Fréttablaðið - 14.12.2012, Side 52

Fréttablaðið - 14.12.2012, Side 52
12 • LÍFIÐ 14. DESEMBER 2012 1Að halda jólin hjá mömmu. Þegar kirkjuklukkurnar og hátíðleikinn færist yfir og mamma les jólaguð- spjallið fyrir okkur, þá eru jólin komin og ég fæ tár í augun enda afar falleg stund. Svo erum við miklir sæl kerar og gjaf mildin er í hámarki. 2Uppáhaldsjóla-maturinn minn er önd, og það hefur verið látið eftir mér síðastliðin jól, ég vona að svo verði aftur núna. Vona að mamma sé að lesa þetta. 3Uppáhaldsjólalagið mitt er án efa The Christmas Song með Nat King Cole. 4Ætli það sé ekki hún dóttir mín sem ég eignaðist fyrir sjö árum, nokkrum dögum fyrir jól. Hún breytti öllu og ég var í sæluvímu á aðfangadags kvöld með hana í fanginu. 5Maður hefur oft verið að kaupa s í ðus tu gjöfina á aðfangadag og því um líkt. Ein jólin var ég svo þreytt eftir mikla vinnu að ég sofnaði eiginlega ofan í súpuskálina en það er líklega eitthvað sem margir hafa lent í. Jólin eru yndislegur tími, mikil nostalgía og lotning færist yfir og maður minnist þeirra sem eru ekki lengur á meðal okkar. En svo sér maður framtíðina og gleðina í barninu sínu. Ég ætla að eiga frábær jól með gleði, virðingu og ánægju yfir lífinu. 1Mín er að horfa á White Christmas með Bing Crosby, börnin mín eru ekki eins spennt. Svo að fara í bæinn á Þorláks- messu og sjá jólin þar og fara út að borða saman f jö lsky ldan. E innig pipar kökurnar sem við bökum saman vel fyrir jól, það finnst Hönnu og Hafliða æði. Svo er alltaf jafn gaman að ná í jólakassana með öllu jólaskrautinu, jólabókunum og geisladiskunum og hefjast handa við jólaundirbúninginn. 2Yfirleitt er bæði lambakjöt og hnetu steik í aðalrétt og humar súpa í forrétt. Reynt að gera öllum til geðs. 3Já, White Christmas með Bing Crosby! 4Þegar mamma og pabbi gáfu mér „hliðar“-skóla- tösku úr leðri þegar ég var 11 ára, vá mér fannst hún flott og svöl! 5Já, það kviknaði eitt sinn í stofu borðinu þegar jólakransinn brann niður. Ég sá borðið í ljósum logum þegar ég vaknaði um tvö leytið til að fara á kló- settið, 10 ára gömul. Mamma á fullu að vasast í jólunum í eldhúsinu fram á nótt. En það var fljótgert að slökkva með teppi og einhverju fleiru. Þrátt fyrir þetta notuðum við borðið í nokkur ár. 1Uppáhaldshefðin er að halda í hefðirnar. Hlusta á útvarpið á meðan jólamaturinn er eldaður. Hringja sérstakri jólaklukku þegar sagt er ,,gjörið svo vel“, börnin opna einn pakka fyrir matinn, fara í leiki með gestunum við matar- borðið, spenningurinn í kringum möndl- una í möndlugrautnum, útbúa heita karamellu sósu út á grautinn, opna jólakortin þegar gestirnir eru farnir, lesa jólabækur fram á nótt. Allar þessar hefðir eru svo dýrmætar. 2Eg er yfirleitt með kalkún með tilheyrandi á aðfanga- dag en hamborgarhrygg um áramót. Júlíus, maðurinn hennar mömmu, hefur yfirleitt séð um frá- bæran humar í forrétt. 3Uppáhaldsjólalagið mitt núna er ,,Það snjóar“ með Sigurði Guðmundssyni. En einnig sálmur sem ég heyri á Rás 1 um hver jól og man ekki nafnið á. Svo Gilsbakkaþula og fleira gamalt og gott. Það er til svo margt fallegt með tónlistarmönnunum okkar. 4Það getur varla neitt toppað dúkkuhúsið sem afi minn útbjó og gaf mér þegar ég var lítil stelpa. Það var jólagjöf allra tíma í mínu lífi. Og jólin finnst mér snúast fyrst og fremst um það að gleðja börn og veita þeim gleði og frið. 5Nei, það hefur ekkert farið úrskeiðis um jólin. Enda er þetta bara eðlilegt fjölskyldulíf og þarf ekkert að vera ,,hann- að“ eða fullkomið. Ég man þó eftir einni uppákomu þegar ég var um tvítugt og hafði skrif- að smásögu um afa og ætlaði að gefa honum í jólagjöf. Við vorum komin til afa og ömmu á aðfangadag þegar ég áttaði mig á því að ég hafði gleymt sögunni heima. Ég var bíllaus og það var allt á kafi í snjó. En mér fannst þetta svo mikilvægt svo ég kippti upp um mig pilsinu, skellti mér í gúmmí stígvél og öslaði snjóinn upp Breiðholtsbrekkuna í myrkrinu til að sækja gjöfina hans afa. Svona eru jólin: Þau snúast um ást og að gleðja þá sem standa hjarta okkar næst. SPJALLAÐ UM J LIN… Jólin eru handan við hornið, af því tilefni spjall- aði Lífið við nokkrar skemmtilegar konur um jóla- minningar, jólahefðir og fleira. 1. Hver er uppáhalds- hefð fjölskyldunnar? 2. Hvað er í jólamatinn? 3. Hvert er uppáhalds jólalagið? 4. Hver er eftirminnilegasta jóla- gjöfin? 5. Hefur eitthvað farið úrskeiðis á jólunum? 1Mér finnst mikilvægt að skapa nota-legar stundir með fjölskyldunni fyrir jólin. Uppáhaldshefð okkar er að fara í Heiðmörk að höggva jólatré. Það er svo gaman að vera úti í náttúrunni og upplifa jólastemn- ingu í fallegu og friðsælu umhverfi, kíkja á jólamarkaðinn við Ell- iðavatn, hitta jólasveina og fá heitt kakó og pipar- kökur. Einnig er ómissandi hefð hjá okkur fyrir jólin að búa til laufabrauð og mála piparköku hús. 2Ég er f rekar fast-heldin á jólamatinn. Á aðfangadags kvöld erum við með reykta gæsabringu í for- rétt og hamborgarhrygg í aðalrétt en eftir rétturinn breytist yfirleitt milli ára. Þessi jól ætla ég að vera með köku með heitri karamellu sósu og rjóma í eftirrétt. Á jóladag erum við með hangikjöt og er laufabrauðið ómissandi með því. 3Mér finnst mörg jólalög skemmtileg en held alltaf mest upp á hið fallega lag Ó helga nótt. 4 Ég held alltaf mest upp á gjafirnar sem börnin mín hafa búið til sjálf og gefið mér í gegnum árin. 5 Ég hef stundum lent í því að eitthvað klikkar í jóla undirbúningnum eða í matseldinni um jólin. Áður fyrr gat ég nánast látið það skemma fyrir mér jóla gleðina ef t.d. sósan mislukkaðist eða eitthvað gleymdist en hef lært það í gegnum árin að hlut- irnir þurfa langt frá því að vera full- komnir til að eiga gleðileg jól. Það er allt- af hægt að gera gott úr hlutunum. Það sem skiptir mestu máli er að jólin eru yndis legur tími til að vera með fjölskyldunni, sýna hvert öðru kærleika og hlýju og skapa góðar minningar. UPPÁHALDSGJAFIRNAR FRÁ BÖRNUNUM Sigríður Arna Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og höfundur bókarinnar Útivist og afþreying fyrir börn. FER Í BÆINN MEÐ FJÖLSKYLDUNNI Ebba Guðný, heilsukokkur. JÓLIN SNÚAST UM ÁST Sigríður Arnardóttir, fjölmiðlakona, rithöfundur og fyrirlesari. DÓTTIRIN BESTA JÓLAGJÖFIN Hanna Stína, innanhúsarkitekt. Lífið telur niður að jólum Kaffipúðarnir passa í venjulegar skeiðar Senseo vélanna E M M E N N E E N N E / S ÍA / N M 5 5 7 9 2 NÝTT MEIRI FYLLING & MEIRImunaður UPPGÖTVAÐU NÝJAN BRAGÐHEIM SENSEO „Kaffipúðarnir passa í allar tvöfaldar skeiðar sem fylgja með Senseo vélum“ LOLITA.IS KYNNIR: Erum með mikið úrval af fallegum fatnaði, glæsilegu skarti og flottum fylgihlutum á góðu verði. Finndu okkur á facebook undir „Lolita.is - Netverslun“. Verslun að Trönuhrauni 2, Hafnarfirði S: 544-5554

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.