Fréttablaðið - 22.12.2012, Side 78
FÓLK|10 | FÓL | JÓL
Camilla starfaði áður sem arkitekt en rekur í dag ásamt eiginmanni
sínum, Per Kølster, bóndabæ á
Norður-Sjálandi þar sem allt er
lífrænt ræktað. Þau eiga fjögur
börn. Camilla Plum hefur vakið
athygli sem sjónvarpskokkur
þar sem hún býr til mat og
bakar brauð af mikilli snilld. Ís-
lenskir áhorfendur hafa fengið
að kynnast henni á RÚV.
Camilla, sem er fædd árið
1956, ræktar bæði endur og
gæsir og þær eru borðaðar
á jólum. Dýrin ganga frjáls á
búgarðinum. Á jólum býður
Camilla fjölskyldunni upp á
önd og gæs með góðri sósu,
sykurbrúnuðum kartöflum og
heimalöguðu rauðkáli. Þar að
auki ber hún fram eplamús
með piparrót, jólasalat sem
er vætt með vermút og grænt
salat með appelsínum og gran-
ateplum. Í sósuna notar hún
calvados og epla-cider. Það er
því ekkert til sparað á jólum.
Camilla segir að önd og gæs
þurfi að elda í 35 mínútur á
hvert kíló utan fyllingar en 40
mínútur með. Nuddið grófu
salti inn í kjötið á öndinni.
Leggið hana á grind með
bringurnar niður. Setjið vatn í
ofnskúffuna. Þegar einn þriðji
af steikartímanum er liðinn er
fuglinum snúið við og steikt
áfram. Gætið að því að vökv-
inn í botninum gufi ekki allur
upp. Nokkur fita mun leka nið-
ur og vont er ef hún brennur.
Hellið fitunni og vökvanum í
pott tvisvar til þrisvar á steik-
ingartímanum og setjið nýtt
vatn í botninn. Stuttu áður en
eldunartíma er lokið er öndin
tekin út og ofninn stilltur á
mesta hita. Setjið öndina inn
aftur og látið skinnið poppa
upp en ekki brenna. Takið út
og látið fuglinn hvíla í 20 mín-
útur á borði.
SÓSAN
Innyfli úr fuglinum
Smjör til steikingar
2 stórir laukar, smátt skornir
1 blaðlaukur, smátt skorinn
4 hvítlauksrif
1 lárviðarlauf
Ferskt timían
4 einiber
2 heil allrahanda kryddkorn
1 stór tsk. heil piparkorn
1 stöngull sellerí, smátt skorið
1 gulrót í sneiðum
4 msk. calvados
1 flaska eplacider
1 msk. gróft salt
Rjómi eftir smekk
2 msk. tamari
1 msk. maísjafnari
Setjið smjör á þykkbotna pönnu.
Steikið lauk, kryddjurtir og
hvítlauk saman smá stund en
takið síðan af pönnunni. Brúnið
þá innyfli vel á öllum hliðum og
blandið síðan laukblöndunni
saman við. Hellið calvados og
eplacider yfir og sjóðið niður í
smá stund. Saltið og setjið vatn
saman við þannig að fljóti vel
yfir kjötið. Látið sósuna malla í
3-4 tíma með lokið yfir til hálfs.
Þegar soðið er tilbúið er það
síað og síðan er sósan útbúin og
bragðbætt með rjóma. Kryddið
meira ef þarf og þykkið síðan.
Það má setja hálfa flösku af
rauðvíni í staðinn fyrir eplacider
og calvados, ef einhver vill það
frekar. Þá verður sósan meira
frönsk og einnig mjög góð.
Sósan passar bæði með gæs
og önd.
SYKURBRÚNAÐAR
KARTÖFLUR
Vandið valið vel á kartöflum,
ekki kaupa þær mjölmiklu. Þær
vilja fara í sundur í suðu. Betra
er að kaupa smáar kartöflur, til
dæmis möndlukartöflur. Sjóðið
og skrælið kartöflurnar áður en
þær eru brúnaðar. Uppskriftin
miðast við sex.
1,2 kg kartöflur
8 msk. sykur
1 1/2 dl vatn
25 g smjör
Sjóðið kartöflurnar næstum
tilbúnar í söltuðu vatni. Þær eiga
að vera harðar í miðjunni. Skræl-
ið þær og setjið til hliðar. Notið
þykkbotna, góða pönnu og hitið
hana vel. Setjið sykurinn á pönn-
una og fylgist vel með þannig að
hann brenni ekki. Hrærið þar til
allur sykurinn er uppleystur og
fallega brúnn. Hellið þá vatni út
á pönnuna og þá stífnar hann.
En örvæntið ekki, hrærið vel í og
sykurinn leysist upp aftur. Setjið
þá kartöflurnar út í ásamt smjöri
og veltið þeim í karamellunni.
JÓLAMATUR AÐ HÆTTI CAMILLU
VEL METIN Hin danska Camilla Plum er ástríðukokkur sem hefur gert óteljandi sjónvarpsþætti auk þess að skrifa matreiðslubækur.
Hún þykir einstaklega fær í brauðbakstri. Hún ræktar sjálf allt sitt grænmeti og krydd og elur fugla.
METNAÐARFULL
Camilla Plum
leggur mikla alúð
við búið sitt, enda
er þar allt lífrænt
ræktað.
GIRNILEGUR
JÓLAMATUR
Camilla Plum hefur gert fjölda sjón-
varpsþátta um matargerð. Hún notar
ávallt lífrænt ræktaðan mat sem hún
ræktar sjálf í búgarði sínum á Norður-
Sjálandi í Danmörku. Hér gefur hún upp-
skriftir að önd eða gæs, góðri sósu og
sykurbrúnuðum kartöflum. með þessum
rétti ber hún fram rauðkál og salat.
S k e i f a n 3 j | S í m i 5 5 3 8 2 8 2 | w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s
veittu vellíðan
gefðu
gjafabréf
Gjafabréf fyrir líkama og sál
Kínversk heilsumeðferð,
heilsurækt og dekur