Fréttablaðið - 14.12.2012, Síða 72

Fréttablaðið - 14.12.2012, Síða 72
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 52 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Sýningar 16.00 Elín G. Jóhannsdóttir opnar sýn- inguna Pixlar í Listasal Mosfellsbæjar. Viðfangsefni sýningarinnar er borgar- náttúran, gleði og glens. Aðgangur er ókeypis. Uppákomur 11.00 Stúfur kíkir í heimsókn á Þjóð- minjasafn Íslands. Aðgangur er ókeypis. 12.34 Fjölbreytt menningardagskrá er í boði á Jóladagatali Norræna hússins. Uppákomur hvers dags eru gestum huldar þar til gluggi dagatalsins verður opnaður í upphafi atburðarins. Listamaðurinn Hugleikur Dagsson gerði dagatalið í ár. 20.30 Ljóða- og lagakvöld verður haldið á Kaffi Krús á Selfossi. Flytj- endur og höfundar ljóða eru Benedikt Jóhannsson og Þorlákur Karlsson en Katrín Magnúsdóttir og Rúnar Steinn Benediktsson flytja tónlist. Tónlist 12.30 Hádegistónleikar til styrkt- ar Hjálparstarfi kirkjunnar verða haldnir í Háteigskirkju. Hugljúfir jólatónar verða sungnir og spil- aðir. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 17.30 Tónleikaröðin Undiraldan verður í Hörpu. Fram koma Kiasmos og AMFJ. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Pétur Ben heldur tónleika á Bar 11 en hann gaf nýlega út sína aðra plötu, Gods Lonely Man. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Jóla- tónleikar Kristjönu Stefánsdóttur og Svavars Knúts verða á Café Rosenberg. 21.00 Frönsku þungarokkshljómsveit- irnar L’esprit du Clan og Hangman’s Chair halda tónleika á Gauk á Stöng. Auk þeirra koma fram Momentum, Dimma, Angist, Moldun, Ophidian I og DJ Kiddi Rokk. Miðaverð er kr. 1.500 og 18 ára aldurstakmark. 21.30 Tónlistarmennirnir og vinirnir Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson halda tónleika á KEX Hosteli. Miðaverð er kr. 2.000. 22.00 Heflarnir ásamt Helga og Hljóð- færaleikurunum halda tónleika á Græna hattinum. Miðaverð er kr. 1.500. 23.00 Ingvar Grétarsson og Tómas Tómasson skemmta á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Leiðsögn 12.00 Boðið verður upp á leiðsögn um sýningu Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur, Lauslega farið með staðreyndir – sumt neglt og annað saumað fast, og sýningu Þuríðar Rósar Sigurþórsdóttur, Hinumegin. Báðar sýningarnar standa nú yfir í Hafnarborg og er aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. BAR 11 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram á Ellefunni í kvöld. MYND/STEINÞÓR ARNSTEINSSON KEX HOSTEL Jónas Sigurðsson skemmtir með vini sínum Ómari Guðjónssyni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG SVAVAR KNÚTUR MYNDLIST ★★★★ ★ Mæting Kristinn G. Harðarson GERÐARSAFN Sýning Kristins G. Harðarsonar í Gerðarsafni er, eins og segir í sýn- ingarskrá, „yfirlitssýning á þeim þáttum sem mest mark hafa sett á listsköpun Kristins síðastliðin tutt- ugu ár“. Er þar átt við ferðasögur annars vegar, á efri hæð, og hins vegar frásagnarleg verk unnin í teiknimyndasagnaformi, á neðri hæð. Verk Kristins fjalla um veru- leikann í sínu allra hversdagsleg- asta formi. Það er engin dramatík á ferðinni, lítil sem engin ljóðræna, engin upphafning eða æsingur – bara ofboðslega venjulegar lýs- ingar listamanns á sínu nánasta umhverfi í formi texta og mynda, oftast í bland. Í einstaka verkum er mynd án texta eða texti án myndar. Manni verður ósjálfrátt hugsað til Twitter eða Fésbókarfærslna samtímans þegar maður les suma textana, sem margir voru skrifaðir löngu fyrir daga þeirra miðla. „Ég gekk frá hótelinu niður að sýn- ingarbyggingunni og tók myndir á leiðinni. Það var farið að vora, stjúpur blómstra og trén bruma, fallegasta veður og frekar hlýtt. Þetta var góður spotti,“ segir í þessum textabút úr verkinu Niður með Elbu, þar sem listamaðurinn fær sér göngutúr niður með ánni Elbu í Hamborg í Þýskalandi. List Kristins má flokka sem eins konar skrásetningarlist eða göngu- túralist. Menn eins og Richard Long, Stanley Brouwn, On Kaw- ara og Tehching Hsieh koma upp í hugann. Þetta eru allt listamenn sem takast á hendur eitthvað ferða- lag, eða ferli, og vinna með það og hinar ýmsu staðsetningar. Efri hæðin í Gerðarsafni er helg- uð þessum ferðaathugunum Krist- ins. Maður fær á tilfinninguna að umfjöllunarefnið sjálft sé ekki það sem skipti listamanninn máli, held- ur að það eitt að vera til sé nægur efniviður í sjálfu sér, og um það sé hægt að fjalla í myndlist, síendur- tekið, á öllum stundum dagsins. Í einu verki, Tiltekt, er Kristinn t.d. að sópa rusli inni í eldhúsi og rekur augun í einhvern aflóga dótakall, sem hann grípur úr ruslinu og virðir fyrir sér. Meira þarf ekki til. Málunarstíll Kristins í verk- unum á efri hæðinni er misreal- ískur, þ.e. stundum leggur hann meira upp úr maleríinu og stund- um minna. Nálgunin er þó allt- af realísk, en blátt áfram. Þegar hann tekur hlutina photo-realískari tökum er það aðeins til að opinbera enn frekar „fánýti“ mótívsins, ein- hvern dimman bakgarð, eða von- lausan búðarglugga. Verkin sem ég staldraði mest við á sýningunni voru verk nr. 15, Austur – austur á landi frá 2007 (eitt af fjórum verkum með þenn- an sama titil) þar sem Kristinn er í essinu sínu, og texti og myndir eiga í látlausu en fullkomnu sam- tali. Í vatnslitamyndum nr. 6 er það staðsetning myndarinnar á flet- inum sem er áhugaverð, sem og umfjöllunarefnið sem listamaður- inn velur sér, en þarna eru á ferð myndir sem flestir hefðu hent úr ljósmyndasafni sínu, en nokkuð sem Kristinn hrífst af í forgengi- leik sínum. Myndbandsverk nr. 8 Austur – á Austurlandi 2007 er einnig heillandi – en þar koma svipleiftur í mynd, á milli þess sem skjárinn myrkvast. Stóra teiknimyndin niðri um drauminn er einnig í sérflokki. Varðandi sýninguna sem heild hefði mátt nýta tækifærið betur og vinna meira með einstaka hluta hennar, til að ramma betur inn sér- stöðu Kristins sem listamanns. Þóroddur Bjarnason NIÐURSTAÐA: Kristinn er lista- maður með heillandi nálgun, og það er kærkomið að fá þessa yfirsýn yfir ferilinn. Hægt hefði verið að lyfta sýningunni sem heild enn frekar upp með meiri afmörkun og úrvinnslu einstakra hluta hennar. Engin dramatík Miðasala harpa.is - midi.is og í síma 528 50 50 FRÁBÆR JÓLAGJÖF Ásamt strengja- og blásarasveit HÖRPU 3. FEBRÚAR ,,Brilliant“The Sun,,Flawless“ Mojo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.