Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2012, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 14.12.2012, Qupperneq 94
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 74 Hljómsveitin Of Monsters and Men er að láta útbúa fyrir sig æfinga- rými í húsinu þar sem Fjölbrauta- skóli Garðabæjar var áður til húsa. Rýmið ætlar hljómsveitin að nota til að semja lög á sína næstu plötu. Framkvæmdir hafa staðið yfir í húsinu að undanförnu til að gera allt klárt fyrir hljómsveitina. Aðspurð segir umboðsmaðurinn Heather Kolker að ekkert hljóð- ver verði í húsnæðinu. „Þau hafa ekki efni á því að byggja sitt eigið hljóðver en auðvitað dreymir þau um það einn góðan veðurdag. Þau geta ekki gert það alveg strax,“ sagði hún. Of Monsters and Men er þessa dagana á umfangsmikilli tón- leikaferð um Bandaríkin. Eins og kunnugt er spilaði sveitin í kvöld- þætti Jay Leno á sjónvarpsstöðinni NBC í annað sinn á þessu ári fyrir skömmu þar sem hún flutti lagið Mountain Sound af plötu sinni My Head Is an Animal sem hefur slegið rækilega í gegn um heim allan. Um fjórar milljónir horfa á Jay Leno að jafnaði og því er um geysilega mikla kynningu að ræða fyrir hljómsveitina, sem kemur svo heim um jólin og heldur tvenna tónleika á sínum „gamla heima- velli“ Faktorý í byrjun janúar. Tónleikaferðin um heiminn heldur svo áfram af fullum krafti á næsta ári þar sem ferðast verð- ur út um allar trissur, þar á meðal til Japans, Ástralíu og Evrópu. Sveitin er þegar búin að bóka sig á fjölda tónlistarhátíða næsta sumar, þar á meðal á T in the Park í Skot- landi, Lollapalooza í Brasilíu og Oya í Noregi. Einnig spilar hljóm- sveitin á hátíðinni Rock-A-Field í Lúxemborg þar sem rokkararnir í Queens of the Stone Age verða aðalnúmerið. Eins og áður hefur verið greint frá mun Mugison hita upp fyrir Of Monsters and Men á væntanlegri tónleikaferð um Evr- ópu í febrúar og mars. Líklega hefur hann með í för hljóðfærið sitt Mirstrument sem hann ætlar einmitt að nota á Sónar-hátíðinni í Hörpu í febrúar. freyr@frettabladid.is Æfa í gamalli fj ölbraut Of Monsters and Men hreiðrar um sig í gamla Fjölbrautaskólanum í Garðabæ HJÁ JAY LENO Hljómsveitin Of Monsters and Men ætlar að semja lög á næstu plötu sína í Garðabæ. NORCIPHOTOS/GETTY „Í kvöld ætla ég að hafa það virkilega gott með fjölskyldunni. Á morgun verð ég aðallega í vinnu en á sunnudag ætlum við fjölskyldan niður í miðbæ að fá okkur heitt kakó, skoða í búðarglugga og fá jólastemninguna beint í æð.“ Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir hönnuður. Sunneva framleiðir vörur sem eru prjónaðar úr mokkaskinni. HELGIN Hljómborðsleikarinn Steingrímur Karl Teague úr hljóm- sveitinni Moses Hightower hlaut mikla eldskírn þegar hann spilaði með Of Monsters and Men í kvöldþætti Jay Leno á dögunum. Steingrímur gekk til liðs við sveitina á tónleikaferð hennar um Bandaríkin eftir að hljómborðs- leikarinn Árni Guðjónsson sagði óvænt skilið við sveitina og var nýbyrjaður að spila með henni þegar hún steig á svið í þættinum. Um fjórar milljónir manna horfa daglega á Jay Leno og því hafa taugar Steingríms vafalítið verið þandar til hins ítrasta þegar upptökuvélarnar byrjuðu að rúlla. Eldskírn í kvöldþætti Jay Leno TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI NÝR VEISLUBAKKI ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Steikt Peking önd með Peking sósu, gúrkum, blaðlauk og salatblöndu í mjúkri tortilla köku. eða á www.somi.is Frí heimsending* Pantaðu í síma PRÓFAÐUEITTHVAÐNÝTT! 30 bitar 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns TORTILLA OSTABAKKI FIMM ÚTVARPS- STÖÐVAR Í BEINNI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag „Ég hef áður gert tónlistina fyrir tvær kvikmyndir í fullri lengd en þessar eru tvímælalaust stærri,“ segir tónlistarmaðurinn Biggi Hilmars. Biggi er staddur í Glasgow þessa dagana að semja tónlist við bresku kvikmyndina My Brother The Ark Raider ásamt félaga sínum Scott Twynholm. „Við Scott erum búnir að sitja við síðustu þrjá daga að leika okkur og spinna af fingrum fram. Við blöndum saman alls kyns ólíkum hljóðfærum og reynum þannig að túlka þær blendnu en sterku til- finningar sem eru í myndinni,“ segir Biggi og nefnir sem dæmi að þeir hafi dregið fram hörpu, banjó, gítar og píanó. Nýlega lauk Biggi við að semja tónlist fyrir aðra mynd, Brash Young Turks, sem er hans stærsta mynd hingað til og leik- stýrt af bræðrunum Ash og Naeem Mahmood. „Ég reikna alveg með að sú mynd komi í bíó- hús á Íslandi snemma á næsta ári,“ segir Biggi. Hann er nýlega fluttur aftur heim til Íslands eftir að hafa verið búsettur í Bretlandi síðustu sex ár. Hann fer þó út reglulega í alls kyns verkefni eins og þetta, auk þess sem hann reyn- ir að taka verkefni með sér heim. „Ég var að vinna hjá Universal í London og var þar aðallega að semja fyrir auglýsingar eða stutt- ar kvikmyndir. Þetta er því öðru- vísi en það sem ég hef verið að gera. Það er meira frelsi í þessu og ég fæ að gera þetta eftir til- finningu. Það er ekkert of ákveð- ið og það er alveg frábært,“ segir Biggi. - trs Semur tónlist fyrir tvær breskar kvikmyndir Tónlistarmaðurinn Biggi Hilmars blandar saman ólíkum hljóðfærum í sínu viðamesta verkefni hingað til. NÝFLUTTUR HEIM Þrátt fyrir að vera nýfluttur aftur heim á Frón eftir sex ár í Bretlandi ferðast Biggi samt mikið utan til að vinna. „Mér fannst það svo fallegt sem þeir eru að gera þarna úti að mig langaði að setja upp kvöld í þeirra anda hér,“ segir Leifur Kolbeins- son, eigandi Kolabrautarinnar. Andrew Parkinsson, yfirkokk- ur á veitingastaðnum Fifteen í London, er væntanlegur hingað til lands í janúar ásamt fríðu föru- neyti. Staðurinn er í eigu sjón- varpskokksins Jamies Oliver. Jamie, sem stofnaði hann árið 2002 í tengslum við verkefni sem snýst um að hjálpa ungu fólki í erfið- leikum. „Hann tekur krakka inn á veitingastaðinn og kennir þeim og hjálpar. Svo fer allur ágóði Fifteen í styrktarsjóð til að hjálpa ungu fólki í erfiðum aðstæðum,“ segir Leifur. Styrktarkvöldið verður haldið á Kolabrautinni 19.janúar. Aðgangs- eyrir með mat og víni er 15.000 krónur og rennur hann óskertur í unglingastarf SÁÁ. Gallerí 8 gefur einnig listaverk á hljótt uppboð til styrktar málefninu og öll vinna kvöldsins og hráefnið fyrir hana er gefið. Andrew og félagar annast eldamennskuna en kokkar Kola- brautarinnar verða þeim til aðstoð- ar. „Ég skræli það sem þeir segja mér að skræla,“ segir Leifur og hlær. Miðasala hefst í næstu viku og verður hægt að nálgast allar upplýsingar á Kolabrautinni. Elda og gleðjast til styrktar SÁÁ Yfi rkokkur veitingastaðar Jamies Oliver í London eldar fyrir landann. GEFUR TIL BAKA Árið 2002 byrjaði Jamie Oliver að gefa til baka til sam- félagsins með stofnun veitingastaðarins Fifteen og sjóðsins til að styrkja og aðstoða ungt fólk í vandræðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.