Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 136
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| SPORT |
Aron Pálmarsson
22 ÁRA KIEL, HANDBOLTI
ÞRIÐJA SKIPTI Á TOPP 10 7. SÆTI 2011
Íris Mist Magnúsdóttir
25 ÁRA GERPLA, FIMLEIKAR
ANNAÐ SKIPTI Á TOPP 10 EKKI Á LISTANUM 2011
Þóra Björg Helgadóttir
31 ÁRS MALMÖ, KNATTSPYRNA
FJÓRÐA SKIPTI Á TOPP 10 8. SÆTI 2011
Ásdís Hjálmsdóttir
27 ÁRA ÁRMANN, FRJÁLSAR
ANNAÐ SKIPTI Á TOPP 10 2. SÆTI 2011
Ásgeir Sigurgeirsson
27 ÁRA SR, SKOTFIMI
NÝLIÐI Á LISTANUM
Auðunn Jónsson
40 ÁRA BREIÐABLIK, KRAFTLYFTINGAR
ANNAÐ SKIPTI Á TOPP 10 EKKI Á LISTANUM 2011
Kári Steinn Karlsson
25 ÁRA BREIÐABLIK, FRJÁLSAR
ANNAÐ SKIPTI Á TOPP 10 8. SÆTI 2011
Alfreð Finnbogason
23 ÁRA HELSINGBORG/HEERENVEEN, KNATTSPYRNA
NÝLIÐI Á LISTANUM
Gylfi Þór Sigurðsson
23 ÁRA SWANSEA/TOTTENHAM, KNATTSPYRNA
ANNAÐ SKIPTI Á TOPP 10 EKKI Á LISTANUM 2011
Jón Margeir Sverrisson
20 ÁRA FJÖLNIR/ÖSP, SUND
NÝLIÐI Á LISTANUM
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Íþróttamaður árs-
ins verður útnefndur í 57. sinn eftir rúma
viku og það er þegar orðið ljóst að nýtt
nafn verður skrifað á bikarinn því enginn
af þeim tíu sem eru tilnefndir í ár hefur
verið kosinn Íþróttamaður ársins.
Framtíðarfólk íslenskra íþrótta er áber-
andi á listanum eins og undanfarin ár en
alls eru sex íþróttamannanna 25 ára eða
yngri. Það hefur ekki gerst síðan 1986
þegar sex íþróttamannanna á topp tíu
listanum voru einnig 25 ára og yngri.
Átta nýliðar voru á listanum í
fyrra og sex árið þar á undan.
Tveir nýliðanna frá því í fyrra
eru einnig inni í ár en það eru
Ásdís Hjálmsdóttir og Kári
Steinn Karlsson. Þrjú voru aftur
á móti inni á listanum í fyrsta
sinn fyrir þremur árum þar á
meðal Aron Pálmarsson sem
er sá eini sem nær því að vera
meðal tíu efstu þriðja árið í röð.
Hin eru Íris Mist Magnúsdóttir
og Gylfi Þór Sigurðsson. Íris er
fyrsta fimleikakonan sem nær
að komast tvisvar sinnum inn á
topp tíu.
Atkvæðagreiðsla félags-
manna í Samtökum íþrótta-
fréttamanna er leynileg og
fer þannig fram að hver félags-
maður SÍ setur saman lista með nöfn-
um tíu íþróttamanna sem honum þykja
hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 23
félagsmenn í Samtökum íþróttafrétta-
manna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt
sinn í kjörinu að þessu sinni.
Fótboltafólk er fjölmennast á listanum
að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn
og ein knattspyrnukona er á listanum.
Frjálsar íþróttir eiga tvo fulltrúa en hinir
fimm íþróttamennirnir koma úr fimm
mismunandi greinum; handbolta, fim-
leikum, skotfimi, sundi og kraftlyftingum.
Ásgeir Sigurgeirsson brýtur blað í
sinni íþróttagrein því hann er fyrsti skot-
fimimaðurinn sem kemst í hóp þeirra tíu
efstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna
á Íþróttamanni ársins. Þetta er átjánda
íþróttagreinin sem nær inn á topp tíu og
fyrsta „nýja“ greinin í níu ár, síðan
dansarinn Karen Björk Björgvins-
dóttir komst inn á listann árið 2003.
Jón Margeir Sverrisson er fyrsti
fatlaði íþróttamaðurinn sem
kemst inn á listann í átta ár eða
síðan Kristín Rós Hákonar dóttir
varð í fjórða sæti árið 2004.
Þrjár konur eru á listanum að
þessu sinni en þær hafa verið
fjórar undanfarin þrjú ár. Fimm
einstaklingsíþróttamenn komast
inn á listann sem er besti árang-
ur þeirra í sex ár eða síðan 2006,
en aðeins komust alls átta ein-
staklingsíþróttamenn inn á topp
tíu frá 2008 til 2011.
Kraftlyftingamaðurinn
Auðunn Jónsson varð fertugur
á árinu og er langelstur á list-
anum. Hann er fyrsti íþrótta-
maðurinn á fimmtugsaldri til þess
að komast svona ofarlega í þrettán
ár, síðan hestamaðurinn Sigur björn
Bárðarson varð í 9. sæti árið 1999, þá
47 ára gamall.
Knattspyrnukonan Þóra Björg Helga-
dóttir er reynsluboltinn á listanum en hún
er í fjórða skiptið meðal tíu efstu í kjörinu.
Þóra jafnar þar með met systur sinnar, en
engar knattspyrnukonur hafa verið oftar á
topp tíu en þær systur.
ooj@frettabladid.is
Þau tíu bestu á árinu
Samtök íþróttafréttamanna hafa gefi ð út hvaða tíu íþróttamenn höfnuðu í fyrstu tíu sætunum
í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2012. Aðeins þrír íþróttamannanna hafa ekki verið á topp tíu
listanum áður en enginn þeirra hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins.