Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 10
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
Þjófagengi stöðvað
1REYKJANESBÆR Lögreglan á Suður-nesjum hefur stöðvað stórvirkt
þjófagengi. Tveir karlmenn á fertugs- og
fimmtugsaldri voru handteknir vegna
málsins og sátu
í gæsluvarðhaldi
frá því fyrr í
mánuðinum en
eru nú lausir úr
haldi. Gerðar voru
umfangsmiklar
húsleitir og lagt
hald á tæki, tól og farartæki. Mennirnir
eru grunaðir um aðild að innbrotum
og þjófnuðum, fjárdrætti, skjalafalsi og
nytjastuldi.
Engin óvissa á
Norðurlandi
2AKUREYRI Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að aflétta óvissustigi vegna
jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.
Þetta er gert
í samráði við
Veðurstofu Ís-
lands og lögreglu-
stjóra á Norður-
landi. Óvissustigi
var lýst yfir 24.
október. Nú hefur
dregið úr skjálftavirkni þó hún sé enn
yfir meðallagi. Áfram verður fylgst
grannt með framvindunni.
Góður gróði
á Grenivík
3GRENIVÍK Útsvarstekjur á Grenivík verða um 140 milljónir í ár, sem er
um 20% aukning frá síðasta ári. Sveitar-
stjóri þakkar þessu
íbúafjölgun, góðu
atvinnustigi og
háum tekjum
sjómanna í
samtali við
Vikudag. Ýmsar
framkvæmdir eru
fyrirhugaðar á árinu svo auknar
tekjur nýtast vel.
Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú
hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað.
FRIÐARLJÓSIN verða seld við eftirtalda
kirkjugarða um jól og áramót.
Þau fást einnig víða í verslunum.
GUFUNESS- OG
FOSSVOGSKIRKJUGARÐUR
23. des. kl. 13–17
24. des. kl. 1O–17
31. des. kl. 13–17
KIRKJUGARÐURINN VIÐ SUÐURGÖTU
23. des. kl. 13–16
24. des. kl. 1O–16
KIRKJUGARÐUR AKUREYRAR
24. des. kl. 1O–17
31. des. kl. 13–17
P
IP
A
R
\T
B
W
A
-
1
02
97
5
LÁTUM
FRIÐARLJÓSIÐ
LÝSA UPP AÐVENTUNA
SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir-
litið hefur sektað Sorpu bs. um 45
milljónir króna fyrir brot á sam-
keppnislögum. Eftirlitið komst að
þeirri niðurstöðu að Sorpa hefði
misnotað markaðsráðandi stöðu
sína með því að veita sveitar-
félögunum sem eiga félagið hærri
afslátt en öðrum stóðu til boða.
Sorpa er félag í eigu sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu sem
flokkar og meðhöndlar úrgang.
Félagið braut að mati Sam-
keppnis eftirlitsins lög með því að
veita sveitarfélögunum sem eiga
Sorpu hærri afslátt en öðrum sorp-
hirðufyrirtækjum sem eiga við-
skipti við Sorpu.
Samkeppniseftirlitið telur brot
Sorpu hafa haft skaðleg áhrif í
að minnsta kosti tveimur tilvik-
um. Eftirlitið gefur lítið fyrir
rök Sorpu þess efnis að með því
að veita eigendum sínum hærri
afslátt væri félagið að greiða arð
til eigendanna og bendir á að ekk-
ert í lögum heimili slíka útfærslu
á arðgreiðslum.
Sorpa jafnaði ekki kjör við-
skiptavina sinna á meðan á rann-
sókn Samkeppniseftirlitsins stóð.
Eftirlitið hefur því skipað stjórn-
endum fyrirtækisins að endur-
skoða gjaldskrá Sorpu svo við-
skiptakjör verði samkvæmt
gagnsærri gjaldskrá. - bj
Sorpa veitir eigendunum óeðlilegan afslátt að mati Samkeppniseftirlitsins:
Sorpa sektuð um 45 milljónir
SORP Sopa braut lög með því að
veita eigendum sínum hærri afslátt
en öðrum sem áttu meiri viðskipti við
félagið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BANDARÍKIN „Það eina sem getur
stöðvað illmenni með byssu er góð-
menni með byssu,“ segir Wayne
LaPierre, framkvæmdastjóri
Landssamtaka bandarískra byssu-
eigenda (NRA).
Hann skorar á Bandaríkjaþing
að útvega án tafar fé til þess að
hægt verði að ráða vopnaða verði í
hvern einasta skóla í Bandaríkjun-
um. Þetta vonast hann til að verði
orðið að veruleika strax eftir ára-
mótin, þegar börnin koma aftur í
skólana eftir jólafríið.
„Er einhver sem efast um að
næsti Adam Lanza sé nú þegar
byrjaður að undirbúa árás á næsta
skóla?“ spyr LaPierre, og segir að
vopnaðir verðir séu við flugvelli,
banka, skrifstofubyggingar, dóm-
hús og jafnvel íþróttavelli.
„En þegar kemur að því mikil-
vægasta, sem er að verja börnin
okkar, þá leggja stjórnmálamenn
og fjölmiðlar áherslu á að skólarn-
ir séu byssulausir, og segja þar
með öllum brjáluðum morðingj-
um í Bandaríkjunum að öruggasti
staðurinn til að valda sem mest-
um óskunda og tjóni séu skólarnir
okkar.“
Þetta eru viðbrögð samtakanna
við fjöldamorðunum, sem hinn tví-
tugi Adam Lanza framdi í barna-
skóla í Newtown á föstudag í síð-
ustu viku. Þar myrti hann tuttugu
börn ásamt kennurum, skólastjóra
og sálfræðingi skólans.
Morðin hafa vakið hörð viðbrögð
í Bandaríkjunum og sterkari kröf-
ur en oft áður um að snúið verði
af þeirri braut, að sem flestir geti
verið með skotvopn heima hjá sér.
Barack Obama forseti sagðist í
gær taka mikið mark á þeim kröf-
um. Hann ítrekaði að hann væri
staðráðinn í að gera allt sem í sínu
valdi stæði til að „vernda börnin
okkar“ með því að herða reglur um
skotvopnaeign. Hann hvatti jafn-
framt almenning í Bandaríkjunum
til að láta í sér heyra: „Ef okkur
á að takast þetta, þá þurfa mæður
og feður, synir og dætur, lögreglu-
þjónar og ábyrgir byssueigendur
að leggja sig fram, bindast sam-
tökum, láta í sér heyra, hringja í
þingmenn sína eins oft og til þarf,
standa upp og segja fyrir hönd
barnanna okkar: Nú er nóg komið.“
gudsteinn@frettabladid.is
Vilja vopnaða verði í
hvern einasta skóla
Samtök bandarískra byssueigenda segja fleiri fjöldamorðingja strax farna að undir-
búa árás á næsta skóla. Þau skora á þingið að útvega fé til þess að skólarnir geti
varist. Obama forseti er hins vegar staðráðinn í að herða reglur um byssueign.
VOPNIN SKOÐUÐ Í Bandaríkjunum er byssueign almennings útbreiddari en í
flestum löndum heims. NORDICPHOTOS/AFP
„Í Landssamtökum bandarískra rifflaeigenda eru fjórar milljónir mæðra
og feðra, sona og dætra,“ segir í yfirlýsingu sem NRA-samtökin sendu
frá sér fyrr í vikunni. Forsvarsmenn samtakanna stæra sig af því að síðan
fjöldamorðin voru framin í barnaskóla í Newtown á föstudag í síðustu viku
hafi átta þúsund nýir félagar bæst í hópinn á degi hverjum.
Samtökin voru stofnuð árið 1871, upphaflega með það markmið að
útvega fólki kennslu og þjálfun í byssunotkun. Fljótlega tóku þau að
berjast á vettvangi stjórnmála fyrir réttindum byssueigenda og eru nú ein
öflugustu hagsmunavörslusamtök Bandaríkjanna.
Árstekjur þeirra eru meira en 200 milljónir dala og þau njóta stuðnings
margra fjársterkra einstaklinga og fyrirtækja. Peningavöld sín nota sam-
tökin óspart til að hafa áhrif á stjórnmálamenn og styðjast í baráttu sinni
einkum við annan viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem túlkaður er
þannig að hann banni hreinlega þinginu að leggja hömlur á rétt einstak-
linga til að eiga og bera skotvopn.
Samtök bandarískra byssueigenda
LANDIÐ
1
2
3