Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2012, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 14.12.2012, Qupperneq 82
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 62 TÓNLIST ★★★ ★★ Í huganum heim Magni SENA Magni Ásgeirsson er löngu lands- þekktur tónlistarmaður. Lengst af starfaði hann með hljómsveitinni Á móti sól, auk þess sem hann sló í gegn í raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Í huganum heim er önnur sólóskífa Magna. Á henni er að finna 11 lög sem flest eru frumsamin af þeim Magna og Vigni Snæ Vigfússyni, sem var lengi kenndur við hljómsveitina Írafár. Magni hefur löngum sýnt að hann er metnaðarfullur tónlistar- maður sem hefur fyrirtaks þekk- ingu á tónlistarsögu undanfar- inna 45 ára eða svo. Það vita þeir sem hafa séð Magna spila sem trúbador. Á þessari plötu reyn- ir Magni að leggja þessa kunn- áttu, allt sitt vopnabúr, á borðið. Hann sækir mikið til 7. og 8. ára- tugs síðustu aldar, þá sérstaklega til sveita rokks í ætt við Crosby, Stills, Nash og Young. Frábærar raddanir í laginu „Lífið“ bera vott um það. Magni sækir einnig tals- vert í arf bandarískra rokkhljóm- sveita frá 10. áratugnum og stund- um má greina trommutakta í ætt við keltneskt þjóðlagarokk (Það grær ekkert án þín). Hinn tilfinn- ingaþrungni Eurovision-slagari „Hugarró“ fær að fljóta með á plöt- una, auk þess sem lagið „Valsinn“ gæti vel átt heima í undankeppni Eurovision. Textarnir eru mjög persónu- legir, en þeir eru flestir samdir af Magna og Ásgrími Inga Arngríms- syni. Magni syngur um það sem er honum kært, um heimaslóðirnar, um ástina og lífið… það má jafn- vel greina smá Bill Withers-takta í fallegu lagi um sonarást (Ásberg). Heilt yfir er Magni ef til vill að berjast á of mörgum vígstöðvum á plötunni, sem á þó marga góða spretti. Það væri til að mynda gaman að fá heilt verk í anda sveita rokks frá Magna, en þar nær hann helst flugi á þessari plötu. Björn Teitsson NIÐURSTAÐA: Ágætis sólóplata frá Magna sem hefði þó mátt hafa þrengri fókus. Vopnabúrið á borðið Í HUGANUM HEIM „Magni syngur um það sem er honum kært, um heimaslóðirnar, um ástina og lífið… “ FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Skrautleg tískusýning Rauði krossinn hélt í samvinnu við Sow Icelandic Creation tískusýningu á miðvikudagskvöldið á Bar 46. Þar var sýndur fatnaður úr fatasöfnun Rauða krossins í bland við fatnað eft ir íslenska hönnuði og úr íslenskum „vintage“-verslunum. Fatnaðurinn var síðan boðinn upp, en uppboðshaldari var Bjarndís Helga Tómasdóttir og sáu Kanilsnældur um að spila undir sýningunni. STUÐ Mikið stuð var á tískusýningunni. FLOTTAR Þessar tvær biðu spenntar eftir að sýningin hæfist. BROSMILDAR Þessar vinkonur brostu til ljósmyndara. SÝNINGIN Fatnaðurinn var sambland af úrvali Rauða krossins, íslenskra hönnuða og „vintage“-verslana. GRANDSKOÐAÐ Gestir tóku fatnaðinn út. MARGIR GESTIR Fjölmargir lögðu leið sína á sína á tískusýninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Ég hef ágætis reynslu af jóla- útgáfunni, hún er geðveiki en skemmtileg engu að síður,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, með- limur í uppistandshópnum Mið- Íslandi, en fyrsti sjónvarpsþáttur þeirra félaga er nú kominn út á DVD. Af því tilefni hefur hópurinn tekið sig til ásamt félögum sínum í gríni, þeim Steinda jr. og Hug- leiki Dagssyni. Þeir taka einnig þátt í jólaflóðinu í ár, Steindi jr. með þriðju seríuna af Steindanum okkar og Hugleikur með bækurn- ar Opinberun og Enn fleiri íslensk dægurlög. Bergur segir þá hafa ákveð- ið að halda allsherjar útgáfu og gríngleði, enda séu þeir tengdir ákveðnum böndum. „Við erum svolítið eins og ein stór fjölskylda. Tengjumst grínböndum,“ segir Bergur Ebbi og uppljóstrar að upphaflega hafi Steindi jr. átt að vera hluti af Mið-Íslandshópnum. „Það var planið að hann væri með okkur á fyrsta uppistandskvöld- inu en hann mætti ekki. Svo meik- aði hann það bara á eigin vegum.“ Uppskeruhátíðin svokallaða fer fram á Kex Hosteli þann 19. des- ember og hefst klukkan 20. Hugleikur sýnir myndir úr bók- unum á skyggnum og Mið-Ísland- hópurinn og Steindi jr. verða með uppistand, ásamt því að sýna áður óbirt atriði úr sjónvarpsþáttunum og fara yfir vinnuferlið í kringum þá. Bergur Ebbi lofar miklu stuði, gríni og glensi. „Svo verður líka spurningakeppni með grínþema, en ég get lofað því að vinningarn- ir eru stórkostlegir.“ - áp Tengdir sterkum grínböndum Mið-Íslandshópurinn, Steindi jr. og Hugleikur Dagsson standa fyrir allsherjar grínútgáfugleði í næstu viku. Allir láta til sín taka í jólafl óðinu í ár, Steindi jr. og Mið-Ísland með sjónvarpsþætti sína á DVD og Hugleikur með tvær bækur. EINS OG EIN STÓR FJÖLSKYLDA Halldór Halldórsson, Magnús Leifsson, Jóhann Alfreð, Hugleikur Dagsson, Ari Eldjárn, Bent, Bergur Ebbi og Steindi jr. eru svo sannarlega komnir í jólaskap. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.