Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 28
Svo þegar
það var
kallað á mig
þurfti ég að
stíga inn í
persónuna
og setja upp
þetta harða,
frosna andlit.
Z
latko hefur búið á Íslandi
í þrettán ár. Móðir hans
og fjölskylda, frá fyrrum
Júgóslavíu, komu hingað
árið 1996 í hópi fyrstu
flóttamannanna sem fóru til Ísafjarðar.
„Ég kom svo tveimur árum síðar en
ekki sem flóttamaður. Ég fór fyrst til
Hornafjarðar og eftir tíu daga flutti ég
til Fáskrúðsfjarðar með tilbúinn samn-
ing um að spila fótbolta með Leikni.
Ári síðar flutti ég til Reykjavíkur. Af
hverju kom ég hingað? Ætli það megi
ekki segja að ég hafi verið í leit að
betra lífi,“ segir Zlatko og hlær. „Og til
þess að vera með fjölskyldunni minni
og spila fótbolta. Mér finnst mjög gott
að vera hérna. Ég er Serbi en fæddur
í Króatíu og þegar stríðinu lauk fór ég
til Belgrad í háskólanám og til að spila
fótbolta. Ég var bara þrjú ár í Serbíu,
frá 1995 til 1998 þegar ég fór til Ís-
lands. Það má segja að ég hafi byrjað
nýtt líf eftir að ég kom hingað.“
Zlatko komst ekki hjá herskyldu
frekar en aðrir ungir menn en segist
þó að mestu hafa sloppið við stríðið.
Hann vill lítið tala um stríðið og lætur
nægja að segja að þetta hafi verið
erfiður tími og áður en yfir lauk hafði
fjölskyldan bæði misst íbúðina sína og
húsið í sveitinni. „Ég var með glæsi-
lega íbúð í strandbænum Split í Króa-
tíu en húsið í sveitinni og þaðan fluttist
ég til Serbíu.“
Sergej og Zlatko
Zlatko og persóna Sergejs eiga það
eitt sameiginlegt að báðir eru þeir
bifvélavirkjar en Zlatko segist vera
kominn á þann stað í lífinu að hann
væri alveg til í að hætta og snúa sér
að einhverju öðru starfi. Hann rak
um tíma eigið verkstæði en hætti með
það í fyrra. „Það er betra. Nú þarf ég
ekki að hugsa jafn mikið um skatta og
launagreiðslur.“
Staða Sergejs í upphafi Borgríkis
minnir um margt á aðstæður Zlatkos
þegar Ólafur Jóhannesson leikstjóri
hafði samband við hann og sagði
honum frá hugmynd sinni að Borgríki.
Zlatko er ekki lærður leikari en sýnir
stórleik þegar hann umhverfist úr ljúf-
um bifvélavirkja í harðsnúinn glæpa-
mann. Vandræði Sergejs byrja þegar
hann ákveður að verða sér úti um
aukapening með því að geyma fíkniefni
fyrir íslenska glæpamenn á verkstæði
sínu. Síðan er brotist inn á verkstæðið,
dópinu er stolið og Sergej kominn í
skuld við íslenskt glæpagengi.
„Tveimur eða þremur mánuðum
áður en Óli hafði samband við mig var
brotist inn á verkstæðið mitt og rétt
eins og hjá persónunni minni í Borg-
ríki var ég að reka fyrirtæki og það var
lítið að gera. Þegar Óli sagði mér frá
persónu Sergejs áttaði ég mig strax
á því hvert hann var að fara og hvað
hann vildi. Ég sagði honum að eins og
ég skildi Sergej þá væri hann nokkurn
veginn þrjár persónur í myndinni. Í
fyrsta lagi er hann venjulegur maður
sem er að reka fyrirtæki og það er ekk-
ert að gera og blablabla. Í öðru lagi er
hann fórnarlamb þegar hann er laminn
og konan hans missir fóstur og í þriðja
lagi er hann alveg brjálaður og breytir
alveg um persónuleika. Og Óli tók
undir það. Þetta væri akkúrat málið.“
Venjulegur maður með frosið andlit
Zlatko sló því til og gekk ósmeykur
til móts við persónu Sergejs, hrökk í
karakter og segist í raun ekki hafa gert
sér grein fyrir því hvernig hann væri að
leika fyrr en hann sá tökurnar eftir á.
Glíman við persónuna hafi þó á köflum
verið erfið og tekið á hann. „Í fyrsta
hlutanum, á verkstæðinu, var ég bara
venjulegur. Eiginlega bara eins og ég
er. Það var ekki mikið mál að leika það
en þegar ég var kominn lemstraður á
spítalann fór að reyna meira á mig. Í
senunni þar sem ég spyr lækninn hvort
ég megi sjá konuna mína var ég hárs-
breidd frá því að fara að gráta. Ég var
svo fastur í þessum karakter í tvo til
þrjá daga eftir að atriðið var tekið. Ég
kom heim og kærastan mín spurði hvað
væri að mér og ég fattaði ekki neitt og
sagði bara að það væri ekki neitt. Ég
áttaði mig svo á því eftir tvo daga hvað
var að hrjá mig. Ég var bara enn í kar-
akter þannig að þetta var svolítið erfitt
og mér fannst vinnan við þetta atriði að
mörgu leyti erfið og persónuleg.“
Zlatko er mjög ólíkur Sergej eins
og hann verður þegar hefndarhugur-
inn heltekur hann. „Það var svolítið
sérstakt þegar ég átti að vera svona
harður. Ég er maður sem hlær mikið
og er mikið fyrir að spjalla. Þegar ég
var á setti var ég bara eitthvað að djóka
og kjafta við liðið en svo þegar það
var kallað á mig þurfti ég að stíga inn
í persónuna og setja upp þetta harða,
frosna andlit. En það tókst vel og það
var mjög gaman að leika í myndinni.
Verkstæðið mitt var lokað á meðan við
vorum í tökum en mér var alveg sama.
Þetta var svo skemmtilegt. Jú, jú. Ég
væri alveg til í að leika meira en við
sjáum bara til.“
Eins og að spila með Real Madrid
Leiðir Zlatkos og Ólafs, leikstjóra, lágu
fyrst saman árið 2005 þegar Ólafur
gerði heimildamyndina Africa United
um knattspyrnulið eingöngu skipað
útlendingum. „Ég spilaði með Africa
United þegar ég var að reyna að hætta
í boltanum. Var aðeins að leika mér
með þeim,“ segir Zlatko sem hefur
lekið í fjórum myndum Ólafs. Eftir
Africa United lék hann handrukkara
í Stóra planinu, var síðan í sjónvarps-
myndinni Hringfarar og vinnur síðan
þennan mikla leiksigur í Borgríki.
Ingvar E. Sigurðsson leikur heild-
salann og glæpaforingjann Gunnar,
höfuðandstæðing Zlatkos í Borgríki.
Ingvar sagði í viðtali við Fréttatímann
fyrir skömmu að Zlatko væri magn-
aður leikari. „Ég veit ekki hvað það er
en það er eins og myndavélin elski á
honum andlitið og það er eins og hann
þurfi ekkert að hafa fyrir þessu,“ sagði
Ingvar þá og Zlatko sparar heldur ekki
lofið þegar talið berst að Ingvari. „Ég
get bara sagt það sama og hann segir
um mig og margfaldað það með tíu.
Hann er ótrúlegur leikari og það er
frábært að vinna með honum,“ segir
Zlatko. „Ég verð bara að segja það að
ég hefði aldrei náð að gera það sem ég
geri í þessari mynd án hans hjálpar. Í
senunni sem gerist heima hjá Gunn-
ari átti hann að fara þegar hann var
búinn með sitt en hann vildi það ekki
og vildi vera áfram til þess að hjálpa
mér að komast í karakter. Hann er
frábær manneskja og ég veit bara ekki
hvað ég á að segja. Ég er orðlaus. Ég
er alltaf að bera kvikmyndaleik saman
við fótboltann og segjum til dæmis
að ég kunni ekkert í fótbolta en fari
að spila með Real Madrid þá getur
mér gengið vel vegna þess að allir í
kringum mig kunna þetta allt. Svona
var þetta í Borgríki og það var mjög
einfalt og þægilegt að vinna með Ing-
vari og Sigga [Sigurði Sigurjónssyni]
og Ágústu Evu sem stóð sig frábær-
lega. Það kom mér líka á óvart hvað
„mínir menn“, þeir Leo Sankovic og
Stanko Djorovic, stóðu sig vel en þeir
voru báðir að leika í fyrsta skipti. Svo
má auðvitað ekki gleyma öllu liðinu
á bak við myndavélina.Við unnum öll
saman eins og stór fjölskylda og þetta
spilaðist bara mjög vel. Eins og gerist
hjá góðu fótboltaliði.“
Kvikmyndaleikur er eins og knattspyrna
Serbinn Zlatko Krickic hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína
í glæpamyndinni Borgríki. Þar leikur hann Sergej, serbneskan bifvélavirkja, sem snýr
vörn í sókn eftir að eiginkona hans missir fóstur í árás íslenskra handrukkara á heimili
hans. Nærvera hans á hvíta tjaldinu er firnasterk og í gleðskap að lokinni frumsýningu
ræddu konurnar um fátt annað en þennan magnaða Serba og einhverjar kiknuðu í
hnjánum þegar leikarinn, sem starfar sem bifvélavirki, gekk í salinn. Þórarinn Þórarins-
son hitti Zlatko á kránni Catalinu í Kópavogi og ræddi við hann um fótbolta, glímuna við
Sergej og samstarfið við Ingvar E. Sigurðsson sem hann á vart orð til að lýsa.
Zlatko er ískaldur
í hlutverki Sergejs
eftir að honum
hefur verið ýtt á
ystu nöf. Hér býr
hann sig undir
bardaga þar sem
hann ætlar að láta
Ingvar E. Sigurðs-
son og hans menn
finna til tevatnsins.
Zlatko er tónlistar-
maður, kvikmynda-
leikari og bifvélavirki
og getur vel hugsað sér
að hætta í viðgerð-
unum og snúa sér að
einhverju öðru. „Ég
spila á píanó án þess
að hafa nokkurn tíma
lært. Ég get pikkað
upp allt sem ég heyri
og spilað það. Ég var í
hljómsveit í þrjú ár en
núna er ég einn míns
liðs.“ Ljósmynd Hari
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
28 viðtal Helgin 21.-23. október 2011