Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 40
Allir þurfa reglulega að spyrja sig hvaða tilfinningar eru ráðandi og ríkjandi á vinnustaðnum og hjá starfsmönnum hans. S t jór nendur og starfsmenn veita t i l f inningum á vinnustöðum oft ekki nægjanlega athygli. Við lítum stundum svo á að vinnustaðir séu lausir við allt sem heitir tilfinning- ar. Jafnvel að skilningur á þeim sé í raun óþarfur þar sem starfsmenn séu upp til hópa miklar skyn- semisverur sem hegði sér á grunni góðrar greiningar á rökum og staðreyndum. Raunin er hins vegar sú að á vinnu- stað jafnt sem annars staðar upplifa einstaklingar litróf tilfinninga og hegðun hvers og eins mótast ætíð af flóknu samspili aðstæðna, hugsana og tilfinninga. Því er mikilvægt að beina sjónum að og hugleiða vel þátt tilfinninga í hegðun bæði stjórnenda og almennra starfsmanna og með hvaða hætti þær hafa áhrif á þróun og árangur fyrirtækja. Tilfinningar hafa víðtæk áhrif á starfsmanninn sjálfan. Starfsferill getur blómstrað eða brotlent vegna sterkra tilfinninga og lélegrar til- finningastjórnunar. Hver og einn mætir á vinnustað með gleði sína, hugrekki eða ótta, metnað, stolt, spennu og jafnvel öf- und. Ríkjandi tilfinn- ing hverju sinni hefur áhrif á hvort starfs- maður leggi hart að sér, láti sig mál varða og taki frumkvæði. R íkjandi t il f inning hefur jafnframt áhrif á hverjum viðkomandi treystir og vill vinna með, hver hvatinn til vinnu er og hversu áhyggjuful lur eða -laus starfsmaður reynist. Allt hefur þetta bein áhrif á frammistöðu við- komandi í starfi. Virk greining á til- finningum starfsmanna er því lykil- breyta í góðri hegðunarstjórnun á vinnustað. Tilfinningar hafa jafnframt víð- tæk áhrif á sjálft fyrirtækið. Starfs- menn eru þungamiðja allra fyrir- tækja, og samsetning þeirra og hegðun valda því hvað fyrirtækið er og hvað það getur orðið. Hvaða verk- lag og starfshættir verða ríkjandi innan fyrirtækis mótast af hluta af ríkjandi tilfinningum á vinnustað. Tilfinningar spila stórt hlutverk í því hvað er mótað, hverju er hafnað, um hvað er samið og hvort endurbætur séu mögulegar. Jafnframt lita til- finningar sterkt um hvaða mál er tekist, hverju er fagnað og hvað er framkvæmt. Með öðrum orðum skipulagsheildir breytast eða staðna vegna þeirra tilfinninga sem annað hvort verða aflgjafi eða dragbítar á hegðun starfsmanna. Vinnustaðir eru ekki „tilfinn- ingalausir“ staðir og því gerðu bæði stjórnendur fyrirtækja sem og starfsmenn vel í því að hugleiða betur þátt tilfinninga. Í þeim mál- um eru allir samábyrgir, stjórnend- ur jafnt sem almennir starfsmenn. Allir þurfa reglulega að spyrja sig hvaða tilfinningar eru ráðandi og ríkjandi á vinnustaðnum og hjá starfsmönnum hans. Mikilvægt er að spyrja hvað gert er innan fyrir- tækis til að átta sig á áhrifum tilfinn- inga í daglegum rekstri og stjórnun. Hugleiða þarf hvernig stutt er við starfsmenn og stuðlað að góðri til- finningastjórnun þeirra. Markviss greining á tilfinningalegum þáttum sem og markvissar aðgerðir geta skilað skilvirkari og árangursrík- ari starfsemi og betri vinnustöðum. Við undirbúning Hellisheiðarvirkjunar virðast menn ekki hafa haft áhyggjur af jarðskjálftum sem fylgt gætu niðurdælingu vatns. Niðurdælingin var raunar meðal skilyrða fyrir starfsleyfi virkjunarinnar. Í umhverfismati, sem gert var fyrir stækkun hennar árið 2005, er fjallað um niður- dælinguna en ekki minnst á mögulega skjálfta. Skipulagsstofnun, sem samþykkti umhverfismatið, minntist heldur ekki á þá. Haft hefur verið eftir orku- málastjóra að vísindamenn hafi hreinlega ekki gert ráð fyrir skjálftavirkni eins og þeirri sem verið hefur að undanförnu og fundist hefur á öllu höfuðborgarsvæð- inu en komið verst niður á Hvergerðingum enda kaup- staðurinn í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð frá virkjuninni. Þetta kemur á óvart því vandamálið er þekkt ytra. Fyrir nokkrum árum var hætt við orkuöflunarverkefni í Basel í Sviss sem gekk út á það að dæla niður köldu vatni þegar sú dæling framkallaði jarðskjálfta í borginni. Í Kaliforníu voru svipuð áform lögð á hilluna vegna óvissu um áhrif niður- dælingarinnar. Hvergerðingar funduðu með fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur um málið fyrr í vik- unni og kröfðust þess að niðurdælingunni yrði hætt. Á því eru tormerki. Dælingunni verður að halda áfram til að halda virkjun- inni gangandi, ella þornar kerfið upp, eins og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur benti á í viðtali við Spegil Ríkisútvarps- ins fyrr í vikunni. Jafna þarf vatnsforðann í berginu undir og umhverfis virkjunar- svæðið. En það er annað sem Haraldur nefndi í viðtalinu og hefur skrifað um á bloggi sínu sem veldur enn meiri áhyggjum en skjálft- arnir sjálfir. Það eru hugsanleg áhrif niður- dælingarinnar á grunnvatn og þar með neysluvatn á stóru svæði, það er á Reykja- nesskaganum öllum og þar með þéttbýl- asta svæði landsins, höfuðborgarsvæðinu. Í þeim efnum geta menn ekki tekið neina áhættu. Getur þessi dæling haft áhrif á grunnvatnsforða? Sú er spurning Haraldar. Henni verður að svara. Efnasamsetning jarðhitavökvans og af- fallsvatnsins veldur Haraldi áhyggjum en í því eru, að hans sögn, „nokkur óæskileg efni, þar á meðal arsen, kadmín og blý, sem geta eyðilagt grunnvatn sem nýtt hefur verið til neyslu í höfuðborginni og fyrir sunnan fjall.“ Nú er affallsvatni dælt niður í holur á um 400 metra dýpi og er talið að það fari neðar eða undir grunnvatn sem tekið er til neyslu. Hversu vel er þetta kannað? spyr Har- aldur. Er möguleiki að hið niðurdælda vatn komi upp og berist í efri jarðlög, endi í hringrás sem færi það ofar? Orkustofnun hyggst kanna hvort þörf sé á sérstöku áhættumati vegna niðurdæling- ar þegar virkjað er nærri byggð. Því mati þarf að flýta. Við mat á umhverfisáhrifum á stækkun Hellisheiðarvirkjunar var áætlað að rennsli og niðurdæling affallsvatnsins tvöfaldaðist. Þá er hætt við, segir Haraldur, að skjálfta- virkni verði mun meiri og einnig að hættan á mengun grunnvatns vaxi. Hin óæskilegu efni hverfa ekki, segir hann, ef dælingin verður aukin endar slíkt í eitraðri súpu. Mikil óvissa virðist ríkja á þessu sviði, segir eldfjallafræðingurinn, um leið og hann bend- ir á að grunnvatn höfuðborgarsvæðisins og reyndar fyrir allan Reykjanesskagann sé svo mikilvægt að sýna verði fyllstu varúð. Um það þarf ekki að fjölyrða. Þar er varlega talað um áhættu sem alls ekki má taka. Umhverfi Áhætta sem ekki má taka V Fært til bókar Trúarhópar í tönkum? Sex tilboð bárust í eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, sjálfa Perluna. Orkuveitan er blönk og vill selja. Forráðamenn hennar hafa þó ekki gefið upp hverjir bjóða í ein- kennistáknið, hvað boðið er eða hvaða hlutverk bíður Perlunnar, verði einhverju tilboðanna tekið. Sumum finnst það ganga guðlasti næst að selja Perluna, líkja því við að borgaryfirvöld í París seldu Eiffelturninn eða að borgaryfir- völd í New York gerðu slíkt hið sama við Frelsisstytt- una. Aðrir láta sér fátt um finnast, jafnvel Davíð Oddsson sem átti sem borgar- stjóri mestan þátt í byggingu Perlunnar. Einhverjum datt þó það snjallræði í hug að úthluta mismunandi trúarhópum einn tank hverjum. Þar gætu þeir komið sér fyrir í sátt og sam- lyndi. Töluvert hefur verið ritað og rætt um úthlutun lóða til múslima, rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og fleiri. Kannski mætti slá tvær eða fleiri flugur í einu höggi með því að koma öllum þessum ágætu söfnuðum fyrir á toppi Öskju- hlíðarinnar og eins nálægt almættinu og mögulegt er í miðri höfuðborginni. Svört mappa og grænn penni Það er nokkurn veginn sama hvar Ög- mundur Jónasson innanríkisráðherra er á ferð, að minnsta kosti í opinberum erindagerðum, hann skilur svarta möppu eða dagbók varla við sig. Nýverið heim- sótti ráðherrann embætti sérstaks sak- sóknara og fékk að kynnast starfseminni og starfsmönnunum. Á síðu innanríkis- ráðuneytisins er greint frá heimsókninni með myndum. Þar má sjá að Ögmundur heldur fast um möpp- una, að vanda. Innihald hennar liggur ekki fyrir en ýmsir gætu vafalaust hugsað sér að kíkja í þau gögn. Þó þarf alls ekki að vera að þar séu geymd ríkisleyndarmál heldur hafi ráð- herrann möppuna einfaldlega með sér til trausts og halds eins og sjónvarpskonan Vala Matt sem aldrei sleppir græna pennanum. Stærri verður markhópurinn ekki Sérblöð sem fylgiblöð dag- og fréttablaða eru alkunn. Þar leita þeir sem blöðunum stýra leiða til að auka auglýsingatekjur. Í þeim efnum eru margir hugmyndaríkir, fjallað er um bíla, húsgögn, föt og margt fleira sem fólk brúkar. Skrifað er um við- fangsefinð og auglýsingar tengdar því seldar. Fréttablaðið þykir hafa slegið öll met í hugmyndaauðgi í þeirri viku sem nú er að líða. Fyrst bauð blaðið upp á sérblað um rafgeyma og má þá segja að þröngur hafi markhópurinn verið – og fátt um rafgeyma að segja, svona almennt séð. Sérblað Fréttablaðsins á miðvikudaginn sló rafgeymablaðið þó út því það var um útfarir. Gamansamir menn segja þó að þar geti markhópurinn ekki verið stærri því á endanum deyja jú allir! Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Hegðunarstjórnun Vinnustaðurinn er ekki „tilfinningalaus“ Dr. Auður Arna Arnardóttir lektor við viðskiptadeild HR Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is 36 viðhorf Helgin 21.-23. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.