Fréttablaðið - 22.12.2012, Síða 8
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 8
FJÁRLÖG 2013 Iðnaðar-
ráðuneyti
1,48%Velferðar-ráðuneyti
40,66%
Innanríkis-
ráðuneyti
12,11%
Sjávarútvegs
og landbúnaðar-
ráðuneyti
3,48%
Utanríkis-
ráðuneyti
1,96%
Mennta- og
menningarmála-
ráðuneyti
11,74%
Forsætis-
ráðuneyti
2,40%
Efnahags- og
viðskipta-
ráðuneyti
0,76%
Fjármála-
ráðuneyti
10,76%
Æðsta
stjórn ríkisins
0,64%
Umhverfis-
ráðuneyti
1,66%
Vaxtagjöld
ríkissjóðs
14,51%
DREIFING
GJALDA
RÍKISSJÓÐS Í
FJÁRLÖGUM
2013
Ríkissjóður verður rekinn með 3,7
milljarða króna halla á árinu 2013
samkvæmt fjárlögum sem Alþingi
samþykkti á fimmtudag. Hallinn
nemur 0,2 prósentum af vergri
landsframleiðslu (VLF). Það er
mikil breyting, en árið 2008 nam
hallinn 14,6 prósentum af VLF og
9,3 prósentum árið 2009. Heildar-
útgjöld ársins 2013 nema 579,7
milljörðum króna.
Helstu breytingar sem þingið
gerði á frumvarpinu felast í 13
milljarða króna framlagi til Íbúða-
lánasjóðs. Framlagið er hins vegar
ekki gjaldfært, en kallar á hækk-
un vaxtagjalda um 585 milljónir
króna á næsta ári.
Meirihluti fjárlaganefndar gerði
breytingartillögur á frumvarpinu
sem nema 3,9 milljörðum króna til
hækkunar. Þar vógu þyngst breyt-
ingar á fjárfestingaráætlun ríkis-
stjórnarinnar: 800 milljónir til
byggingar húss íslenskra fræða
og 400 milljónir til uppsetning-
ar á sýningu Náttúruminjasafns
Íslands.
4 milljarða halli á
rekstri ríkissjóðs
Halli á ríkissjóði hefur dregist gríðarlega mikið saman og er nú 0,2% af vergri
landsframleiðslu. Fjárlög gera ráð fyrir 3,7 milljarða halla á árinu 2013. Heildar-
útgjöld verða 580 milljarðar króna. Þetta eru sóknarfjárlög, segir fjármálaráðherra.
„Í fyrsta lagi eru þetta að okkar mati fjárlög sem
munu ekki standast vegna þess að stórum fyrirséðum
útgjalda liðum er sópað undir teppið,“ segir Bjarni Bene-
diktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Í því samhengi
nefnir hann að áfallnar skuldbindingar Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins séu ekki gjaldfærðar. Ríkisendur-
skoðandi hafi gert athugasemdir við það og Sjálfstæðis-
flokkurinn margoft bent á það. Þá eru aðeins tilgreindar
vaxtagreiðslur af framlaginu til Íbúðalánasjóðs.
„Greiðslurnar sem þurfa að renna til sjóðsins eru ekki
gjaldfærðar, aðeins vaxtakostnaðurinn, eins og þar sé
ekki um tapaða fjármuni að ræða,“ segir Bjarni. „Bara
þessir tveir útgjaldaliðir geta auðveldlega farið í 20 milljarða.“ Þá megi
nefna að hvergi sé að finna framlög til framkvæmda á nýjum Landspítala.
„Í öðru lagi eru fjárlögin verðbólguhvetjandi og þrengja að gerð
kjarasamninga sem fram undan eru, eins og fram hefur komið í máli
launþegahreyfingarinnar. Í þriðja lagi sýna þessi fjárlög mikið úrræðaleysi
hjá stjórnvöldum við að loka fjárlagagatinu. Enn og aftur á að hækka skatta
og gjöld og nú er gripið til þess ráðs að fara í eignasölu til að standa undir
rekstri.“
➜ Útgjöldum sópað undir teppið
„Stóru tíðindin í fjárlögunum eru að við erum mjög
nálægt því marki að ná að skila jákvæðum heildar-
jöfnuði, það er að segja að vera algjörlega hallalaus.
Við höfum ekki verið nær því marki eftir hrun,“ segir
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra. Hún segir að
loksins sé hægt að setja fjármuni í verkefni sem stuðli
að vexti í atvinnulífinu. Þar nefnir hún Kvikmyndasjóð
og Tækniþróunarsjóð, sem sé undirstaða hugvitsdrifins
atvinnulífs. Þá sé ánægjulegt að geta sett fjármagn í
tækjakaup á Landspítalanum, inn í skólakerfið og til
barnafólks.
„Ég kalla þetta sóknarfjárlög, því að við erum hætt
að þurfa að vera í nauðvörn fyrir ríkissjóð og getum sótt fram á ákveðnum
sviðum. Auðvitað hefðum við viljað geta gert meira, en fyrst verðum
við að ná að klára að loka gatinu algjörlega. Við erum allavega komin
langa leið með það. Það skiptir líka máli og er auðvitað kjarninn í okkar
efnahagsstefnu, það er að ná að loka fjárlagagatinu alveg. Það er forsenda
fyrir afnámi hafta til dæmis og vexti í samfélaginu til lengri tíma.“
➜ Þetta eru sóknarfjárlög
Samkvæmt frumvarpinu nema
skatttekjur ríkissjóðs á næsta ári
513 milljörðum króna. Sú tala gæti
breyst þar sem tekjuhlið fjárlag-
anna ákvarðast í bandorminum,
frumvarpi um ráðstafanir í ríkis-
fjármálum, sem samþykkja á í
dag.
Sala eigna á að skila 4,6 millj-
örðum króna til ríkisins. Á meðal
þeirra eigna eru land ríkisins
á Keldum, Keldnaholti og við
Úlfarsá. Rætt var við lífeyrissjóð-
ina fyrr á árinu um að þeir keyptu
landið en frá því var fallið þar
sem Reykjavíkurborg á mikið af
lausum lóðum í Úlfarsárdal. Því
benti allt til þess að uppbygging
í Keldnaholti tefðist um fimm til
fimmtán ár.
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
KATRÍN
JÚLÍUSDÓTTIR
BJARNI
BENEDIKTSSON