Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 30
H luttekning. Vegna hennar hafa þau Gunnar Tryggvason og Úlfhild­ ur Leifsdóttir ákveðið að verða við bón Fréttatím­ ans og segja okkur frá því hvað hefur drifið á daga Daníels litla sem lifði af hræðilegt bílslys á fáförnum vegi við bæinn Mugla í Tyrklandi. Fyrir ári sat Daníel Ernir Jóhannsson, þá sex mánaða, reyrður í bílstól og fastur í bílbrakinu eftir ógurlegt slys sem varð foreldrum hans að bana. Þau lentu í árekstri við sendiferðabíl sem kom úr gagnstæðri átt. Veðrið þennan tuttug­ asta októberdag í fyrra var vont í Tyrk­ landi. Það var hvasst og rigndi. Bíllinn kastaðist út í vegkant við áreksturinn. Bílstjóri sendibifreiðarinnar slasaðist. „Við vitum ekki hvað Daníel beið lengi eftir hjálp, kannski vel á aðra klukkustund,“ segir Úlfhildur. For­ eldrar Daníels, Dagbjört Þóra Tryggva­ dóttir og Jóhann Árnason, voru í af­ slöppunarferð fyrir næstu skólatörn hans í Danmörku og eftir erfið veikindi hennar um sumarið. Hún hafði nýlokið meðferð við krabbameini í legi. Samúðin snerti þau Gunnar, bróður Dagbjartar, og Úlfhildi. „Við fundum að örlög Daníels hreyfðu við fólki. Við horfðum á fréttakonu RÚV flytja frétt­ ina af andláti þeirra Dagbjartar og Jó­ hanns. Hún var klökk,“ segir Úlfhildur og Gunnar grípur boltann: „Við sáum að andlát þeirra var ekki aðeins erfitt fyrir okkur sem stóðum þeim næst.“ Þau vilja því ekki skilja fólkið, sem fylgdist með ferð þeirra út til Tyrklands að sækja Daníel og heimkomu í gegn­ um fjölmiðla, eftir í lausu lofti. Þau vilja segja frá afdrifum Daníels. Fjölskyldan óx um fleiri en einn Gunnar og Úlfhildur sitja við langt eldhúsborð í einbýlishúsi sínu við sjávarsíðuna. Það fer þeim vel að búa við sjóinn hér eins og þau gerðu á æskustöðvum sínum. Hann á Ísafirði en hún í Ólafsvík. Húsið gerðu þau upp af mikilli elju fyrir nokkrum árum. Það iðar af lífi þetta þriðjudagskvöld, því úlfatíminn stendur sem hæst – eins og Hjallastefnuskólastjórinn, Margrét Pála, kallar tímann frá skólalokum að háttatíma barna. Krakkarnir allt um kring biðja um vatn, kókómjólk og nasl. Elsta barnið á heimilinu, Leifur Steinn sem er sjö ára, er úti að leika. Heimasætan, Dýr­ leif Lára fimm ára, ýtir gleraugunum betur upp á nefið. Hún er að teikna. Vé­ steinn, sem ekki er nema tíu mánuðum eldri en Daníel, er glanseygur, sogar snuð sitt og kjökrar og tuldrar í fangi móður sinnar. Hann er veikur. Daníel hins vegar hleypur um þótt hann sé kvefaður. „Daníel, sem nú er eins og hálfs árs, er alsæll og líður vel,“ segir Úlfhildur. „Hann fékk fimm systkin í sárabætur fyrir foreldramissinn. Hann á stóra og góða fjölskyldu að. Við teljum okkur geta boðið honum og hinum börn­ unum upp á gott líf.“ Fimm systkin, því Gunnar á tvö börn fyrir. Tryggvi er 22 ára og Magnea sautján ára. Og þá er stórfjölskyldan ekki upp talin. „Við þekktum foreldra Jóhanns, þau Árna [Inga Stefánsson]og Halldóru [Húnbogadóttur], ekki persónulega áður en kom að slysinu. En við kynnt­ umst Árna vel þegar við þrjú, auk Stef­ áns Friðrikssonar vinar Árna, fórum til Tyrklands og tókum á þessum raunum saman. Það var eins og við hefðum alla tíð þekkt hann,“ segir Úlfhildur. „Margir hafa furðað sig á því hvað það gekk vel að ákveða hvar Daníel ætti að vera. En það var út af þessum tengslum sem við náðum í Tyrklandi. Þar tókumst við á við okkar dýpstu til­ finningar saman,“ segir hún. „Við höfum því sagt að þarna hafi börnin okkar eignast ömmu og afa, en þau áttu bara eitt par fyrir. Við köllum þau tengdafólkið okkar. Svo vorum við svo heppin að börnin okkar eignuðust líka langömmur og langafa. Dýrleif dóttir okkar hrópaði upp: Vá, hann Daníel á langömmu. Þau fengu því fjár­ sjóð; hafsjó af gömlu fólki,“ segja þau og hlæja. Vitja leiðanna á dánardaginn Fjör hefur færst í leikinn. Dýrleif Lára hefur fundið sér leikfang með góðri hljóðmengun og foreldrarnir grípa í taumana. Leifur kemur heim og Gunnar fer og heldur börnunum upp­ teknum, nema Vésteini sem situr enn hjá mömmu sinni. Það eru tímamót í lífi fjölskyldunnar. „Við höfum rætt það við stórfjöl­ skylduna hvað við viljum gera nú þegar ár er liðið frá andláti þeirra. Þessi dag­ ur verður alltaf erfiður og við viljum ekki gera okkur hann erfiðari en hann er. Í framtíðinni viljum við frekar minn­ ast afmælisdaga þeirra en dánardags,“ segir Úlfhildur. „Við ætlum að fara til Njarðvíkur í kirkjugarðinn. Amma og afi barnanna ætla að koma í bæinn og við stefnum á að rifja upp liðna tíma.“ Og þau hjónin rifja nú upp þessa ör­ lagaríku daga í Tyrklandi fyrir ári. Áfalladagurinn 20.10.2010 „Ég kom heim úr vinnunni. Gunnar beið mín og þar sem hann kemur ekki oft snemma heim úr vinnunni óttaðist ég að eitthvað hræðilegt hefði gerst,“ segir Úlfhildur. „Áfallið var mikið. En við vissum strax að við vildum strákinn til okkar. Við byrjuðum að pakka niður og koma börnunum í pössun. Við vorum lögð af stað um nóttina út á völl og tókum fyrstu vél út með Árna og Kraftaverkabarnið Daníel Daníel Ernir Jóhannsson lifði af hörmulegt slys í Tyrklandi fyrir ári, þar sem foreldrar hans létust. Fjöl- miðlar þyrptust í kringum hálfs árs gamlan drenginn og vissu það eitt að hann bar nafnið Daníel – það stóð á snuðinu hans. Fyrir nákvæmlega ári pökkuðu móðurbróðir hans, Gunnar Tryggvason, Úlfhildur Leifsdóttir kona hans, föðurafi drengsins og vinur hans niður í töskur til að takast á við raunir sínar í Tyrklandi. Gunnar og Úlfhildur segja Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur frá því sem hefur drifið á daga þeirra og Daníels á þessu ári. Fjölskyldan saman. Að baki Daníels eru þau Leifur Steinn, sjö ára, Dýrleif Lára, fimm ára, Vésteinn, tveggja og hálfs, Tryggvi er 22 ára og Magnea sautján ára. Og foreldr- arnir Gunnar og Úlfhildur. Mynd/Hari Stefáni.“ Gunnar sest aftur við eldhúsborð­ ið og Úlfhildur heldur áfram. „Árni var í mun erfiðari málum en við þarna úti. Hann þurfti að fara á vettvang og horfast í augu við staðreyndirnar inn að kjarna. Á meðan einbeittum við okkur að Daníel. Hvorki Árni né við fengum tíma til að takast á við sorgina. Keyrslan var svo mikil, bæði líkamleg og andleg. Við sváfum í tvær klukkustundir þessa fyrstu þrjá sólarhringa eftir slysið. Það var ekki fyrr en í flugvélinni á heimleiðinni sem við sváfum eitthvað að ráði,“ segir Úlfhildur. Gunnar lýsir því þegar þau komu til Tyrklands. „Daníel hafði verið á sjúkra­ húsi í bænum Mugla, þar sem slysið varð. Hann var þar í rúman sólarhring áður en ræðismannshjónin Kardicali sóttu hann og fóru með hann heim til sín. Tyrkneskir blaðamenn höfðu tekið af honum myndir á sjúkrahúsinu. Við sáum myndirnar á netinu á leiðinni til Tyrklands og að honum leið vel. Það var gott. Hann brosti og var ómeiddur,“ segir hann. „Við sóttum Daníel og fórum með hann upp á hótel. Fyrir utan það söfnuðust blaða­ menn saman. Eiginkona ræðismannsins hringdi í okkur um morguninn og ráðlagði okkur að fara ekkert út. Við ákváðum að fara að ráðum hennar og semja við blaða­ mennina um að við veittum þeim korters­ viðtal og fengjum frið eftir það. Það voru á að giska þrjátíu ljósmyndarar, tökuvélar og blaðamenn á svæðinu. Það var algjört sjokk, en gekk vel,“ segir Gunnar. Snuð Daníels í sviðsljósinu „Þeir vildu vita um framtíð Daníels,“ segir Gunnar og lýsir því hvernig Tyrkir höfðu tekið ástfóstri við Daníel, kraftaverka­ barnið eins og þeir kölluðu hann, þar sem hann lifði slysið af. „Þeir vissu ekkert um hann annað en að hann hafði þessa duddu sem á stóð Daníel. Þeir höfðu því nafnið og hann hló og var kátur og gældi við mynda­ vélarnar.“ Tyrkneskir fjölmiðlar höfðu sagt frá því – sem rataði í kjölfarið í fjölmiðla hér – að hjúkrunarkonan Sevda Köse hefði gefið Daníel brjóst. Hún hafði nýlega eignast barn og sagt var að Daníel hefði róast þegar honum var boðin móðurmjólkin. Hann er hávaxinn miðað við aldur, eins og pabbi hans. Svo er hann bráðlátur eins og mamma. [...] Hann er prakkari eins og pabbi hans og prílari. Svo er hann úrræða- góður. Þessi strákur á eftir að fara sterkur í gegnum lífið. Framhald á næstu opnu 30 viðtal Helgin 21.-23. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.