Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 104
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 80MENNING
Mýs og menn eftir John Steinbeck
er einhver kunnasta skáldsaga 20.
aldar og hefur hlotið einróma lof
um víða veröld. Hún fjallar um
farandverkamennina George og
Lennie og draum þeirra um að
eignast jarðarskika með svolitlu
húsi. Lennie er risastór og einfald-
ur rumur sem Georg gætir eins og
bróður síns og bjargar þeim iðu-
lega úr vandræðum. Þeir ráða sig
á stóran búgarð og draumurinn
virðist loksins ætla að rætast en
þá breytist allt.
Times Literary Supplement kall-
aði Mýs og menn „meistaraverk“,
gagnrýnandi Chicago Tribune lét
svo um mælt að hér blandaðist
saman „miskunnarleysi og við-
kvæmni á sérkennilega hrífandi
hátt“. Í umsögn New York Times
mátti lesa að þetta væri „spenn-
andi saga“ sem þú legðir ekki
frá þér fyrr en þú hefðir lokið
henni. Breski rithöfundurinn Nick
Hornby sagði einfaldlega að Mýs
og menn væri „fullkomin skáld-
saga“.
Skáldsagan Mýs og menn kom
upphaflega út árið 1937 og Stein-
beck skrifaði sjálfur leikritið
sem er tíður gestur á fjölum leik-
húsa heimsins. Sagan hefur einn-
ig tvisvar verið kvikmynduð við
góðan orðstír.
Kvikmyndaútgáfa sögunnar var
tilnefnd til fjölda Óskarsverðlauna
árið 1939 og ný útgáfa hennar
keppti svo um Gullpálmann í Can-
nes árið 1992. Í myndinni frá 1939
lék Burgess Meredith George og
Lon Chaney Jr. lék Lennie. Gary
Sinise leikstýrði myndinni 1992
og lék sjálfur hlutverk George en
hlutverk Lennies var í höndum
Johns Malkovich.
Í sýningu Borgarleikhússins
fara þeir Ólafur Darri Ólafsson og
Hilmar Guðjónsson með hlutverk
Lennies og George og Jón Páll Eyj-
ólfsson leikstýrir. Frumsýnt verð-
ur 29. desember.
Miskunnarleysi og viðkvæmni
Jólasýning Borgarleikhússins er Mýs og menn eft ir John Steinbeck sem hann byggði á samnefndri bók sinni. Verkið hefur átt stöðugum
vinsældum að fagna frá útgáfu bókarinnar árið 1937 og aðalleikararnir tveir, Hilmar Guðjónsson og Ólafur Darri Ólafsson, segja þessa
sígildu sögu svo sannarlega eiga erindi við áhorfendur dagsins í dag. Þar séu spurningar sem öllum er hollt að velta fyrir sér.
LITLI OG STÓRI Hilmar Guðjónsson og Ólafur Darri Ólafsson eru sammála um að boðskapur verksins eigi brýnt erindi við nútímafólk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hvernig maður er George?
„Hann er eins og svo margir í
nútímanum. Hann er að reyna
að standa sig í samfélaginu,
vinna sína vinnu og vera
duglegur. Mjög samviskusamur
maður.“
Hann er líka með þennan
böggul í farteskinu? „Já, og
það er hans vandamál í þessum
heimi þar sem hann þarf að
vera svona duglegur og vinna
svona mikið að hann er með
þennan vin sinn með sér. Hann
getur ómögulega losað sig við
Lennie, en getur samt ekki
útskýrt af hverju.“
Kemur það fram í verkinu
hvers vegna hann telur sig bera ábyrgð á Lennie?
„Nei, það er í rauninni ein af aðalspurningum verks-
ins: Af hverju erum við að taka ábyrgð á og hugsa vel
um meðbræður okkar? Svarinu við þeirri spurningu
kemur George ekki í orð.“
Hefur þetta verk frá 1937 eitthvað að segja okkur í
dag? „Ég vil síður tjá mig um hvað verkið á að segja
okkur, vil hafa þá spurningu opna fyrir áhorfendur
að svara hver fyrir sig. En þetta verk á svo sannarlega
erindi í dag og boðskapurinn sem ég les út úr því
skiptir mig miklu máli. Ég vona bara að sem flestir
sjái sýninguna og að hún breyti að einhverju leyti sýn
fólks á þessi mál.“
Nálgist þið verkið á nýjan hátt? „Það var snemma
tekinn sá póll í hæðina að vera ekkert að eltast við
einhverja fyrir fram gefna hugmynd um það hvernig
eigi að setja Mýs og menn upp. Við höfum rannsakað
verkið upp á nýtt og skoðað hvað felst í því. Það er
nefnilega alveg rosalega mikið sem býr í þessu verki
og við erum stöðugt að kynnast því betur.“
Þannig að þú mælir með því að fólk losi sig við allar
fyrir fram gefnar hugmyndir um verkið áður en það
mætir í leikhúsið? „Já, algjörlega. Það eru margir sem
hafa lesið bókina og myndað sér mjög ákveðnar skoð-
anir á henni, en ég er alveg viss um að þessi sýning á
eftir að veita fólki nýja sýn á þetta verk.“
Hilmar Guðjónsson: George
Höfundur: John Steinbeck | Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson | Þýðing: Ólafur Jóhann Sigurðsson | Aðstoðarleik-
stjórn: Jón Atli Jónasson | Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir | Aðstoðarmaður: Anna Kolfinna Kuran |
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson | Tónlist: Davíð Þór Jónsson | Hljóð: Thorbjörn Knudsen | Gervi: Margrét
Benediktsdóttir |Leikarar: Ólafur Darri Ólafsson, Hilmar Guðjónsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Þórir Sæmundsson, Hall-
dór Gylfason, Theodór Júlíusson, Þröstur Leó Gunnarsson, Valur Freyr Einarsson, Sigurður Þór Óskarsson og Kjartan
Guðjónsson.
Aðstandendur sýningarinnar
Hvernig maður er Lennie?
„Hann er bara ofsalega góð sál.
Kannski það sem við mundum
kalla einfaldur, en afskaplega
góður maður. Trúr og tryggur
vini sínum George.“
Hver er dýnamíkin í sam-
skiptum þeirra tveggja? „Ja,
hver er dýnamíkin í sam-
skiptum fólks yfirleitt? Ég
held að dýnamíkin liggi bara í
því að þarna eru tvær mann-
eskjur sem sjá sér hag í því að
ferðast saman og fyrir Lennie
felst mikið öryggi í George sem
hjálpar honum í þeim málum
sem hann þarfnast hjálpar í.
Er honum bæði félagi og eins
konar foreldraímynd.“
En hvað fær George út úr samskiptum þeirra? „Ég
held að George vilji ekki, frekar en við flest, vera einn
í þessu lífi og í Lennie finnur hann félagsskap. Við
þekkjum það öll sem höfum annast börn að í þeim
samskiptum finnur maður djúpa væntumþykju og
hefur endalausa þolinmæði.“
Hvaða skírskotun hefur verkið til samtímans? „Það
náttúrulega gerist í kreppunni miklu og fjallar um
farandverkamenn og þeirra aðbúnað sem er frekar
kuldalegur og ekki mjög spennandi og ég held það sé
okkur Vesturlandabúum hollt að leiða hugann að því
sem farandverkafólk úti í hinum stóra heimi þarf að
glíma við. Svo er það þessi áleitna spurning: Á maður
að gæta bróður síns? Á maður að sjá um fólkið sem
er í kringum mann? Kannski á maður aldrei að hugsa
meira um það en þegar hlutirnir eru eins og þeir eru
í dag.“
Jóhann Sigurðsson og John Malkovich hafa báðir
leikið Lennie, þú óttast ekkert samanburð við þá?
„Jói er náttúrulega bara pabbi minn, ég held hann
hafi leikið pabba minn svona átta sinnum. Hann er
eini maðurinn sem mér finnst ég vera lítill við hliðina
á. Ég myndi ekkert skammast mín þótt ég yrði lítill
við hliðina á honum eftir þetta. Jói er stórkostlegur
listamaður og það er heiður bara að vera borinn
saman við hann. Ég sá myndina með Malkovich fyrir
mörgum árum og ég held ég geti fullyrt að fólk muni
sjá mikinn mun á henni og þessari sýningu.“
Ólafur Darri Ólafsson: LennieFriðrika
Benónýsdóttir
friðrikab@frettabladid.is