Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 78
FÓLK|10 | FÓL | JÓL Camilla starfaði áður sem arkitekt en rekur í dag ásamt eiginmanni sínum, Per Kølster, bóndabæ á Norður-Sjálandi þar sem allt er lífrænt ræktað. Þau eiga fjögur börn. Camilla Plum hefur vakið athygli sem sjónvarpskokkur þar sem hún býr til mat og bakar brauð af mikilli snilld. Ís- lenskir áhorfendur hafa fengið að kynnast henni á RÚV. Camilla, sem er fædd árið 1956, ræktar bæði endur og gæsir og þær eru borðaðar á jólum. Dýrin ganga frjáls á búgarðinum. Á jólum býður Camilla fjölskyldunni upp á önd og gæs með góðri sósu, sykurbrúnuðum kartöflum og heimalöguðu rauðkáli. Þar að auki ber hún fram eplamús með piparrót, jólasalat sem er vætt með vermút og grænt salat með appelsínum og gran- ateplum. Í sósuna notar hún calvados og epla-cider. Það er því ekkert til sparað á jólum. Camilla segir að önd og gæs þurfi að elda í 35 mínútur á hvert kíló utan fyllingar en 40 mínútur með. Nuddið grófu salti inn í kjötið á öndinni. Leggið hana á grind með bringurnar niður. Setjið vatn í ofnskúffuna. Þegar einn þriðji af steikartímanum er liðinn er fuglinum snúið við og steikt áfram. Gætið að því að vökv- inn í botninum gufi ekki allur upp. Nokkur fita mun leka nið- ur og vont er ef hún brennur. Hellið fitunni og vökvanum í pott tvisvar til þrisvar á steik- ingartímanum og setjið nýtt vatn í botninn. Stuttu áður en eldunartíma er lokið er öndin tekin út og ofninn stilltur á mesta hita. Setjið öndina inn aftur og látið skinnið poppa upp en ekki brenna. Takið út og látið fuglinn hvíla í 20 mín- útur á borði. SÓSAN Innyfli úr fuglinum Smjör til steikingar 2 stórir laukar, smátt skornir 1 blaðlaukur, smátt skorinn 4 hvítlauksrif 1 lárviðarlauf Ferskt timían 4 einiber 2 heil allrahanda kryddkorn 1 stór tsk. heil piparkorn 1 stöngull sellerí, smátt skorið 1 gulrót í sneiðum 4 msk. calvados 1 flaska eplacider 1 msk. gróft salt Rjómi eftir smekk 2 msk. tamari 1 msk. maísjafnari Setjið smjör á þykkbotna pönnu. Steikið lauk, kryddjurtir og hvítlauk saman smá stund en takið síðan af pönnunni. Brúnið þá innyfli vel á öllum hliðum og blandið síðan laukblöndunni saman við. Hellið calvados og eplacider yfir og sjóðið niður í smá stund. Saltið og setjið vatn saman við þannig að fljóti vel yfir kjötið. Látið sósuna malla í 3-4 tíma með lokið yfir til hálfs. Þegar soðið er tilbúið er það síað og síðan er sósan útbúin og bragðbætt með rjóma. Kryddið meira ef þarf og þykkið síðan. Það má setja hálfa flösku af rauðvíni í staðinn fyrir eplacider og calvados, ef einhver vill það frekar. Þá verður sósan meira frönsk og einnig mjög góð. Sósan passar bæði með gæs og önd. SYKURBRÚNAÐAR KARTÖFLUR Vandið valið vel á kartöflum, ekki kaupa þær mjölmiklu. Þær vilja fara í sundur í suðu. Betra er að kaupa smáar kartöflur, til dæmis möndlukartöflur. Sjóðið og skrælið kartöflurnar áður en þær eru brúnaðar. Uppskriftin miðast við sex. 1,2 kg kartöflur 8 msk. sykur 1 1/2 dl vatn 25 g smjör Sjóðið kartöflurnar næstum tilbúnar í söltuðu vatni. Þær eiga að vera harðar í miðjunni. Skræl- ið þær og setjið til hliðar. Notið þykkbotna, góða pönnu og hitið hana vel. Setjið sykurinn á pönn- una og fylgist vel með þannig að hann brenni ekki. Hrærið þar til allur sykurinn er uppleystur og fallega brúnn. Hellið þá vatni út á pönnuna og þá stífnar hann. En örvæntið ekki, hrærið vel í og sykurinn leysist upp aftur. Setjið þá kartöflurnar út í ásamt smjöri og veltið þeim í karamellunni. JÓLAMATUR AÐ HÆTTI CAMILLU VEL METIN Hin danska Camilla Plum er ástríðukokkur sem hefur gert óteljandi sjónvarpsþætti auk þess að skrifa matreiðslubækur. Hún þykir einstaklega fær í brauðbakstri. Hún ræktar sjálf allt sitt grænmeti og krydd og elur fugla. METNAÐARFULL Camilla Plum leggur mikla alúð við búið sitt, enda er þar allt lífrænt ræktað. GIRNILEGUR JÓLAMATUR Camilla Plum hefur gert fjölda sjón- varpsþátta um matargerð. Hún notar ávallt lífrænt ræktaðan mat sem hún ræktar sjálf í búgarði sínum á Norður- Sjálandi í Danmörku. Hér gefur hún upp- skriftir að önd eða gæs, góðri sósu og sykurbrúnuðum kartöflum. með þessum rétti ber hún fram rauðkál og salat. S k e i f a n 3 j | S í m i 5 5 3 8 2 8 2 | w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s veittu vellíðan gefðu gjafabréf Gjafabréf fyrir líkama og sál Kínversk heilsumeðferð, heilsurækt og dekur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.