Fréttablaðið - 22.12.2012, Side 112
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 88
Þjóðin heldur jólahátíðina heilaga þessa dagana um land allt. Í Katt-holti dvelur fjöldi katta yfir hátíð-arnar sem endranær. Kettirnir eru annaðhvort á hóteli staðarins á meðan eigendur halda jól fjarri
heimili sínu eða eru útigangskettir sem Katt-
holt hefur skotið skjóli yfir. Í ár eru óskila-
kisurnar óvenju fáar eða þrjátíu og fimm
talsins en fjörutíu kettir dvelja á hinu svo-
kallaða hóteli Kattholts.
„Þeir fá allir rækjur, túnfisk og soðna
ýsu yfir jóladagana og svo fá þeir auka-
dekur,“ segir Halldóra Björk Ragnarsdóttir,
rekstrarstjóri Kattholts, en sjálfboðaliðar
heimsækja kettina og klappa þeim aukalega
á hátíðardögum jóla. Fá þeir kannski líka
skötu á Þorláksmessu? „Nei, reyndar ekki,
bara soðna ýsu,“ segir Halldóra glöð í bragði.
Þessar lýsingar dregur hún upp við jóla-
lagið Snæfinn snjókall en jólalög eru spiluð
fyrir kettina allan daginn og í hærra lagi
á gamlársdag. „Já, þá hækkum við tónlist-
ina, lokum fyrir gluggana og kettirnir eru í
búrum,“ svarar Halldóra spurð hvernig þau
hagi gamlársdegi til að verja kettina fyrir
óþægindum sem hljótast af hvellum og bloss-
um flugelda. Þrátt fyrir jóladekrið telur hún
þó ólíklegt að kettirnir haldi að það sé hátíð
á aðfangadag.
Kattholt gefur óskilaketti á góð heimili
gegn gjaldi fyrir að gelda þá, örmerkja og
ormahreinsa. Þetta gera þau allt árið um
kring fyrir utan síðustu dagana fyrir jól.
„Það eru dæmi um að fólk komi á Þorláks-
messu og hafi ákveðið að gefa kött í jólagjöf
á síðustu stundu. Við erum ekki að láta ketti
af hendi fyrir jólin því við getum ekki vitað
hvort nýr eigandi kattarins sé tilbúinn. Þetta
er nú 14 til 15 ára skuldbinding,“ segir Hall-
dóra og teymir blaðamann um hótel staðar-
ins og aðstöðu flækingskattanna.
hallfridur@frettabladid.is
Hátíðarhöld jólakattanna í Kattholti
Fjöldi katta dvelur í Kattholti yfi r hátíðarnar, hvort sem þeir eru heimilislausir eða í pössun, á meðan eigendur þeirra halda jólin hátíðleg
fj arri heimilum sínum. Halldóra Björk rekstrarstjóri lýsti því hvernig þau haga hátíðarhöldunum.
Í GÓÐUM HÖNDUM Huggulegt er hjá köttunum á hóteli Kattholts en þeir eru
í góðum höndum á meðan eigendurnir halda jól fjarri heimili sínu. Sama á við
munaðarlausu kettina.
JÓLAKÖTTURINN Halldóra Björk, rekstrarstjóri Kattholts, segir kettina fá
veislumat yfir hátíðarnar og aukaklapp frá sjálfboðaliðum sem heimsækja
kettina daglega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ht.is
SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500
Umboðsmenn um land allt
LAUGAVEGI 178. Sími: 568 9955.
ÚTSÖLUSTAÐIR
Fissler pottar, pönnur og önnur
búsáhöld í miklu úrvali. Einnig
vandaðir hraðsuðupottar sem
gera matseldina hraðari og
hollari. Þýsk hágæðavara.
Fissler hefur framleitt hágæða potta
og pönnur í Þýskalandi í 167 ár.