Fréttablaðið - 14.12.2012, Page 39

Fréttablaðið - 14.12.2012, Page 39
ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. ÍSLENSKUR SVEINKI Stúfur kemur við í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 11.00 en á morgun er það Þvörusleikir og síðan Pottaskefill á sunnudag. Íslensku jólasveinarnir kíkja í heimsókn daglega í safnið, einn af öðrum til jóla, börnum og fullorðnum til gleði. Matreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarpsþátt-inn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-kjúk- lingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okk- ur uppskrift að kryddhjúpuðum kjúklingi með sveppasósu upp á gamla mátann. Fuglinn er borinn fram með bökuðu græn- meti og kartöflum ásamt salati. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þennan girni- lega rétt í kvöld klukkan 21.30 á sjón- varpsstöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. 1 heill kjúklingur 80 g smjör 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 1 msk. rósmarín, smátt saxað 3/4 msk. salvía, smátt söxuð 2 msk. steinselja, smátt söxuð 1 msk. Montreal chicken seasoning eða salt og pipar Smeygið hendinni undir haminn á fuglinum og losið hann varlega frá bringunum og alveg niður að lærum. Bræðið saman smjörið í potti með hvít- lauknum, rósmaríninu, salvíunni og steinselj- unni. Hellið síðan krydd- smjörinu undir haminn á fuglinum. Kryddið með Montreal chicken sea- soning. Bakið við 185°C í 55 mín. Látið fuglinn standa í 10 mín. áður en hann er borinn fram. SVEPPASÓSA 2 msk. olía 1 askja sveppir í bátum 1 tsk. paprikuduft Salt og nýmalaður pipar 2 dl mjólk 2 dl rjómi 1 msk. kjúklingakraftur sósujafnari Hitið olíu í potti og steikið sveppina í 2 mín- útur. Kryddið með papr- ikudufti, salti og pipar. Bætið þá mjólk og rjóma í pottinn og þykkið með sósujafnara. Smakkið til með kjúklingakrafti. Gott er að hella safanum og smjörinu úr ofnskúff- unni í sósuna og blanda vel saman. Berið fuglinn fram með sveppasósunni. KRYDDHJÚPAÐUR KJÚKLINGUR MEÐ SVEPPASÓSU UPP Á GAMLA MÁTANN ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Philips HX8111 Sonicare AirFloss hreinsar tennur af tannsteini. Microburst tækni hreinsar með öflugum vatnsblæstri. Hleðslurafhlaða og hleðslutæki fyrir 100-240v fylgir. KEMUR Í STAÐ TANNÞRÁÐAR FLOTTUR KAUPAUKI FYLGIR VERÐ FRÁBÆRT VERÐ 17.995

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.