Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 120

Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 120
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 96 TÓNLIST ★★ ★★★ Greta Salóme In the Silence SENA Greta Salóme varð skyndilega þjóðþekkt í byrjun ársins 2012 þegar hún kom tveimur lögum inn í hina íslensku forkeppni Euro- vision. Annað þeirra, „Mundu eftir mér/Never Forget,“ fór síðan alla leið til Aserbaídsjan í loka- keppnina. In the Silence er fyrsta breiðskífa Gretu, en Eurovision- sérfræðingurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson var henni innan handar. Platan inniheldur tíu ný lög, en þar að auki fá bæði Eurovision- lög Gretu að fljóta með, lagið sem lenti í 20. sæti í Bakú í íslenskri sem enskri útgáfu. Þar fyrir utan eru allir textar á ensku en öll lög og allir textar eru eftir Gretu. Í viðtali fyrir útgáfu In the Silence, sem birtist á vef Senu, sagði Greta að hún hefði ákveðið „að fara í allt aðra átt“ eftir Eurovision. Það er ekki auðséð hvað hún átti við með því, vegna þess að platan gæti þess vegna verið heil undankeppni í Eurovision! Lögin eru annað hvort ballöður (If You Wanna Go, a Thousand More Goodbyes, Coming Home Soon) eða lög í rólegri kant- inum sem stækka síðan og stækka með tilheyrandi dramatískum strengjaútsetningum. Trommu- leikurinn er einnig með áberandi „Euro-bíti“ (backbít inn á 2 og 4), eða að minnsta kosti í þeim lögum sem fara ekki í ballöðuflokkinn. Að þessu sögðu þá liggur beint við að markhópurinn er Eurovision-aðdáendur. Fá þeir í raun allt sem þeir vilja á þessari plötu. Hér þarf sko að kreppa hnef- ann til að syngja með við lögunum. Það er búið að leggja mjög mikla vinnu í verkið – Gretu segir sjálf að platan hafi verið í vinnslu allt frá því í febrúar. Hér er öllum brögðum beitt til að fá sem stærst- an hljóm; raddanir, yfirupptökur, strengir og alls kyns takkafikt. En fyrir þá sem eru ekki aðdáendur Eurovision er hér á ferðinni plata sem er mun meiri umbúðir en inni- hald. Björn Teitsson NIÐURSTAÐA: Eurovision-aðdáendur fá tónlist fyrir allan peninginn, aðrir ekki. Enn meira Eurovision IN THE SILENCE „Hér er öllum brögðum beitt til að fá sem stærstan hljóm; raddanir, yfirupptökur, strengir og alls kyns takkafikt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Endalaust stuð í Austurbæ X-mas, góðgerðatónleikar X-ins, voru haldnir í Austur bæ á fi mmtudagskvöld. Ágóðinn rann til minningar sjóðs Loft s Gunnarssonar og er markmið sjóðsins að bæta aðbúnað útigangsmanna á Íslandi. JÓL Una Björg Einarsdóttir og Soffía Sveinsdóttir, veðurfréttamaður á Stöð 2. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HÁTÍÐ Jakob og Atli skemmtu sér konunglega.TÓNLEIKAR Einar Einarsson og Eygló Einarsdóttir. ROKK Steingerður Sigþórsdóttir og Emma og Lóa Friðriksdætur. STUÐ Guðrún Bergmann Fransdóttir og Jóhannes Geir Rúnarsson. FJÖR Árni Sigfús og Elísabet Ásta. BIRTING LÝSINGAR Útgefandi: OFAN SVÍV fagfjárfestasjóður, kennitala 461211-9760, Borgartúni 19, 105 Reykjavík OFAN SVÍV fagfjárfestasjóður hefur birt lýsingu í tengslum við umsókn um að flokkur eignavarinna skuldabréfa væri tekinn til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Lýsingin er dagsett 21. desember 2012 og staðfest af Fjármálaeftirlitinu, gefin út á íslensku og gefin út rafrænt og birt á vefsíðu Stefnis hf. sem er rekstraraðili sjóðsins, nánar tiltekið á slóðinni www.stefnir.is/kaupholl. Lýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu 12 mánuði. NASDAQ OMX Iceland hf. tilkynnir opinberlega ef skuldabréfin eru tekin til viðskipta og þá hvenær fyrsti mögulegi viðskiptadagur með bréfin eru á hinum skipulega verðbréfamarkaði, en NASDAQ OMX Iceland hf. tilkynnir slíka dagsetningu með að lágmarki eins viðskiptadags fyrirvara. Skuldabréfin eru gefin út af OFAN SVÍV fagfjárfestasjóði sem rekinn er af Stefni hf. Upphafleg höfuðstólsfjárhæð útgefinna skuldabréfa, sem öll hafa verið seld, og heildarheimild útgáfu nemur 750.000.000 kr. að nafnverði. Bréfin eru gefin út rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Auðkenni flokksins er OFANSV 11 1. ISIN-númer skuldabréfanna er IS0000020998. Bréfin eru gefin út í íslenskum krónum og er hver eining skuldabréfanna 1 kr. að nafnverði. Tilgangur með því að fá skuldabréfin tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. er að tryggja fjárfestum að starfshættir og upplýsingagjöf um m.a. fjárhagsstöðu útgefanda séu í samræmi við Reglur fyrir útgefendur fjármálagerninga, útgefnar af NASDAQ OMX Iceland hf., eins og þær eru á hverjum tíma, svo og að auka markaðshæfi skuldabréfanna. Nánari upplýsingar um OFAN SVÍV fagfjárfestasjóð og skuldabréfaflokkinn OFANSV 11 1 má finna í lýsingu sjóðsins. Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. hafði umsjón með því ferli að fá skuldabréfin tekin til viðskipta. Reykjavík, 21. desember 2012 Stjórn Stefnis hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.