Fréttablaðið - 22.12.2012, Side 136

Fréttablaðið - 22.12.2012, Side 136
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| SPORT | Aron Pálmarsson 22 ÁRA KIEL, HANDBOLTI ÞRIÐJA SKIPTI Á TOPP 10 7. SÆTI 2011 Íris Mist Magnúsdóttir 25 ÁRA GERPLA, FIMLEIKAR ANNAÐ SKIPTI Á TOPP 10 EKKI Á LISTANUM 2011 Þóra Björg Helgadóttir 31 ÁRS MALMÖ, KNATTSPYRNA FJÓRÐA SKIPTI Á TOPP 10 8. SÆTI 2011 Ásdís Hjálmsdóttir 27 ÁRA ÁRMANN, FRJÁLSAR ANNAÐ SKIPTI Á TOPP 10 2. SÆTI 2011 Ásgeir Sigurgeirsson 27 ÁRA SR, SKOTFIMI NÝLIÐI Á LISTANUM Auðunn Jónsson 40 ÁRA BREIÐABLIK, KRAFTLYFTINGAR ANNAÐ SKIPTI Á TOPP 10 EKKI Á LISTANUM 2011 Kári Steinn Karlsson 25 ÁRA BREIÐABLIK, FRJÁLSAR ANNAÐ SKIPTI Á TOPP 10 8. SÆTI 2011 Alfreð Finnbogason 23 ÁRA HELSINGBORG/HEERENVEEN, KNATTSPYRNA NÝLIÐI Á LISTANUM Gylfi Þór Sigurðsson 23 ÁRA SWANSEA/TOTTENHAM, KNATTSPYRNA ANNAÐ SKIPTI Á TOPP 10 EKKI Á LISTANUM 2011 Jón Margeir Sverrisson 20 ÁRA FJÖLNIR/ÖSP, SUND NÝLIÐI Á LISTANUM ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Íþróttamaður árs- ins verður útnefndur í 57. sinn eftir rúma viku og það er þegar orðið ljóst að nýtt nafn verður skrifað á bikarinn því enginn af þeim tíu sem eru tilnefndir í ár hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Framtíðarfólk íslenskra íþrótta er áber- andi á listanum eins og undanfarin ár en alls eru sex íþróttamannanna 25 ára eða yngri. Það hefur ekki gerst síðan 1986 þegar sex íþróttamannanna á topp tíu listanum voru einnig 25 ára og yngri. Átta nýliðar voru á listanum í fyrra og sex árið þar á undan. Tveir nýliðanna frá því í fyrra eru einnig inni í ár en það eru Ásdís Hjálmsdóttir og Kári Steinn Karlsson. Þrjú voru aftur á móti inni á listanum í fyrsta sinn fyrir þremur árum þar á meðal Aron Pálmarsson sem er sá eini sem nær því að vera meðal tíu efstu þriðja árið í röð. Hin eru Íris Mist Magnúsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson. Íris er fyrsta fimleikakonan sem nær að komast tvisvar sinnum inn á topp tíu. Atkvæðagreiðsla félags- manna í Samtökum íþrótta- fréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félags- maður SÍ setur saman lista með nöfn- um tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 23 félagsmenn í Samtökum íþróttafrétta- manna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Fótboltafólk er fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og ein knattspyrnukona er á listanum. Frjálsar íþróttir eiga tvo fulltrúa en hinir fimm íþróttamennirnir koma úr fimm mismunandi greinum; handbolta, fim- leikum, skotfimi, sundi og kraftlyftingum. Ásgeir Sigurgeirsson brýtur blað í sinni íþróttagrein því hann er fyrsti skot- fimimaðurinn sem kemst í hóp þeirra tíu efstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Þetta er átjánda íþróttagreinin sem nær inn á topp tíu og fyrsta „nýja“ greinin í níu ár, síðan dansarinn Karen Björk Björgvins- dóttir komst inn á listann árið 2003. Jón Margeir Sverrisson er fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn sem kemst inn á listann í átta ár eða síðan Kristín Rós Hákonar dóttir varð í fjórða sæti árið 2004. Þrjár konur eru á listanum að þessu sinni en þær hafa verið fjórar undanfarin þrjú ár. Fimm einstaklingsíþróttamenn komast inn á listann sem er besti árang- ur þeirra í sex ár eða síðan 2006, en aðeins komust alls átta ein- staklingsíþróttamenn inn á topp tíu frá 2008 til 2011. Kraftlyftingamaðurinn Auðunn Jónsson varð fertugur á árinu og er langelstur á list- anum. Hann er fyrsti íþrótta- maðurinn á fimmtugsaldri til þess að komast svona ofarlega í þrettán ár, síðan hestamaðurinn Sigur björn Bárðarson varð í 9. sæti árið 1999, þá 47 ára gamall. Knattspyrnukonan Þóra Björg Helga- dóttir er reynsluboltinn á listanum en hún er í fjórða skiptið meðal tíu efstu í kjörinu. Þóra jafnar þar með met systur sinnar, en engar knattspyrnukonur hafa verið oftar á topp tíu en þær systur. ooj@frettabladid.is Þau tíu bestu á árinu Samtök íþróttafréttamanna hafa gefi ð út hvaða tíu íþróttamenn höfnuðu í fyrstu tíu sætunum í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2012. Aðeins þrír íþróttamannanna hafa ekki verið á topp tíu listanum áður en enginn þeirra hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.