Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 112

Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 112
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 88 Þjóðin heldur jólahátíðina heilaga þessa dagana um land allt. Í Katt-holti dvelur fjöldi katta yfir hátíð-arnar sem endranær. Kettirnir eru annaðhvort á hóteli staðarins á meðan eigendur halda jól fjarri heimili sínu eða eru útigangskettir sem Katt- holt hefur skotið skjóli yfir. Í ár eru óskila- kisurnar óvenju fáar eða þrjátíu og fimm talsins en fjörutíu kettir dvelja á hinu svo- kallaða hóteli Kattholts. „Þeir fá allir rækjur, túnfisk og soðna ýsu yfir jóladagana og svo fá þeir auka- dekur,“ segir Halldóra Björk Ragnarsdóttir, rekstrarstjóri Kattholts, en sjálfboðaliðar heimsækja kettina og klappa þeim aukalega á hátíðardögum jóla. Fá þeir kannski líka skötu á Þorláksmessu? „Nei, reyndar ekki, bara soðna ýsu,“ segir Halldóra glöð í bragði. Þessar lýsingar dregur hún upp við jóla- lagið Snæfinn snjókall en jólalög eru spiluð fyrir kettina allan daginn og í hærra lagi á gamlársdag. „Já, þá hækkum við tónlist- ina, lokum fyrir gluggana og kettirnir eru í búrum,“ svarar Halldóra spurð hvernig þau hagi gamlársdegi til að verja kettina fyrir óþægindum sem hljótast af hvellum og bloss- um flugelda. Þrátt fyrir jóladekrið telur hún þó ólíklegt að kettirnir haldi að það sé hátíð á aðfangadag. Kattholt gefur óskilaketti á góð heimili gegn gjaldi fyrir að gelda þá, örmerkja og ormahreinsa. Þetta gera þau allt árið um kring fyrir utan síðustu dagana fyrir jól. „Það eru dæmi um að fólk komi á Þorláks- messu og hafi ákveðið að gefa kött í jólagjöf á síðustu stundu. Við erum ekki að láta ketti af hendi fyrir jólin því við getum ekki vitað hvort nýr eigandi kattarins sé tilbúinn. Þetta er nú 14 til 15 ára skuldbinding,“ segir Hall- dóra og teymir blaðamann um hótel staðar- ins og aðstöðu flækingskattanna. hallfridur@frettabladid.is Hátíðarhöld jólakattanna í Kattholti Fjöldi katta dvelur í Kattholti yfi r hátíðarnar, hvort sem þeir eru heimilislausir eða í pössun, á meðan eigendur þeirra halda jólin hátíðleg fj arri heimilum sínum. Halldóra Björk rekstrarstjóri lýsti því hvernig þau haga hátíðarhöldunum. Í GÓÐUM HÖNDUM Huggulegt er hjá köttunum á hóteli Kattholts en þeir eru í góðum höndum á meðan eigendurnir halda jól fjarri heimili sínu. Sama á við munaðarlausu kettina. JÓLAKÖTTURINN Halldóra Björk, rekstrarstjóri Kattholts, segir kettina fá veislumat yfir hátíðarnar og aukaklapp frá sjálfboðaliðum sem heimsækja kettina daglega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ht.is SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt LAUGAVEGI 178. Sími: 568 9955. ÚTSÖLUSTAÐIR Fissler pottar, pönnur og önnur búsáhöld í miklu úrvali. Einnig vandaðir hraðsuðupottar sem gera matseldina hraðari og hollari. Þýsk hágæðavara. Fissler hefur framleitt hágæða potta og pönnur í Þýskalandi í 167 ár.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.