Fréttablaðið - 14.12.2012, Page 56

Fréttablaðið - 14.12.2012, Page 56
„Þetta er uppáhalds- súkkulaðiostakakan mín og fær hæstu einkunn hjá ostakökusjúklingum í kringum mig,“ segir Helga Sörensen, matreiðslumaður með meiru, sem gefur okkur dásamlega súkkulaðiosta- kökuuppskrift fyrir helgina. Sjúklega góð súkkulaðiosta- kaka 100 g sykur 3 eggjarauður 150 g rjómaostur Safi úr 1 sítrónu 100 g súkkulaði (suðusúkkulaði til dæmis) 2 matarlímsblöð 200 ml þeyttur rjómi Botn 1 pk. grahamskex 100 g brætt smjör Aðferð Kexið mulið, bræddu smjöri blandað við og þjappað ofan í kökumót og kælt. Eggja rauðum og sykri er pískað vel saman þar til sykur leysist upp. Matar- límsblöðin lögð í ískalt vatn. Rjómaosturinn og sítrónu safinn sett i pott og brætt saman ró- lega. Matarlímsblaðið leyst upp í nokkrum rjómadropum sem eru hitaðir smá upp og blandað svo saman við brædda rjóma- ostinn. Bræddu súkkulaðinu svo blandað út í. Rjóminn er síðan léttþeyttur og blandað varlega saman við með sleikju, svo er þessu hellt yfir botn inn og sett í kæli þar til orðið stíft. Ég læt hana oftast vera yfir nótt í kæli. Helga og dóttir hennar Amelía Líf. Útkomu tónverksins Flétta eftir Hauk Tómasson var fagnað á heimili hans í vikunni, en verkið er komið út á diski og mynd- diski. Verkið var frumflutt í Hallgrímskirkju á Listahátíð 2011 og hlaut afar lofsamlega dóma. Flytjendur eru Schola cantorum, Mótettukór Hall- grímskirkju og Kammersveit Reykjavíkur en stjórnandi er Hörður Áskelsson. FAGNA ÚTKOMU FLÉTTU Ragnheiður Elísdóttir, Sigfríður Björns- dóttir og Anna Jóhannesdóttir. Dröfn Rafnsdóttir og Inga Rós Ingólfs- dóttir. Bogi Þór Siguroddsson, Haukur Tómasson og Páll Valsson. Sjá nánar á visir.is/lifid Skemmtilegustu skopmyndateiknarar landsins leggja til teikningarnar – og þú semur brandarann. Þannig er SKRÍPÓ, hrikalega fyndið nýtt íslenskt spil sem fjölskyldan mun liggja í hláturskasti yfir. Í SKRÍPÓ eru jafnvel fáránlegustu myndatextarnir sprenghlægilegir ... SKRÍPÓ INNIHELDUR 150 FRÁBÆRAR TEIKNINGAR EFTIR HUGLEIK DAGSSON, HALLDÓR BALDURSSON, LÓU HLÍN HJÁLMTÝSDÓTTUR OG SIGMÚND Eftir höfunda Fimbulfambs Skrípó er frábært spil … S P I L A V I N I R Hlæðu af þér hausinn um jólin F J Ö R U G T S P I L F Y R I R A L L A F J Ö L S K Y L D U N A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.