Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 32
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Þú velur þann bílasamning sem hentar þér Skilmála og nánari upplýsingar má fi nna á vefsíðu okkar, landsbankinn.is, eða hjá Bíla- og tækja ármögnun Landsbankans í Sigtúni 42. *Vildarkjör til Vörðufélaga og núverandi viðskiptavina Bíla- og tækja ármögnunar. Viðskiptavinir eiga að hafa val. Landsbankinn býður nú nýja óverðtryggða bílasamninga með föstum vöxtum og betri kjör á verðtryggðum og óverðtryggðum bílasamningum með breyti- legum vöxtum. Óverðtryggðir Fastir vextir8,95% Óverðtryggðir Breytilegir vextir8,55%* Verðtryggðir Breytilegir vextir7,80%* S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A SÖLUTÍMABIL 12.- 26. OKTÓBER Casa - Kringlunni og Skeifunni | Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð | Kokka - Laugavegi | Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu | Líf og list - Smáralind | Hafnarborg - Hafnarfirði | Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu | Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki | Póley - Vestmannaeyjum | Valrós - Akureyri Verslanir Póstsins um allt land og í netverslun á kaerleikskulan.is MEÐ KAUPUM Á KÆRLEIKSKÚLUNNI STYÐUR ÞÚ STARF Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA. ... fyrir Ísland með ástarkveðju H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA - 1 1- 18 08 „Fjölmiðlamennirnir spurðu hvað okkur fyndist um það og höfðu miklar áhyggjur af þessu, og spurðu okkur hvort það sam- ræmdist okkar trúarskoðunum að ókunnug kona gæfi barninu brjóst. Við slógum strax á áhyggjurnar og þökkuðum henni kærlega fyrir. En það sem þau ekki vissu var að Daníel var ekki á brjósti, því Dag- björt varð að hætta brjóstagjöfinni þegar hún fór í lyfjameðferð við krabbameininu.“ Gunnar segir að þau hafi verið í dálítilli klemmu á blaðamannafund- inum því ekkert tóm hafði gefist til að ræða um framtíð Daníels þegar spurningarnar um hvað yrði um hann dundu á þeim. „Við vorum búin að ákveða hvað við vildum en þekktum lítið til fjöl- skyldu Jóhanns. Við vitum nú að Daníel á góða að í báðar áttir en óttuðumst þarna að troða öðrum um tær, því við vissum ekki hvort aðrir vildu einnig ala Daníel upp,“ segir Gunnar en hann og Dagbjört voru náin, hann næstyngstur og yngstur þriggja bræðra og hún yngst systkinanna. Foreldrar Jó- hanns eru einnig á góðum aldri og hann átti tvo eldri bræður. „En það náðist sátt um það fljótlega að Daníel yrði hjá okkur. Það hentar svo mörgum vel,“ segir Gunnar. Foreldrar hans búa á Ísafirði og eru hjá þeim þegar þau koma í bæinn og foreldrar Jóhanns stutt frá þeim. Daníel með danskan passa Þau Úlfhildur og Gunnar gátu ekki sótt Daníel til Tyrklands og flutt heim án vandkvæða. Daníel er fæddur í Danmörku, bjó þar og er danskur ríkisborgari. Hann er því á forræði danskra stjórnvalda, lýsir Úlfhildur. „Hér þurfti að semja reglugerðir til þess að dæmið gæti gengið upp. Á meðan dönsku yfirvöldin voru að klóra sér í hausnum og hugsa útveguðu barnaverndaryfirvöld Reykjavíkur okkur bráðabirgða- vistunarsamning til nokkurra mánaða. Þannig gátum við til að mynda skráð hann inn í heilbrigðis- kerfið. Fólk var velviljað, hvar sem við komum. Það vildi greiða úr málum okkar, þótt það hefði ekki umboð yfir Daníel. Mér finnst það vel gert.“ Þau Úlfhildur og Gunnar stefna að því að ættleiða Daníel löglega en vita ekki hvenær hún gengur endanlega í gegnum kerfið. Börnin fögnuðu Daníel Börnin hafa tekið Daníel vel. „Þeim fannst ekkert sjálfsagðara en að Daníel kæmi hingað.“ Þau segja bræðurna Daníel og Vésteinn fylgja hvor öðrum sem skuggi. „Það eru tíu mánuðir á milli þeirra. Þeir hafa sömu þarfirnar. Þeir sofna hlið við hlið og vilja vera saman. Þeir skilja hvorn annan, eru snuddu- og bleiu- karlar. Þeir eru samferðamenn, þótt ólíkir séu. Daníel er frakkur en Vésteinn varkár. Við vonumst því til þess að Daníel eigi eftir að hvetja Véstein áfram en Vésteinn eigi eftir að koma böndum á Daníel. Þeir eru fínir saman.“ Börnin hafi þekkt Daníel vel frá fæðingu hans enda var Dagbjört með hann heima hjá þeim í fyrrasumar. Úlfhildur segir Daníel nú einn af hópnum og að hún beri ekki aðrar tilfinningar til hans en hinna barnanna. „Ég hef velt því fyrir mér hvernig er að tengjast barni sem maður tekur svona að sér, því móðurástin er ekki tilfinning sem hægt er að búa til eða ákveða fyrir- fram að bera. Svo virðist að þar sem eftirspurnin er finnist móðurástin. Þannig hefur það verið á milli mín og Daníels.“ Þau halda þó minningu Dagbjart- ar og Jóhanns á lofti. „Já, við sáum fræjum. Við höfum mynd af þeim hér í eldhúsinu og hann og börnin öll fá að leika með hana. Þau kyssa gjarna myndina. Hún er því svolítið kámug – en við viljum að Daníel viti að hann átti aðra foreldra.“ Og þau sjá persónueinkenni for- eldranna í Daníel. „Já, almáttug- ur,“ segir Gunnar. „Hann er hávax- inn miðað við aldur, eins og pabbi hans. Svo er hann bráðlátur eins og mamman,“ segir hann í sama mund og drengurinn, kominn í fang hans, grípur kaffibolla og fær sér sopa. „Já, hann talar mikið og honum liggur á,“ bætir Úlfhildur við: „Hann er prakkari eins og pabbi hans og prílari. Svo er hann úrræðagóður. Þessi strákur á eftir að fara sterkur í gegnum lífið. Hjá Fyrir rúmu ári. Dagbjört Þóra og Jóhann með Daníel Erni. Ljósmynd/Einkasafn Daníel með systkinum sínum. Bróðir hans Leifur og systirin Dýrleif . Ljósmynd/Hari Helgin 21.-23. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.