Fréttablaðið - 14.12.2012, Page 62

Fréttablaðið - 14.12.2012, Page 62
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 42TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÞORVALDSDÓTTIR Boðaþingi 5, áður Háaleitisbraut 31, andaðist mánudaginn 3. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Dóra Steinsdóttir Páll Guðbergsson Ásta Steinsdóttir Jörgen Pétur Guðjónsson Guðmundur Steinsson Þorvaldur Steinsson Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ÞÓRU JÓHÖNNU HÓLM Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans við Hringbraut fyrir frábæra umönnun. Magnús G. Pálsson Karl Óskar Magnússon Guðný Bjarnarsdóttir Þóra Margrét Karlsdóttir Magnús Gunnar Karlsson Maðurinn minn og faðir okkar, ADÓLF ADÓLFSSON lést þann 10. desember síðastliðinn. Mónika Magnúsdóttir Ragnheiður María Adólfsdóttir Magnús Már Adólfsson Steinunn Adólfsdóttir Soffía Adólfsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG HÁLFDÁNARDÓTTIR Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili Akranesi, áður Háholti 3, lést sunnudaginn 9. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 21. desember kl. 14.00. Ólafur H. Þórarinsson Sigríður B. Ásgeirsdóttir Þórgunna Þórarinsdóttir Kristín S. Þórarinsdóttir Unnþór B. Halldórsson Þórunn R. Þórarinsdóttir Kristján Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR ÞORGRÍMSDÓTTUR Höfðabrekku 16, Húsavík. Halldór Ingólfsson Þuríður Halldórsdóttir Ólafur E. Benediktsson Ingunn Halldórsdóttir Einar Halldór Einarsson Halldór Elís Ólafsson Guðbjörg Ólafsdóttir Guðrún Einarsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru GERÐU R. JÓNSDÓTTUR Hvassaleiti 147, 103 Reykjavík. Sveinn B. Hálfdánarson Hjalti Jón Sveinsson Soffía Lárusdóttir Óttar Sveinsson Alda Gunnlaugsdóttir Hanna Friðriksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SESSELJU ÓSKARSDÓTTUR Höfða, Akranesi, áður til heimilis að Suðurgötu 50. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir einstaka umönnun. Ruth Alfreðsdóttir Kristinn Sigurðsson Bryndís Alfreðsdóttir Ingimundur Ingimundarson Karl Óskar Alfreðsson Halldóra Elsa Þórisdóttir Helga Klara Alfreðsdóttir Einar Davíðsson Guðrún Birgitta Alfreðsdóttir Karl Sigurjónsson og ömmubörn VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann www.kvedja.is Ferðin til stjarnanna eftir Kristmann Guðmundsson segir frá Inga, mið- aldra framhaldsskólakennara, sem er numinn á brott af framandi verum á kvöldgöngu sinni á Esjunni. Í föru- neyti þeirra ferðast hann um víðáttur geimsins og fylgist með lífi á öðrum hnöttum á leið sinni til plánetunnar Laí. Á ferðalaginu kynnist hann ást- inni og horfist í augu við vankanta mannkynsins. Bókin kom upphaflega út árið 1959 og er með fyrstu vísindaskáldsögum eða furðusögum sem skrifaðar voru hér á landi. „Þetta er sú bók sem auglýst var sem fyrsta vísindaskáldsagan þegar hún kom út,“ segir Ármann Jakobs- son, doktor í íslenskum bókmennt- um, sem ritar formála að bókinni. „Kannski var hún allra fyrsta vísinda- skáldsagan en það er túlkunaratriði hvort nefna megi nokkrar bækur á undan. En Kristmann var mjög áhuga- samur um vísindaskáldsögur, átti margar erlendar vísindaskáldsög- ur og sá áhugi var þekktur á sínum tíma.“ Kristmann var þekktur höf- undur árið 1959 og skrifaði Ferðina til stjarnanna undir dulnefninu Ingi Vítalín. Ármann bendir á að algengt hafi verið að þekktir höfundar notuðu dulnefni þegar þeir skrifuðu bækur í annarri bókmenntagrein en þeir voru vanir, til dæmis glæpasögur. „Fljótlega eftir að bókin kom út var því ljóstrað upp hver höfundurinn var,“ segir Ármann. „Ég þekki ekki söguna á bak við hvers vegna það var gert. Kannski var auðveldara að selja bókina ef vitað var að hún væri eftir þekktan rithöfund. Það duldist þó í Frumkvöðull á sviði vísindaskáldsagna Ferðin til stjarnanna eft ir Kristmann Guðmundsson hefur verið endurútgefi n hjá for- laginu Lesstofunni. Bókin kom upphafl ega út árið 1959 og er talin með fyrstu íslensku vísindaskáldsögunum. Ármann Jakobsson skrifar formála. ÁRMANN JAKOBSSON Segir Ferðina til stjarnanna eftir Kristmann Guðmundsson merkilega bók sem varpi ljósi á fjölbreytnina í íslenskum bókmenntum fyrr á tímum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM raun engum hver væri á bak við dul- nefnið, enda er aðalpersónan höfund- urinn sjálfur.“ Viðtökur bókarinnar voru nógu góðar til að Kristmann skrifaði fram- haldssögu ári síðar, og þá undir eigin nafni, en það fylgdi þó engin vísinda- skáldsögubylgja í kjölfarið. „Það ger- ist ekki fyrr en á allra síðustu árum.“ Engu að síður var Kristmann frum- kvöðull á sviði vísindaskáldsagna- gerðar, að mati Ármanns en þar sem Ferðin til stjarnanna hefur dálítið gleymst þá höfum við kannski aðra mynd af íslenskri bókmenntasögu en vert væri. „Hún varpar ljósi á fjölbreytnina í bókmenntum fyrr á tímum.“ En er Ferðin til stjarnanna góð bók? „Það fer auðvitað eftir smekk manna. Vísindaskáldsögur eru fjöl- breyttur flokkur; margar þeirra hafa útópíska vídd, eða staðleysuvídd. Ferðin til stjarnanna er ein af þeim og það má líta á hana sem samfélags- lega ádeilu um mannfélagið. Það er vel hugsanlegt að lesendur sem kunna að meta vísindaskáldskap hafi mjög gaman af Ferðinni til stjarnanna. Mér finnst hún að minnsta kosti merkileg bók og vona að hún breiðist vel út.“ bergsteinn@frettabladid.is Bókaútgáfan Lesstofan var stofnuð í fyrra að undirlagi fimm fyrr- verandi skólafélaga við Háskóla Íslands. Forlagið leggur áherslu á endurútgáfu mikil- vægra verka í íslenskri bókmenntasögu, sem fyrir einhverjar sakir hafa týnst eða gleymst. Ferðin til stjarnanna er þriðja bókin sem Lesstofan gefur út. Áður hafa komið út Angantýr eftir Elínu Thorarensen og Vögguvísa eftir Elías Mar, sem var í öndvegi á Lestrarhátíð Bók- menntaborgar UNESCO í október síðastliðnum. Lesstofan lætur að sér kveða

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.