Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 36
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 ÁHRIF TÖLVULEIKJA Á HEILANN Mismunandi tölvuleikir og aðgerðir í tölvu- leikjum hafa mismunandi áhrif á heilann og virkja mismunandi stöðvar. Leikir sem krefjast aðgerða í rauntíma, eins og kúluspil, virkja stöðvar sem stjórna skynjunar- hreyfingum. Sumar rannsóknir sem gerðar hafa verið halda því fram að tölvuspil- arar geti fengið „tölvuleikjaheila“. Það þýðir að lykilhlutar framheilans eru ekki notaðir nógu mikið og getur það haft áhrif á skapgerð. Leikir sem krefjast rökhugsunar, eins og Tetris, virkja svæðið sem stjórnar ákvörð- unartöku. Um leið og vopn hafa verið notuð í tölvuleik verður meiri vinnsla á svæði heilans sem stjórnar hugsun og skipulagningu. Dópamín Dópamín skiptir miklu þegar við lærum og finnum fyrir ein- hverri umbun. Þegar við spilum tölvuleiki verður til dópamín í heilanum. Svæði sem leysa úr tilfinningaflækjum sýndu minni virkni á meðan og stuttu eftir að spilarar skutu úr byssum í tölvuleik. Rannsóknir benda til þess að spilararnir geti haldið tilfinninga- legum viðbrögðum í skefjum til að sætta sig við ofbeldisfullar aðgerðir í tölvuleikjum. Tölvuleikir er eitt helsta afdrep barna og unglinga þegar þeir fá jólafrí um miðjan desember og þar til skólinn hefst á ný í janúar. Mikil tölvuleikjaspilun getur hins vegar haft alvar- legar afleiðingar og leitt til skapgerðar- brests og svefnskorts og haft áhrif á geð- heilsu fólks. En tölvuleikirnir sjálfir eru ekki helsta orsök þess að fólk sem ofnotar þá líður heilsubrest. Þar spila aðrir þættir stórt hlutverk, eins og Björn Harðarson sál- fræðingur lýsti fyrir blaðamanni. „Það er hægt að nálgast þetta á mis- munandi hátt, eftir því hvað maður er að tala um. Algengast er að tala um tengsl milli ofbeldisfullra tölvuleikja og ofbeld- is en rannsóknir sýna að tengslin eru óbein,“ segir Björn. „Það þýðir að aðrir þættir skipta meira máli.“ Hann segir heimilisaðstæður og aðrar ytri aðstæður leiða til annars vegar áhuga á ofbeldisleikjum og hins vegar ofbeldi. „Það virðast ekki vera bein tengsl milli ofbeldisleikja og ofbeldis. Sömu aðilar virðast einfaldlega sækja í bæði.“ Vandinn hefur vaxið Það þarf því ekki að vera að tölvu- leikirnir sjálfir séu svo slæmir, enda bendir Björn á að sumir leikir séu sér- staklega hannaðir þroskaleikir. „Ég þori svo sem ekki að fullyrða neitt um einstaka leiki en allt sem þú gerir, sem hefur eitthvað með úrlausnir að gera, hefur möguleika á að þroska ein- staka hæfileika eins og samhæfingu hreyfinga.“ Mikilvægt sé hins vegar að gæta hófs í tölvuleikjanotkun eins og í öðru. Spurður hvort hann telji að mikið sé um tölvufíkn meðal íslenskra barna segir hann að töluvert sé um slíkt. Vandi fór vaxandi á síðasta áratug og sótti svo gríðarlega í sig veðrið þegar samskipta- vefsíður urðu almennar. „Ef við erum að tala um fíkn þarf ekki endilega að vera mikill munur á milli barna og fullorðinna, nema bara að þeir sem nota tölvur meira eru í meiri áhættu,“ bendir Björn á. „Það er eðlilegt að 15 ára unglingur sé í meiri áhættu en sjötug kona, einfaldlega því unglingurinn notar tölvur meira.“ Björn segir jafnframt að auðveldara sé að grípa inn í vandann meðal unglinga og ungs fólks en meðal fullorðinna. Félags- leg einangrun virðist vera sterk breyta þegar tölvunotkun breytist í tölvufíkn. „Það virðast frekar vera aðrir þættir en aldur sem spila inn í,“ segir Björn. „Félagslega einangraðir, þeir sem berj- ast við félagskvíða eða þunglyndi og þeir sem hafa haft aðrar fíknir eru í meiri hættu en aðrir. Þegar litið er til unglinga þá sjáum við oft félagsfælni í háu hlut- falli en meðal fullorðinna eru aðrar fíkn- ir og þunglyndi rót vandans.“ Spurður hvort tölvuleikir hafi bein áhrif á skapgerð eða félagshæfni segir hann: „Það virðist frekar vera að félags- fælnir og þunglyndir einstaklingar verði fyrr mjög ánægðir með samskipti á netinu, tölvuleiki og annað slíkt, því það kemur í staðinn. Svo verður þetta í raun vítahringur. Svefnmunstrið fer á endanum úr skorðum, sem leiðir til auk- ins þunglyndis. Það eru því ekki beint tölvuleikirnir sem er um að kenna,“ segir Björn. „Við höfum stundum sagt að tölvu- leikirnir séu frekar fylgsni sem fólk leitar í, en ekki orsök einangrunarinnar.“ Enginn varanlegur skaði Svo tölvuleikir eru ekkert svo slæmir? „Nei, þeir þurfa ekki að vera það,“ svarar Björn. „Við erum auðvitað með aldurs- kerfi til þess að banna of ungum börnum að spila leiki sem þykja ekki hæfa þroska þeirra. Að öðru leyti hef ég ekki séð neitt sem bendir beinlínis til þess að leikirnir séu slæmir.“ Það eru frekar afleiðingar mikillar spilunar sem eru afdrifaríkastar. Þar er svefnleysi helsta vandamálið að sögn Björns. „Fólk hlýtur ekki neitt varanlegt geðrof við að spila of mikið af tölvuleikjum en maður hefur séð alls konar einkenni hjá þessum verst stöddu; þeim sem sofa ekki neitt. Þá erum við að sjá ýmis geðræn einkenni, hreinlega út af vansvefni. Fólk hefur jafnvel þurft að leggjast inn á geð- deild vegna þessa.“ Félagslega einangraðir leita skjóls í tölvuleikjum Of mikil spilun tölvuleikja getur leitt til geðrænna vandamála. Þunglyndir og félagsfælnir eru í meiri áhættu en aðrir. HEIMILD: ONLINE UNIVERSITIES.COM Birgir Þór Harðarson birgirh@frettabladid.is Það er eðlilegt að 15 ára unglingur sé í meiri áhættu en sjötug kona, einfaldlega því unglingurinn notar tölvur meira. Björn Harðarson, sálfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.