Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 18
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Samvinna Evrópusambands- ríkja á sviði sjávar útvegs á rætur sínar að rekja til þess að í Rómar - sáttmálanum voru afurðir fiskveiða skil greindar sem land búnaðar- vörur og féllu þar með undir landbúnaðarstefnu sambandsins. Sam starfið fór hægt af stað en þróaðist á nokkrum ára tugum í sameiginlega sjávarútvegsstefnu, óháða landbúnaðar stefnunni. Sam- eiginleg sjávarútvegsstefna ESB, í því formi sem hún er starfrækt í dag, gekk í gildi árið 1983 og hefur verið endur skoðuð á tíu ára fresti síðan. Markmið sameiginlegu sjávar- útvegsstefnunnar hafa frá upphafi verið þau sömu og landbúnaðar- stefnunnar, það er að: ● auka framleiðni í sjávarútvegi, ● tryggja viðunandi lífskjör í sjávarútvegi, ● stuðla að jafnvægi á mörkuð- um, ● tryggja stöðugt framboð á vörum og ● tryggja neytendum sanngjarnt verð. Í kjölfar endurskoðunar sjávar- útvegsstefnunnar árið 2002 voru tekin upp viðbótarmarkmið um sjálfbærni í sjávarútvegi, bæði efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg, sem og verndun fiski- stofna og lífríkis sjávar. Sam- eiginlega sjávarútvegsstefnan byggist í meginatriðum á fjórum grundvallarþáttum: ● fiskveiðistjórnun og verndun fiskistofna, ● sameiginlegu markaðsskipu- lagi með frjálsum markaði fyrir fiskafurðir, ● sameiginlegri uppbyggingar- stefnu með hjálp sjávarútvegs- sjóðs Evrópu og ● samningum við þriðju ríki. Umtalsverðar takmarkanir Í stefnunni felast einnig aðgerð- ir sem lúta að umhverfis áhrifum af fiskveiðum, flotastjórnun, aðgengi að hafsvæðum og höfn- um, eftirliti og reglufylgni og fiskeldi. Undirstaða sameiginlegu sjávar útvegsstefnunnar er meg- inreglan um jafnan aðgang. Sam- kvæmt henni hafa öll aðildarríki ESB rétt til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 sjó- mílna. Aðgangurinn er þó ekki ótakmarkaður því reglur sam- bandsins um ákvörðun hámarks- afla og úthlutun aflaheimilda til aðildarríkjanna fela í sér umtals- verðar takmarkanir á reglunni um jafnan aðgang þar sem fiski- skipum er einungis heimilt að veiða á þeim svæðum og úr þeim stofnum sem aflaheimildir þeirra eru bundnar við. Ákvarðanir um hámarksafla byggjast á tillögum framkvæmda- stjórnar ESB og eru unnar í sam- ráði við vísindamenn. Landbún- aðar- og sjávarútvegsráð ESB skiptir leyfilegum hámarksafla milli aðildarríkjanna, með hlið- sjón af sögulegri veiðireynslu þeirra, samkvæmt meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veið- ar. Aðildarríkin hafa síðan sjálf umsjón með skiptingu aflaheim- ilda sinna milli innlendra útgerða, í samræmi við eigin löggjöf. Með gildistöku Lissabon-sátt- málans árið 2009 fékk Evrópu- þingið í fyrsta sinn aðkomu að setningu afleiddrar löggjafar á sviði sjávarútvegsmála. Ákvarð- anir um árlegan hámarksafla og úthlutun veiðiheimilda eru þó eftir sem áður teknar án aðkomu Evrópuþingsins og þurfa auk- inn meirihluta atkvæða í land- búnaðar- og sjávarútvegsráði ESB til að hljóta samþykki. Helsta gagnrýnin á sjávar- útvegs stefnu ESB hefur í gegn- um tíðina snúið að ofveiði, brott- kasti, slöku eftirliti, kvótahoppi og ófullnægjandi viðurlögum við brotum. Unnið hefur verið að því að bæta úr þessum þáttum við hverja endur skoðun stefnunnar en það hefur tekist misvel. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar frá árinu 2009 voru skilgreindir fimm kerfis lægir annmarkar sjávar- útvegs stefnunnar: of mikil sóknar- geta skipaflota aðildarríkjanna, ónákvæm markmið, skammsýni, of lítil ábyrgð á herðum sjávar útvegs- iðnaðarins og skortur á pólitískum vilja til að tryggja reglufylgni. Þessir þættir liggja til grund- vallar þriðju endurskoðun stefn- unnar sem stendur yfir um þess- ar mundir en til stendur að ljúka henni fyrir lok þessa árs. Lífsreynsla mín hefur kennt mér að fáfræði um málefni kallar oft á harða dóma. Það á við um mig jafnt og aðra. Áður en ég kynnti mér markvisst málefni samkynhneigðra í guðfræðináminu örlaði á ótta og skeytingarleysi gagnvart þeim. Eftir að ég kynnti mér málin komst ég að mínum eigin fordómum og vann mig í gegnum þá eins og langflestir sem skoða mál þeirra af einurð. Þegar ég les grein eins og Sifjar Sigmarsdóttur hér í blaðinu 19.12.2012 verður mér hugsað til þess hvort Þjóðkirkjan (ÞK) þurfi ekki að setja upp námskeið sem upplýsi og haldi til haga því mikla ferli sem fór fram innan hennar frá því lög um staðfesta samvist 1996 tóku gildi og þar til ein hjú- skaparlög urðu til. Það ríkir mikil fáfræði á meðal margra sem skrifa og tala um það risaskref sem ÞK tók á þessum 15 árum. Samræða og viðhorf Málefni samkynhneigðra hafa löngum verið viðkvæm og því miður láðist ÞK að takast sköru- lega á við það strax 1996. En fljótlega upp úr lögunum um staðfesta samvist var gert helgi- siðaform til blessunar fyrir sam- bönd samkynhneigðra. Það voru um ræður í hópum innan kirkjunn- ar en það var ekki fyrr en eftir 2005 sem prestar fóru að ræða þetta markvisst. Málstofur voru haldnar m.a. í samvinnu við sam- kynhneigða. Fræðimenn í gamla- og nýjatestamentisfræðum unnu ítarlega vinnu (http://kirkjan.is/ samkynhneigdogkirkja/). Kristnir siðfræðingar kynntu mismunandi stefnur um málið sem lýstu við- horfum allt frá því að munur sam- og gagnkynhneigðra væri sá sami og munur örvhentra og rétthentra til þess viðhorfs að samkynhneigð væri röng. Auk þess kom fram að lúterskar kirkjur um víða veröld væru sama eining sem hefði mjög ólíka nálgun á málefnið, þar gæti myndast spenna allt eftir niðurstöðu. Þetta voru prestar og biskupar með í fanginu þegar þeir unnu að því að móta stefnu ÞK til framtíðar ásamt leikmönnum. Inn í þessa mynd þarf að taka að ÞK er öllum opin og á því ekki að ýta einum eða öðrum hóp út. Henni ber að taka samkynhneigðum opnum örmum, hún verður líka að vera opin fyrir mjög íhaldssama sem og frjálslynda. ÞK rúmar því margar skoðanir. Samþykktin gat ekki verið þannig að einungis einn viðhorfahópur fengi inni. Með því að hafna algjörlega tilverurétti íhaldssamra presta og almenn- ings þá væri kirkjan að bregðast þeim hópi. Margir íhalds samir borgarar lýstu skoðun sinni við mig en það gerðu einnig þeir frjálslyndu. Niðurstaða prestastefnu Tvær prestastefnur voru undir- lagðar af samræðunni um mál- efni samkynhneigðra (2006-2007). Niðurstaðan var afgerandi, góður meirihluti presta samþykkti helgi- siðaform er lyti að staðfestingu samvistar. Á kirkjuþingi 2007 (þar situr safnaðarfólk, prest- ar, biskupar o.fl.) var samþykkt: „…Ef lögum um staðfesta sam- vist verður breytt þannig að trú- félög fái heimild til að staðfesta samvist þá styður Kirkjuþing það að prestum Þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, verði það heimilt. Kirkjuþing leggur áherslu á að frelsi presta í þess- um efnum verði virt.“ Skrefið sem íslenska ÞK tók til samþykkis við réttindi samkyn- hneigðra var risastórt og stærra en nánast allra lúterskra kirkna í veröldinni. Á prestastefnu 2010 lýstu 90 prestar og djákn- ar því yfir að þeir vildu ganga enn lengra (en það er nær tveir þriðjungar stéttanna). Síðan hafa nokkrir prestar unnið ötullega að málefnum samkynhneigðra í ræðu og riti. Það fer því fyrir brjóstið á mér þegar tönnlast er á því að prestar ÞK gangi fram í fordómum gagnvart samkyn- hneigðum. Stundum mistekst okkur Samlíking Sifjar á hjónavígslu og afgreiðslu vöru yfir búðarborð er vart svara verð. Hjónavígsla er löggjörningur með pappírum og réttri undirskrift, undirbúningur, samtal og athöfn um mikilvægi og gildi góðs hjónalífs. Þó að ég beri sömu virðingu fyrir barni og full- orðnum þá gifti ég ekki barnið. Virðing mín er engu minni fyrir samkynhneigðum en fyrir öðrum, ég er tilbúin að gefa þá saman og ég finn til undan því þegar þeim er sýnd mannvonska eða fordóm- ar. Því miður hefur kirkjan stund- um brugðist þeim og það er leitt að þar finnast fordómar eins og annars staðar. Viðhorf trúaðra fer m.a. eftir kennivaldi og túlkun Biblíunnar, þar er mismunandi nálgun og skilningur sem hefur áhrif á túlk- un þeirra. Við þurfum að mæta öllum af elsku hins alvitra, sýna breidd, umfaðma og umvanda. Heilindi þeirra sem ganga í hjóna- band skiptir mestu. Þar eru ást, virðing, réttlæti og trúfesti horn- steinninn sem allt annað á að meta út frá. Þó að nú sé tíska að henda eggjum og grjóti orðanna í ÞK þá er þörf að kynna sér málin fyrst. Þjóðkirkjan og samkynhneigð TRÚMÁL Bára Friðriksdóttir prestur ➜ Samlíking Sifjar á hjónavígslu og afgreiðslu vöru yfi r búðarborð er vart svara verð. ➜ Ákvarðanir um hámarks- afl a byggjast á tillögum framkvæmdastjórnar ESB og eru unnar í samráði við vísindamenn. Landbúnaðar- og sjávarútvegsráð ESB skiptir leyfi legum hámarks- afl a milli aðildarríkjanna... Kynning í dag á Hilton Hótel kl 13:00 Jafn aðgangur að miðunum ORÐ VIKUNNAR 15.12.2012 ➜ 21.12.2012 EVRÓPUVEFURINN Hver er stefna ESB í sjávarútvegsmálum? Þórhildur Hagalín ritstjóri Evrópuvefsins UMMÆLI VIKUNNAR „Það er algjörlega galið dæmi að sérstakur saksókn- ari sé að vesenast í Bílabúð Benna með þetta.“ Benedikt Eyjólfsson í Bílabúð Benna sætir ákæru fyrir að skila ekki ársreikningum. Hann er ósáttur. „Við getum ekki þolað þetta lengur. Þessum harm- leikjum verður að linna. Og til að svo megi verða þarf breytingar.“ Barack Obama Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í kjölfar hörmulegrar skotárásar í Newtown í Connecticut. Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.