar. Ég skora á fleiri að láta í sér heyra sem eru sama sinnis og ég. Við getum ekki setið þegjandi hjá. Ég bið um nýjan Álftanesveg strax. Ég bið um nýjan Álftanesveg KJARAMÁL Unnur María Pétursdóttir bráðahjúkrunar- fræðingur á Sjúkra- húsinu á Akureyri ➜ Ég bið ykkur því um að hugleiða áður en þið farið að ergja ykkur á þessu endalausa væli hjúkrunar- fræðinga hvort verið sé að væla að ástæðulausu. FJÁRMÁL Þórarinn Einarsson eigandi bruna- rústa af völdum verðbólguíkveikju bankanna ➜Það er varla hægt að hugsa sér grófari trygginga svik en verðtryggingu húsnæðislána. Verðtrygging veld ur eigna- bruna, lántakendur borga trygginguna og tjónið, en bankarnir hirða eign irn ar og rukka okkur áfram fyrir ógreiddar verðbætur. SAMGÖNGUR Berglind Birgisdóttir íbúi á Álft anesi ➜ Ég bið ykkur vinsamlega að taka mannslífi n fram yfi r þrætur um vegstæði. 4BLSBÆKLINGURSTÚTFULLUR AF SJÓÐHEITUM TILBOÐUM Tölvutek • Reykjavík • Borgartúni 31 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is OPIÐ TIL JÓLA 10-19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.