Fréttablaðið - 14.12.2012, Page 64

Fréttablaðið - 14.12.2012, Page 64
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 44 BAKÞANKAR Magnús Þorláks Lúðvíkssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR Getum við spjallað saman, frú Rúlluberg? Ég er hræddur um að ég hef vondar fréttir að færa! Ég hef athugað aftur og aftur! Þetta lítur ekki vel út! Fyrirgefðu að ég að þurfa að færa þér þessar fréttir, frú... En í dag fellur Bold and the beautiful niður vegna landsleiks í handbolta! Mér þykir þetta leiðinlegt! Læknir! Má ég eiga við þig orð góði minn! Ég segi þetta í nítjánda sinn, ég ætla EKKI að endurtaka mig! Hún er fyrir yngri menn! Hæ krakkar! Hvernig var morguninn með pabba? Við borðuðum kleinuhringi, hamborgara og sjeik, týndumst á stóru leiksvæði og Hannes gubbaði á leiðinni heim.Sko... Ef hinn fullkomni dagur er til, þá var þetta hann! Er kominn sunnudagur? LÁRÉTT 2. sæti, 6. klafi, 8. magi, 9. flík, 11. eldsneyti, 12. krapi, 14. enda, 16. núna, 17. sérstaklega, 18. annríki, 20. tveir eins, 21. sníkjur. LÓÐRÉTT 1. hróss, 3. eftir hádegi, 4. fax, 5. arinn, 7. hænsnfugl, 10. samræða, 13. hólf, 15. illgresi, 16. á nefi, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. ok, 8. hít, 9. fat, 11. mó, 12. slabb, 14. klára, 16. nú, 17. sér, 18. önn, 20. ff, 21. snap. LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. eh, 4. símbréf, 5. stó, 7. kalkúnn, 10. tal, 13. bás, 15. arfi, 16. nös, 19. na. Í hagfræðinni í háskólanum var mér kennt að almennt væri talið skynsam- legt að beita sveiflujöfnun við hagstjórn. Samkvæmt fræðunum á hið opinbera að stíga á bensíngjöfina þegar hægist um í efnahagslífinu en fjarlægja bolluna þegar partíið er almennilega komið í gang. Hug- myndin er sú að stöðugleiki sé æskilegri en sveiflur. Mér finnst þetta góð pæling og hef stundum velt fyrir mér hvort hún sé yfirfæranleg á fleiri svið mann lífsins. Tökum dæmi. Ef ég byggi til lista yfir hundrað eftirminnilegustu daga ævi minnar væru þar færri mánudagar en föstudagar. Fyrir vikið fær maður það ósjálfrátt á tilfinninguna að ver- öldin sé einhvern veginn fegurri um helgar en örlítið þunglamalegri í upp- hafi vikunnar. FLESTIR sem ég þekki gera betur við sig um helgar en á virkum dögum. Fólk borðar óhollari mat (nammi- dagar), er líklegra til að lyfta sér upp (sem hefur reyndar sennilega mest með fríið að gera) og er líklegra til að hitta vini og vandamenn eða leyfa sér algjöra slökun. Á mánu- dögum er lífsstíllinn aftur á móti meinlætalegri. Það er óal- gengt að fólk lyfti sér upp snemma vikunnar (sæll mánudagsklúbbur Priksins) og þá er alltaf fiskur í mötuneytinu á mánudögum! ÞESSI hegðun ýkir hefðbundnar sveiflur daganna. Mánudagar verða enn þunglama legri og helgarnar enn skemmti- legri. Ég hef efasemdir um að þetta sé skynsam legasta leiðin til að dreifa „góðu hlutunum“. Af hverju? Jú, vegna þess að máttur „góðu hlutanna“ er meiri á óhressu dögunum og máttur þeirra „slæmu“ minni á hressu dögunum. Á frábærum degi muntu ekki gera stórmál úr því þegar dekkið á bílnum springur og hvenær er notaleg kvöldstund með ástvinum betri en að loknum erfiðum vinnudegi? Því má velta fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að beita sveiflujöfnun í daglegu lífi; njóta góðu hlutanna í upphafi vinnuvikunnar en lifa meinlætalegra lífi um helgar. NÚ kann einhver að segja að andi mann- lífsins sé léttari um helgar einmitt vegna þess að þá gerir fólk betur við sig. Það kann að vera rétt þótt fríið spili líka inn í. Ég hef hins vegar þá kenningu að jafn- vel þótt daglegri sveiflujöfnun sé beitt sé tilfinningin fyrir ólíkum hressleika daga svo rótgróin að hún haldist óbreytt. Stóra áhyggjuefnið er fremur að maður detti úr takti við annað fólk. Á laugardegi: „Hey Maggi, kemurðu ekki í partíið í kvöld?“ – „Nei, því miður, ég kláraði djammkvótann á þriðjudag …“ Þetta er reyndar svo stórt áhyggjuefni að það eiginlega eyðileggur hugleiðinguna. En þetta er tilraunar virði, jafnvel þótt eina uppskeran verði að vera laus við ýsuna í hádeginu á mánudögum. Fiskur í mötuneytinu á mánudögum Skjalastjóri Mosfellsbæjar Laust er til umsóknar starf skjalastjóra á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar Skjalastjóri gegnir lykilhlutverki í stefnumótun og eftirfylgni með skjalastjórnun Mosfellsbæjar og ber ábyrgð á því að farið sé að gildandi lögum og reglum um skjalavistun opinberra aðila og sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 16. desember 2012. Sjá nánar auglýsingu á vef Mosfellsbæjar: http://mos.is/Lesafrett/skjalastjorimosfellsbaejar. Framleiðsla Kísils í Helguvík Mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar Stakksbraut 9 ehf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um framleiðslu kísils í Helguvík, framleiðslugeta allt að 100.000 tonn á ári. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 14. desember til 30. janúar 2013 á eftirtöldum stöðum: Á bókasafni Reykjanesbæjar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Stakksbrautar 9: www.s9.is. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 30. janúar 2013 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 m.s.b. Skipulagsstofnun Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.