Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 52
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 52 ★★★★ Hugsjór Jóhann Hjálmarsson Vel heppnuð og fagmannlega unnin ljóðabók, þar sem roskið skáld horfir yfir sviðið; veltir fyrir sér lífinu, dauðanum og flestu þar á milli. þhs ★★★★ Kattasamsærið Guðmundur S. Brynjólfsson. Högni Sigurþórsson myndskreytti. Bráðskemmtileg og fyndin saga, snilldarlega myndskreytt, með góðan boðskap um manngæsku í garð blessaðra dýranna. bhó ★★★★ Málarinn Ólafur Gunnarsson Málarinn er frábært dæmi um sagnalist Ólafs eins og hún gerist best. jyj ★★★★ Milla Kristín Ómarsdóttir Skemmtileg, frumleg og fagurlega skrifuð. Bætir, hressir og kætir. þhs ★★★★ Strandir Gerður Kristný Sterk, meitluð, falleg og listilega ort ljóð sem undirstrika enn stöðu Gerðar Kristnýjar sem eins okkar fremsta ljóðskálds. fsb ★★★★ Siglingin um síkin Álfrún Gunnlaugsdóttir Snjöll saga um elli, eftirsjá og mis- áreiðanlegar minningar. Skrifuð af innsæi og listfengi. þhs ★★★★ Boxarinn Úlfar Þormóðsson Glæsileg úrvinnsla á vandmeðförnu efni. jyj ★★★★ Undantekningin Auður Ava Ólafsdóttir Fallega skrifuð, áhugaverð og skemmti- leg bók sem fyllsta ástæða er til að mæla með. þhs ★★★★ ð-ævisaga Stefán Pálsson, Anton Kaldal Ágústs- son, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar Ingi Farestveit Falleg og fróðleg bók og skemmtileg á köflum, en herslumuninn vantar til að hugmyndin gangi fullkomlega upp. þb ★★★★ Myndin í speglinum Ragnheiður Gestsdóttir Stórskemmtileg samtímasaga og fallega skrifuð um grafalvarlegt málefni. Ætluð börnum 11 ára og eldri en á erindi við okkur öll. bhó ★★★★ Kuldi Yrsa Sigurðardóttir Spennandi og áhrifamikil drauga saga. jyj ★★★★ Steinskrípin Gunnar Theodór Eggertsson Stórskemmtileg, spennandi, frumleg og hrollvekjandi saga sem vekur upp siðferðislegar spurningar um tengsl mannsins við náttúruna. bhó ★★★ Stekk Sigurbjörg Þrastardóttir Frumleg bók og fallega skrifuð, en tíðinda leysið í sög unni nálgast það að vera yfirþyrmandi á köflum. þhs ★★★ Sjóræninginn Jón Gnarr Einlæg og nístandi saga um einelti, uppreisn og leit að samastað í til- verunni. Saga sem virkilega snertir lesandann. fsb ★★★ Korter Sólveig Jónsdóttir Korter er ansi hreint skemmtileg bók og dýpri en flestar úr skvísugeiranum en passar þó fullkomlega inn í formið; saga úr samtímanum sem greinir frá glímu ungra kvenna við ástina og lífið. þhs ★★★ Endimörk heimsins Sigurjón Magnússon Vel unnin og sterk nóvella um óhugnan- legan atburð. Rörsýni aðalpersónunnar dregur þó úr áhrifamættinum. fsb ★★★ Reykjavíkurnætur Arnaldur Indriðason Ágætlega skrifuð og vel byggð glæpa- saga en töluvert skortir þó á spen- nuna og þeir lesendur sem búast við að fá nýjan vinkil á líf Erlendar verða óhjákvæmi lega fyrir vonbrigðum. fsb ★★★ Gísli á Uppsölum Ingibjörg Reynisdóttir Falleg saga af óvenjulegu og einmana- legu æviskeiði. kóp ★★★ Bjarna-Dísa Kristín Steinsdóttir Bjarna-Dísa er fallega skrifuð og af samúð með fólki í erfiðum aðstæðum. Á köflum rennur þó samúðin út í væmni. þhs ★★★ Aukaspyrna á Akureyri Gunnar Helgason Bók fyrir börn sem hafa brennandi áhuga á fótbolta, en fyrir hina getur áherslan á það sem gerist inni á vellinum orðið þreytandi til lengdar. bhó ★★★ Húsið Stefán Máni Fín og vel fléttuð saga, flottur glæpon og enn flottari lögga gera Húsið að einni bestu íslensku glæpasögu þessa árs. fsb ★★★ Vígroði Vilborg Davíðsdóttir Vandlega unnin og vel skrifuð saga um aðdraganda þess að Auður djúpúðga nam land á Íslandi en geldur þess að vera millikafli sögunnar og stendur illa ein og sér. fsb ★★★ Fyrir Lísu Steinunn Sigurðardóttir Fallega stílað framhald meistaraverksins Jójós. Brilljant á köflum en líður fyrir samanburðinn og nær ekki fram sömu ógnaráhrifum. fb ★★★ Við tilheyrum sama myrkrinu Kristín Ómarsdóttir Myndrænar og óvenjulegar sögur af vin- áttu sem aldrei átti sér stað, fullar af hug- myndaauðgi og óvæntum hlykkjum. fsb ★★★ Leikarinn Sólveig Pálsdóttir Prýðilega ofin flétta og fjölbreytt persónugallerí í ágætlega skrifuðum krimma sem geldur fyrir ótrúverðug- leika aðalpersónunnar. fsb ★★★ Íslenskir kóngar Einar Már Guðmundsson Gamansöm ádeila á gerspillt íslenskt samfélag. Slagsmál, ríðingar og fyllirí í ofurskömmtum. þhs ★★★ Randalín og Mundi Þórdís Gísladóttir. Myndskreytingar: Þórarinn Baldursson. Lauflétt miðborgarævintýri fyrir börn 8-12 ára. Fallega skrifuð, fyndin á köflum og framúrskarandi mynd- skreytingar en persónusköpun mætti vera betri. bhó ★★★ Reisubók Ólafíu Arndísar Kristjana Friðbjörnsdóttir Skemmtileg ferðasaga 13 ára stúlku um Austfirði og Svíþjóð. Hressilega skrifuð, fyndin á köflum og fallega myndskreytt. Auðveld yfirlestrar, með stóru og skýru letri fyrir aldurshópinn 7-12 ára. bhó ★★★ Það kemur alltaf nýr dagur Unnur Birna Karlsdóttir Vel skrifuð saga um þekkt stef. Seið- andi texti og skemmtilegar bókmennta- vísanir gera lesturinn að óvenjulegri og hressandi upplifun. fsb ★★★ Skáld Einar Kárason Skáld er verðugur lokapunktur hinnar nýju Sturlungu Einars Kárasonar, sagan er sundur- leitari en fyrri bækurnar tvær en bestu kaflarnir eru gerðir af meistara höndum. jyj ★★★ Ár kattarins Árni Þórarinsson Óvægin samfélagsádeila og óþægilegar spurningar í vel fléttaðri spennusögu sem kemur við kaun lesandans. fsb ★★★ Kuðungasafnið Óskar Árni Óskarsson Vel heppnað safn prósaljóða um ólík fantasíuþorp sem sýna lesendum sam- félagið í spéspegli. fsb ★★★ Landvættir Ófeigur Sigurðsson Hressileg og afburða vel stíluð skáld- saga en hefði að ósekju mátt vera mun styttri og hnitmiðaðri. fb ★★★ Brot af staðreynd Jónas Þorbjarnarson Húmorískar æviminningar Jónasar Þor- bjarnarsonar vekja til umhugsunar um lífshvötina og dauðann. Margt bæði vel unnið og skemmtilegt. þhs ★★ Kantata Kristín Marja Baldursdóttir Bragðlítil fjölskyldusaga um fordóma og það að ekki sé allt sem sýnist. þhs ★★ Ljósmóðirin Eyrún Ingadóttir Áhugaverð söguleg skáldsaga um merka konu og erfiða tíma en á köflum ber sagnfræðin skáldskapinn ofurliði. jyj ★★ Morðið á Bessastöðum Stella Blómkvist Leikur með formúlu sem ekki er lengur ferskur og skemmtilegur heldur einungis höfundi til skemmtunar. kóp ★★ Klækir Sigurjón Pálsson Spennusaga sem byrjar ágætlega, en er engan veginn nægilega vel unnin og verður fyrir vikið bæði ótrúverðug og þvæluleg. þhs ★★ Listasafnið Sigrún Eldjárn Hressilegur lokakafli í ævintýralegum þríleik um furður veraldar í nútíma- heimi. Flókinn söguþráður og illskiljan- legur fyrir lesendur sem ekki hafa lesið fyrstu bækur bókaflokksins. bhó ★★ Rof Ragnar Jónasson Bókin nær sér ekki á flug og lítil spenna er fólgin í þeim málum sem glímt er við. kóp ★★ Krakkinn sem hvarf Þorgrímur Þráinsson Saga um strák sem gerir vin sinn ósýni- legan og uppátæki þeirra í litlu sjávar- þorpi. Skemmtilegur söguþráður en sögu- persónur eru ýktar og tvívíðar og lesendur eiga erfitt með að samsama sig þeim. bhó ★★ Sjálfstæðisflokkurinn: Átök og uppgjör Styrmir Gunnarsson Frekar þunn tilraun til að endurskrifa sögu íslenskra stjórnmála þannig að Geir Hallgrímsson sé í aðalhlutverki. Veitir þó áhugaverða innsýn inn í hugarheim höfundar. þsj ★★ Fjarveran Bragi Ólafsson Saga um sögur þar sem persónur og viðfangsefni úr fyrri sögum höfundar birtast á fjölbreyttan hátt. jyj ★ Hin eilífa þrá Guðbergur Bergsson Skáldsaga sem stendur bestu verkum höfundarins mjög langt að baki. jyj Smáralind | Sími 512 1330 Laugavegi 182 | Sími 512 1300 Full búð af litlum hlutum sem skipta máli Litlu hlutirnir sem skipta máli fást hjá epli.is Verð frá: 7.990.- Margir litir / margar gerðir Verð: 14.990.- Virkar með iPad, iPhone, iPod Touch Verð: 7.990.- UpRock, margir litir Walk On Water Fartölvu og iPad töskur iHealth blóðþrýstingsmælir Bamboo Stylus SkullCandy All Star Guitar Fyrir iPad Verð: 8.990.- Fullkominn förunautur fyrir iPhone og iPad. Verð: 8.490.- Tilvalinn í skokkið eða ræktina. 7 litir iPod shuffle Verð: 19.990.- Vertu eins og rokkstjarna á örskotstundu!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.