Fréttablaðið - 14.12.2012, Page 80

Fréttablaðið - 14.12.2012, Page 80
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 60 Diskódrottningin Donna Summer verður tekin inn í frægðarhöll rokks- ins á næsta ári, en söngkonan lést fyrr á árinu eftir skamma baráttu við lungnakrabbamein. Tilkynnt var um útnefningarnar í fyrradag, og venju samkvæmt er það fjölbreyttur hópur sem prýðir listann. Auk Summer verða rappararnir í Public Enemy heiðraðir, píanistinn Randy Newman, rokksveitin Heart, blúsarinn sálugi Albert King og upp- tökustjórarnir Lou Adler og Quincy Jones. Þá er kanadíska proggtríóið Rush í þessum glæsilega hópi, en hljóm- sveitin siglir inn í 45. starfsár sitt um áramót. „Þetta er mikill heiður og við mætum með bros á vör,“ segir Geddy Lee, söngvari og bassaleikari sveitar- innar, en ekki er sjálfgefið að hinir útnefndu láti sjá sig við athöfnina. Flestir muna eflaust eftir fýlukasti hins lokkaprúða söngvara Axl Rose, en hann þverneitaði að vera viðstaddur þegar hljómsveit hans, Guns N‘ Roses, var tekin inn í höllina fyrr á þessu ári. Athöfnin fer fram í Los Angeles hinn 18. apríl næstkomandi. - hva Rapp, progg og diskó í frægðarhöllina Public Enemy og Donna Summer eru meðal þeirra sem fá inngöngu. Tríóið Rush mætir með bros á vör. KANADÍSKA INNRÁSIN proggprinsarnir eru á leið í höllina Íslandsvinurinn Tom Cruise hefur sagt frá því að hann ætli að fagna jólunum með börnum sínum þremur, Bellu, Connor og yngsta barninu Suri, en þau hafa ekki sést síðan um miðjan nóvember. Suri hefur starfað sem fyrir- sæta þrátt fyrir að vera einungis sex ára. Sjálfur hefur Tom verið að starfa í Bretlandi við tökur á nýrri kvikmynd, All you need is kill. Þrátt fyrir að hann og tvö elstu börnin séu meðlimir Vísinda- kirkjunnar ætla þau sér samt að fagna jólunum með Suri. Þess má geta að Katie Holmes, móðir Suri, hafði ætlað að eyða jól- unum með dóttur sinni. - gþg Cruise með Suri um jólin Raunveruleikastjarnan Kim Kard ashian hefur viðurkennt að vera enn meira í sviðsljósinu en áður eftir að hún kynntist rappar- anum Kanye West. Spurð hvort það væri erfiðara að halda sig frá sviðsljósinu sagði hún við tíma- ritið You: „Þetta er erfiðara núna með kærastanum mínum. Við erum mun meira áberandi þegar við erum saman,“ sagði hún. Hin 32 ára Kardashian og Kanye sáust fyrst saman opinber- lega í apríl síðastliðnum. Síðan þá hefur hjörð ljósmyndara elt þau á röndum hvert sem þau fara. Enn meira í sviðsljósinu HJÁ PABBA Suri Cruise mun eyða jól- unum með föður sínum. Þau hafa ekki hist síðan í nóvember. NORDICPHOTOS/GETTY SAMAN Kim Kardashian og Kanye West hafa verið saman síðan í apríl. NORDICPHOTOS/GETTY Æstir aðdáendur hjartaknúsarans Justins Bieber héldu nýlega fyrir honum vöku er hann gisti á Hard Day‘s Night-hótelinu í Liverpool. Hundruð aðdáenda höfðu safnast saman fyrir utan hótelið. Lögregl- an ráðlagði honum að fara ekki út á svalir hótelherbergisins vegna ótta við að óeirðir brytust út. Just- in bað aðdáendur sína í gegnum samskiptavefinn Twitter að hafa ekki svona hátt og leyfa sér að hvílast fyrir tónleikana um kvöldið. - hh Héldu vöku fyrir Bieber SVEFNLAUS BIEBER Hundruð aðdáenda héldu vöku fyrir honum þegar hann dvaldi í Liverpool fyrir skömmu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.