Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 8
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 8 FJÁRLÖG 2013 Iðnaðar- ráðuneyti 1,48%Velferðar-ráðuneyti 40,66% Innanríkis- ráðuneyti 12,11% Sjávarútvegs og landbúnaðar- ráðuneyti 3,48% Utanríkis- ráðuneyti 1,96% Mennta- og menningarmála- ráðuneyti 11,74% Forsætis- ráðuneyti 2,40% Efnahags- og viðskipta- ráðuneyti 0,76% Fjármála- ráðuneyti 10,76% Æðsta stjórn ríkisins 0,64% Umhverfis- ráðuneyti 1,66% Vaxtagjöld ríkissjóðs 14,51% DREIFING GJALDA RÍKISSJÓÐS Í FJÁRLÖGUM 2013 Ríkissjóður verður rekinn með 3,7 milljarða króna halla á árinu 2013 samkvæmt fjárlögum sem Alþingi samþykkti á fimmtudag. Hallinn nemur 0,2 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF). Það er mikil breyting, en árið 2008 nam hallinn 14,6 prósentum af VLF og 9,3 prósentum árið 2009. Heildar- útgjöld ársins 2013 nema 579,7 milljörðum króna. Helstu breytingar sem þingið gerði á frumvarpinu felast í 13 milljarða króna framlagi til Íbúða- lánasjóðs. Framlagið er hins vegar ekki gjaldfært, en kallar á hækk- un vaxtagjalda um 585 milljónir króna á næsta ári. Meirihluti fjárlaganefndar gerði breytingartillögur á frumvarpinu sem nema 3,9 milljörðum króna til hækkunar. Þar vógu þyngst breyt- ingar á fjárfestingaráætlun ríkis- stjórnarinnar: 800 milljónir til byggingar húss íslenskra fræða og 400 milljónir til uppsetning- ar á sýningu Náttúruminjasafns Íslands. 4 milljarða halli á rekstri ríkissjóðs Halli á ríkissjóði hefur dregist gríðarlega mikið saman og er nú 0,2% af vergri landsframleiðslu. Fjárlög gera ráð fyrir 3,7 milljarða halla á árinu 2013. Heildar- útgjöld verða 580 milljarðar króna. Þetta eru sóknarfjárlög, segir fjármálaráðherra. „Í fyrsta lagi eru þetta að okkar mati fjárlög sem munu ekki standast vegna þess að stórum fyrirséðum útgjalda liðum er sópað undir teppið,“ segir Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Í því samhengi nefnir hann að áfallnar skuldbindingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins séu ekki gjaldfærðar. Ríkisendur- skoðandi hafi gert athugasemdir við það og Sjálfstæðis- flokkurinn margoft bent á það. Þá eru aðeins tilgreindar vaxtagreiðslur af framlaginu til Íbúðalánasjóðs. „Greiðslurnar sem þurfa að renna til sjóðsins eru ekki gjaldfærðar, aðeins vaxtakostnaðurinn, eins og þar sé ekki um tapaða fjármuni að ræða,“ segir Bjarni. „Bara þessir tveir útgjaldaliðir geta auðveldlega farið í 20 milljarða.“ Þá megi nefna að hvergi sé að finna framlög til framkvæmda á nýjum Landspítala. „Í öðru lagi eru fjárlögin verðbólguhvetjandi og þrengja að gerð kjarasamninga sem fram undan eru, eins og fram hefur komið í máli launþegahreyfingarinnar. Í þriðja lagi sýna þessi fjárlög mikið úrræðaleysi hjá stjórnvöldum við að loka fjárlagagatinu. Enn og aftur á að hækka skatta og gjöld og nú er gripið til þess ráðs að fara í eignasölu til að standa undir rekstri.“ ➜ Útgjöldum sópað undir teppið „Stóru tíðindin í fjárlögunum eru að við erum mjög nálægt því marki að ná að skila jákvæðum heildar- jöfnuði, það er að segja að vera algjörlega hallalaus. Við höfum ekki verið nær því marki eftir hrun,“ segir Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra. Hún segir að loksins sé hægt að setja fjármuni í verkefni sem stuðli að vexti í atvinnulífinu. Þar nefnir hún Kvikmyndasjóð og Tækniþróunarsjóð, sem sé undirstaða hugvitsdrifins atvinnulífs. Þá sé ánægjulegt að geta sett fjármagn í tækjakaup á Landspítalanum, inn í skólakerfið og til barnafólks. „Ég kalla þetta sóknarfjárlög, því að við erum hætt að þurfa að vera í nauðvörn fyrir ríkissjóð og getum sótt fram á ákveðnum sviðum. Auðvitað hefðum við viljað geta gert meira, en fyrst verðum við að ná að klára að loka gatinu algjörlega. Við erum allavega komin langa leið með það. Það skiptir líka máli og er auðvitað kjarninn í okkar efnahagsstefnu, það er að ná að loka fjárlagagatinu alveg. Það er forsenda fyrir afnámi hafta til dæmis og vexti í samfélaginu til lengri tíma.“ ➜ Þetta eru sóknarfjárlög Samkvæmt frumvarpinu nema skatttekjur ríkissjóðs á næsta ári 513 milljörðum króna. Sú tala gæti breyst þar sem tekjuhlið fjárlag- anna ákvarðast í bandorminum, frumvarpi um ráðstafanir í ríkis- fjármálum, sem samþykkja á í dag. Sala eigna á að skila 4,6 millj- örðum króna til ríkisins. Á meðal þeirra eigna eru land ríkisins á Keldum, Keldnaholti og við Úlfarsá. Rætt var við lífeyrissjóð- ina fyrr á árinu um að þeir keyptu landið en frá því var fallið þar sem Reykjavíkurborg á mikið af lausum lóðum í Úlfarsárdal. Því benti allt til þess að uppbygging í Keldnaholti tefðist um fimm til fimmtán ár. Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR BJARNI BENEDIKTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.