Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 6
Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 Víti í Vestmannaeyjum.indd 3 8.9.2011 13:30 nýjar og spennandi bækur Hvað leynist á safninu? Fyrirmyndarunglingur í f lækju Fjörugt fótboltamót www.forlagid.is Áframhaldandi verð- hækkun húsnæðis Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgar- svæðinu hækkaði um 1,3% á milli ágúst og september. Hefur verð íbúðarhúsnæðis á svæðinu þá hækkað um 7,3% á síðustu tólf mánuðum. Að raungildi hefur verð íbúðar- húsnæðis hækkað um 1,6% á tímabilinu. Hækkunin helst í hendur við verulega veltuaukningu á íbúðamarkaði. Í septem- ber voru gerðir 453 kaupsamningar með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 347 á sama tímabili í fyrra. Aukningin er 31%. Ef landið allt er skoðað var verð íbúðarhúsnæðis á tímabilinu júní til ágúst í ár 6,7% hærra en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunn- ar. Að raungildi hækkaði verðið um 1,8% á þessu tímabili. Greining Íslandsbanka spáir því að húsnæðisverð muni hækka um 6% milli áranna 2011 og 2012. Hækkunin muni halda áfram á árinu 2013. Því er einnig spáð að nýfjárfesting í íbúðarhúsnæði fari vaxandi. - jh Afmælismálþing Paul Collier hagfræðiprófessor við Oxford háskóla verður heiðursfyrirlesari á afmælis- málþingi sem fram fer í Öskju, náttúru- fræðahúsi Háskóla Íslands, í dag, föstudag, klukkan 13.30 til 17.30. Utanríkisráðu- neytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands standa að málþinginu ásamt Alþjóðamála- stofnun og félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Árið 2011 markar 40 ára afmæli íslenskrar þróunarsamvinnu, 30 ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og 10 ára afmæli Íslensku friðargæslunnar. Erindi Collier ber yfirskriftina: Nær Afríka sér á strik: og getum við veitt stuðning? Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra flytur ávarp í upphafi málþingsins . -jh Uppsagnir boðaðar Uppsagnir eru óhjákvæmilegar, að sögn Harðar Högnasonar, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vest- fjarða, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Fjárframlög til stofnunar- innar lækka um 30,3 milljónir króna. Að sögn Harðar er ekki lengur hægt að hliðra til og hagræða til að spara peninga. Nú sé komið að því að skera niður. Stærsti rekstrarliður stofnunarinnar sé laun og þau verði að minnka. Starfsmannafundur verður haldinn í dag, föstudag. - jh Paul Krugman meðal fyrirlesara í Hörpu Hinn frægi hagfræðingur og nóbelsverðlauna- hafi Paul Krugman verður meðal þátttakenda á alþjóðlegri ráðstefnu sem íslensk stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn efna til um lærdóma af efnahagskreppunni og verkefninu fram undan. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu næstkomandi fimmtudag, 27. október. Á ráð- stefnunni koma saman íslenskir og erlendir ráðamenn, fræðimenn og fulltrúar félaga- samtaka. Meðal helstu ræðumanna, auk Paul Krugman, verða kunnir alþjóðahagfræðingar, Willem Buiter og Simon Johnson. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra setur ráð- stefnuna. Árni Páll Árnason efnahags- og við- skiptaráðherra flytur upphafsávarp, auk þess sem Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra ávarpar hana. - jh Telja aðgerðir stjórnvalda helsta vandamálið Tveir kaflar klárir í aðildarviðræðunum Viðræðum er lokið um tvo samnings- kafla í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Á miðvikudaginn fór fram í Brussel ríkjaráðstefna milli Íslands og sambandsins þar sem fjallað var um þessa tvo kafla. þ.e. um frjálsa för vinnuafls og um hugverkarétt, að því er fram kemur í tilkynningu utan- ríkisráðuneytisins. Báðir þessir kaflar eru hluti af EES-samningum og var niðurstaða samninganefnda að löggjöf í þessum málaflokkum væri samsvarandi á Íslandi og í ríkjum Evrópusambandsins. Því var ákveðið að ljúka viðræðum í köfl- unum tveimur þar sem efni þeirra hefur þegar verið tekið upp í íslensk lög. -jh Rúmlega þriðjungur aðildarfyrir- tækja Samtaka atvinnulífsins telur aðgerðir stjórnvalda vera helsta vandamál fyrirtækisins við núverandi aðstæður og tæplega fjórðungur til viðbótar setur aðgerðir stjórn- valda í annað sæti meðal helstu vandamála þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun SA á rekstrarhorfum fyrirtækja sem gerð var nú í október. Um 70% fyrirtækja í sjávarútvegi telja aðgerðir stjórnvalda vera helsta vandamál fyrirtækisins og um 40% í verslun og þjónustu. - jh Þ riðjungur kjósenda telur koma til greina að kjósa nýtt framboð Guð-mundar Steingrímssonar alþing- ismanns í næstu alþingiskosningum, að því er fram kemur í skoðanakönnun MMR. Af þeim sem afstöðu tóku sögðu 33,5% að það kæmi til greina að kjósa framboðið en 66,5% að það kæmi ekki til greina. Heiða Kristín Helgadóttir, sem unnið hefur með Guðmundi að nokkurs konar systurframboði Besta flokksins, sagði í viðtali við Vísi í gær að könnunin væri jákvæð fyrir framboðið sem ekki hefur hlotið nafn. Hún sagði könnunina gefa því byr í seglin. Af þeim sem tóku afstöðu voru þeir sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu jákvæðari gagnvart framboðinu en þeir sem búa á landsbyggðinni. Þannig sögðu 36,6% höfuðborgarbúa að það kæmi til greina að kjósa nýtt framboð Guðmund- ar Steingrímssonar en hlutfallið var 28,1% meðal fólks á landsbyggðinni. Þeir sem voru á aldrinum 30-49 ára voru já- kvæðari í garð framboðs Guðmundar því 39,4% þeirra sögðu það koma til greina að kjósa hann, borið saman við 36,1% þeirra sem voru í yngsta aldurshópnum, 19-29 ára, og 24,2% elsta aldurshópsins, 50-67 ára. Af þeim sem tóku afstöðu var stuðningsfólk Samfylkingarinnar líkleg- ast til að gefa nýju framboði Guðmundar Steingrímssonar atkvæði sitt en stuðn- ingsfólk Sjálfstæðisflokksins ólíklegast. Þannig sögðu 65,9% Samfylkingarfólks að það kæmi til greina að kjósa framboð- ið, borið saman við 47,5% stuðningsfólks Vinstri grænna, 17,4% stuðningsfólks Framsóknarflokksins og 7,4% stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins. MMR kannaði í september síðastliðn- um afstöðu fólks til þess hvort kæmi til greina að kjósa Besta flokkinn ef hann byði fram í næstu alþingiskosningum. Þá sögðu 21,4% þeirra sem tóku afstöðu það koma til greina að kjósa Besta flokk- inn ef hann byði fram og 78,6% sögðust ekki myndu kjósa slíkt framboð. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  Stjórnmál ný könnun mmr Þriðjungur hallast að Guðmundi og Besta Samfylkingarfólk líklegast til að gefa nýja framboðinu atkvæði sitt en stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins ólíklegastir. Heiða Kristín Helgadóttir, sem unnið hefur með Guðmundi að systur- framboði Besta flokksins, segir könnunina gefa framboðinu byr í seglin. Heiða Kristín Helgadóttir. Hún hefur undirbúið nokk- urs konar systurframboð Besta flokksins með Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni. Ljósmynd/Hari 6 fréttir Helgin 21.-23. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.