Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 52
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 52
★★★★
Hugsjór
Jóhann Hjálmarsson
Vel heppnuð og fagmannlega unnin
ljóðabók, þar sem roskið skáld horfir
yfir sviðið; veltir fyrir sér lífinu,
dauðanum og flestu þar á milli. þhs
★★★★
Kattasamsærið
Guðmundur S. Brynjólfsson. Högni
Sigurþórsson myndskreytti.
Bráðskemmtileg og fyndin saga,
snilldarlega myndskreytt, með góðan
boðskap um manngæsku í garð
blessaðra dýranna. bhó
★★★★
Málarinn
Ólafur Gunnarsson
Málarinn er frábært dæmi um sagnalist
Ólafs eins og hún gerist best. jyj
★★★★
Milla
Kristín Ómarsdóttir
Skemmtileg, frumleg og fagurlega
skrifuð. Bætir, hressir og kætir. þhs
★★★★
Strandir
Gerður Kristný
Sterk, meitluð, falleg og listilega ort
ljóð sem undirstrika enn stöðu Gerðar
Kristnýjar sem eins okkar fremsta
ljóðskálds. fsb
★★★★
Siglingin um síkin
Álfrún Gunnlaugsdóttir
Snjöll saga um elli, eftirsjá og mis-
áreiðanlegar minningar. Skrifuð af
innsæi og listfengi. þhs
★★★★
Boxarinn
Úlfar Þormóðsson
Glæsileg úrvinnsla á vandmeðförnu
efni. jyj
★★★★
Undantekningin
Auður Ava Ólafsdóttir
Fallega skrifuð, áhugaverð og skemmti-
leg bók sem fyllsta ástæða er til að
mæla með. þhs
★★★★
ð-ævisaga
Stefán Pálsson, Anton Kaldal Ágústs-
son, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar
Ingi Farestveit
Falleg og fróðleg bók og skemmtileg á
köflum, en herslumuninn vantar til að
hugmyndin gangi fullkomlega upp. þb
★★★★
Myndin í speglinum
Ragnheiður Gestsdóttir
Stórskemmtileg samtímasaga og fallega
skrifuð um grafalvarlegt málefni. Ætluð
börnum 11 ára og eldri en á erindi við
okkur öll. bhó
★★★★
Kuldi
Yrsa Sigurðardóttir
Spennandi og áhrifamikil drauga saga. jyj
★★★★
Steinskrípin
Gunnar Theodór Eggertsson
Stórskemmtileg, spennandi, frumleg
og hrollvekjandi saga sem vekur upp
siðferðislegar spurningar um tengsl
mannsins við náttúruna. bhó
★★★
Stekk
Sigurbjörg Þrastardóttir
Frumleg bók og fallega skrifuð, en
tíðinda leysið í sög unni nálgast það að
vera yfirþyrmandi á köflum. þhs
★★★
Sjóræninginn
Jón Gnarr
Einlæg og nístandi saga um einelti,
uppreisn og leit að samastað í til-
verunni. Saga sem virkilega snertir
lesandann. fsb
★★★
Korter
Sólveig Jónsdóttir
Korter er ansi hreint skemmtileg bók og
dýpri en flestar úr skvísugeiranum en
passar þó fullkomlega inn í formið; saga
úr samtímanum sem greinir frá glímu
ungra kvenna við ástina og lífið. þhs
★★★
Endimörk heimsins
Sigurjón Magnússon
Vel unnin og sterk nóvella um óhugnan-
legan atburð. Rörsýni aðalpersónunnar
dregur þó úr áhrifamættinum. fsb
★★★
Reykjavíkurnætur
Arnaldur Indriðason
Ágætlega skrifuð og vel byggð glæpa-
saga en töluvert skortir þó á spen-
nuna og þeir lesendur sem búast við
að fá nýjan vinkil á líf Erlendar verða
óhjákvæmi lega fyrir vonbrigðum. fsb
★★★
Gísli á Uppsölum
Ingibjörg Reynisdóttir
Falleg saga af óvenjulegu og einmana-
legu æviskeiði. kóp
★★★
Bjarna-Dísa
Kristín Steinsdóttir
Bjarna-Dísa er fallega skrifuð og af
samúð með fólki í erfiðum aðstæðum.
Á köflum rennur þó samúðin út í
væmni. þhs
★★★
Aukaspyrna á Akureyri
Gunnar Helgason
Bók fyrir börn sem hafa brennandi
áhuga á fótbolta, en fyrir hina getur
áherslan á það sem gerist inni á
vellinum orðið þreytandi til lengdar. bhó
★★★
Húsið
Stefán Máni
Fín og vel fléttuð saga, flottur glæpon
og enn flottari lögga gera Húsið að
einni bestu íslensku glæpasögu þessa
árs. fsb
★★★
Vígroði
Vilborg Davíðsdóttir
Vandlega unnin og vel skrifuð saga um
aðdraganda þess að Auður djúpúðga
nam land á Íslandi en geldur þess að
vera millikafli sögunnar og stendur illa
ein og sér. fsb
★★★
Fyrir Lísu
Steinunn Sigurðardóttir
Fallega stílað framhald meistaraverksins
Jójós. Brilljant á köflum en líður fyrir
samanburðinn og nær ekki fram sömu
ógnaráhrifum. fb
★★★
Við tilheyrum sama myrkrinu
Kristín Ómarsdóttir
Myndrænar og óvenjulegar sögur af vin-
áttu sem aldrei átti sér stað, fullar af hug-
myndaauðgi og óvæntum hlykkjum. fsb
★★★
Leikarinn
Sólveig Pálsdóttir
Prýðilega ofin flétta og fjölbreytt
persónugallerí í ágætlega skrifuðum
krimma sem geldur fyrir ótrúverðug-
leika aðalpersónunnar. fsb
★★★
Íslenskir kóngar
Einar Már Guðmundsson
Gamansöm ádeila á gerspillt íslenskt
samfélag. Slagsmál, ríðingar og fyllirí í
ofurskömmtum. þhs
★★★
Randalín og Mundi
Þórdís Gísladóttir. Myndskreytingar:
Þórarinn Baldursson.
Lauflétt miðborgarævintýri fyrir
börn 8-12 ára. Fallega skrifuð, fyndin
á köflum og framúrskarandi mynd-
skreytingar en persónusköpun mætti
vera betri. bhó
★★★
Reisubók Ólafíu Arndísar
Kristjana Friðbjörnsdóttir
Skemmtileg ferðasaga 13 ára stúlku um
Austfirði og Svíþjóð. Hressilega skrifuð,
fyndin á köflum og fallega myndskreytt.
Auðveld yfirlestrar, með stóru og skýru
letri fyrir aldurshópinn 7-12 ára. bhó
★★★
Það kemur alltaf nýr dagur
Unnur Birna Karlsdóttir
Vel skrifuð saga um þekkt stef. Seið-
andi texti og skemmtilegar bókmennta-
vísanir gera lesturinn að óvenjulegri og
hressandi upplifun. fsb
★★★
Skáld
Einar Kárason
Skáld er verðugur lokapunktur hinnar nýju
Sturlungu Einars Kárasonar, sagan er sundur-
leitari en fyrri bækurnar tvær en bestu
kaflarnir eru gerðir af meistara höndum. jyj
★★★
Ár kattarins
Árni Þórarinsson
Óvægin samfélagsádeila og óþægilegar
spurningar í vel fléttaðri spennusögu
sem kemur við kaun lesandans. fsb
★★★
Kuðungasafnið
Óskar Árni Óskarsson
Vel heppnað safn prósaljóða um ólík
fantasíuþorp sem sýna lesendum sam-
félagið í spéspegli. fsb
★★★
Landvættir
Ófeigur Sigurðsson
Hressileg og afburða vel stíluð skáld-
saga en hefði að ósekju mátt vera mun
styttri og hnitmiðaðri. fb
★★★
Brot af staðreynd
Jónas Þorbjarnarson
Húmorískar æviminningar Jónasar Þor-
bjarnarsonar vekja til umhugsunar um
lífshvötina og dauðann. Margt bæði vel
unnið og skemmtilegt. þhs
★★
Kantata
Kristín Marja Baldursdóttir
Bragðlítil fjölskyldusaga um fordóma og
það að ekki sé allt sem sýnist. þhs
★★
Ljósmóðirin
Eyrún Ingadóttir
Áhugaverð söguleg skáldsaga um merka
konu og erfiða tíma en á köflum ber
sagnfræðin skáldskapinn ofurliði. jyj
★★
Morðið á Bessastöðum
Stella Blómkvist
Leikur með formúlu sem ekki er
lengur ferskur og skemmtilegur heldur
einungis höfundi til skemmtunar. kóp
★★
Klækir
Sigurjón Pálsson
Spennusaga sem byrjar ágætlega, en er
engan veginn nægilega vel unnin og verður
fyrir vikið bæði ótrúverðug og þvæluleg. þhs
★★
Listasafnið
Sigrún Eldjárn
Hressilegur lokakafli í ævintýralegum
þríleik um furður veraldar í nútíma-
heimi. Flókinn söguþráður og illskiljan-
legur fyrir lesendur sem ekki hafa lesið
fyrstu bækur bókaflokksins. bhó
★★
Rof
Ragnar Jónasson
Bókin nær sér ekki á flug og lítil spenna er
fólgin í þeim málum sem glímt er við. kóp
★★
Krakkinn sem hvarf
Þorgrímur Þráinsson
Saga um strák sem gerir vin sinn ósýni-
legan og uppátæki þeirra í litlu sjávar-
þorpi. Skemmtilegur söguþráður en sögu-
persónur eru ýktar og tvívíðar og lesendur
eiga erfitt með að samsama sig þeim. bhó
★★
Sjálfstæðisflokkurinn: Átök og
uppgjör
Styrmir Gunnarsson
Frekar þunn tilraun til að endurskrifa
sögu íslenskra stjórnmála þannig að
Geir Hallgrímsson sé í aðalhlutverki.
Veitir þó áhugaverða innsýn inn í
hugarheim höfundar. þsj
★★
Fjarveran
Bragi Ólafsson
Saga um sögur þar sem persónur og
viðfangsefni úr fyrri sögum höfundar
birtast á fjölbreyttan hátt. jyj
★
Hin eilífa þrá
Guðbergur Bergsson
Skáldsaga sem stendur bestu verkum
höfundarins mjög langt að baki. jyj
Smáralind | Sími 512 1330
Laugavegi 182 | Sími 512 1300
Full búð af litlum hlutum
sem skipta máli
Litlu hlutirnir
sem skipta
máli fást
hjá epli.is
Verð frá: 7.990.-
Margir litir / margar gerðir
Verð: 14.990.-
Virkar með iPad,
iPhone, iPod Touch
Verð: 7.990.-
UpRock, margir litir
Walk On Water
Fartölvu og iPad töskur
iHealth
blóðþrýstingsmælir
Bamboo
Stylus
SkullCandy
All Star Guitar
Fyrir iPad
Verð: 8.990.-
Fullkominn förunautur
fyrir iPhone og iPad.
Verð: 8.490.-
Tilvalinn í skokkið eða
ræktina. 7 litir
iPod shuffle
Verð: 19.990.-
Vertu eins og rokkstjarna á
örskotstundu!