Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 42
U ndanfarin miss-eri hafa lands-menn horft
á í forundran þegar
„bisnessmenn“, sem
stundað hafa glæfralegar
fjárfestingar og fengið
afskrifaðar milljónir,
ef ekki milljarða, halda
áfram eins og ekkert
hafi ískorist. Fyrirtækin
skila stórfelldu tapi
en ekkert lát virðist á
athafnasemi þeirra sem
að þeim stóðu. Hvernig
gengur þetta upp? Hvernig geta
þessir menn rekið fyrirtækin sín í
þrot en haldið samt ótrauðir áfram?
Er þetta ekki í mótsögn við grunn-
atriðin í viðskiptum?
Mælikvarði á velgengni í við-
skiptum er einfaldur. Fyrirtæki í
rekstri þarf að skila hagnaði til þess
að hluthafar fái greiddan arð af
sinni fjárfestingu. Þegar reikningar
fyrirtækis eru gerðir upp er miðað
við að fyrirtækið ætli að halda
áfram rekstri (e. going concern),
en ekki að það verði lagt niður eða
leyst upp. Miðað við þann mæli-
kvarða hafa þessir menn fallið á
prófinu – og það margoft. En í mæli-
kvarðanum liggur misskilningur
okkar. Þeirra „going concern“ er
ekki fyrirtækið og hefðbundnir
mælikvarðar viðskipta. Þeir stunda
nefnilega ekki við-skipti, heldur
eitthvað sem frekar
mætti kalla sjálf-skipti.
Grunnkenning sjálf-
skiptafræðanna: Við-
skipti má skilgreina
sem gagnkvæman
hagnað margra. Sjálf-
skipti miða að hagnaði
eins á kostnað margra.
Eigandi sjoppu getur
örugglega fengið sér
kók og prins án þess
að það veki athygli í
bókhaldi fyrirtækis-
ins. Kók og prins er
nefnilega ekki stórt hlutfall af tug-
milljónarekstri. En langi sjoppueig-
andann í meira en kók og prins, til
dæmis flotta bíla, stór hús, sumar-
bústað, tíðar utanlandsferðir og
málsverði á fínum veitingastöðum,
getur hann ekki tekið slíka fjár-
muni út úr rekstrinum. Sjoppa sem
veltir 50 milljónum á ári stendur
ekki undir 20 milljóna launum
eins manns eða 40 milljónum í
ferðakostnað, risnu, bílanotkun,
fundarhöld, veislur og sölukostnað.
Sjoppurekstur telst til viðskipta og
því eru takmörk sett hversu miklu
er hægt að moka í eigin vasa úr
rekstrinum. Hefðbundin velta eins
fyrirtækis stendur nefnilega ekki
undir arðvænlegum sjálfskiptum.
Regla númer eitt í sjálfskiptum: Í
viðskiptum er markmiðið að auka
hagnað fyrirtækis. Í sjálfskiptum
þarf að auka veltuna.
Í stað þess að reka „bara sjoppu“
færir eigandinn út kvíarnar og
breytir nafninu á fyrirtækinu í
Sjoppan-eignarhald ehf. Hann slær
þau lán sem hann mögulega getur
og stækkar efnahagsreikninginn
með skuldsettum yfirtökum á
ýmiss konar fyrirtækjum. (Þegar
þú kaupir rekstur án þess að eiga
fyrir honum kallast það skuldsett
yfirtaka). Hann fer með stækk-
aðan efnahagsreikning í fleiri
banka og fær enn hærri lán en
áður. Því fjármagni breytir hann
umsvifalaust í hlutafé í enn fleiri
uppblásnum efnahagsreikningum.
Þannig nær okkar maður að marg-
falda þá veltu sem hann stýrir. Ef
bankar eru tregir til að lána gerir
hann sitt besta til að eignast hlut í
banka svo að auðveldara verði að
fjarlægja slíkar hindranir. Þegar
heildarveltan í eignarhaldsfélagi og
dótturfélögum telur orðið milljarða
er grunnurinn lagður að arðvæn-
legum sjálfskiptum. Þótt afkoman í
hverju félagi fyrir sig sé á núlli eða í
mínus, skiptir það ekki máli. Heild-
armyndin er það eina sem skiptir
okkar mann máli; ekki rekstur og
afkoma einstakra félaga. Sölukostn-
aður, ferðakostnaður, fundarkostn-
aður, bílakostnaður eða ráðgjafar-
greiðslur upp á tugi milljóna vekja
enga sérstaka athygli lengur vegna
þess að upphæðin dreifist á mörg
félög. Sem starfsmaður, launþegi
eða verktaki getur okkar maður nú
sótt sér margar milljónir á löglegan
hátt. Hlutfallslega tekur hann ekki
meira úr veltu samstæðunnar eða
heildarinnar en sem nemur kók-
flösku og prins í sjoppunni góðu.
En fyrir hann sjálfan er þetta sama
hlutfall orðið svo miklu verðmætara
í krónum talið.
Regla númer tvö í sjálfskiptum:
Eigin laun, stjórnarsetugreiðslur,
ráðgjafargreiðslur, risnu og dag-
peninga má margfalda með fjölda
stofnaðra fyrirtækja án þess að
það veki athygli í bókhaldi hvers
fyrirtækis. Ekki skiptir máli hvort
framlag viðkomandi er í samræmi
við greiðslurnar. Slíkt skiptir aðeins
máli í viðskiptum, ekki sjálfskipt-
um.
Stóri lottóvinningurinn fyrir
okkar mann í sjálfskiptum er
svo arðgreiðslur. Tekjur og gjöld
fyrirtækis eru vissulega eins og sí-
streymandi fljót en af praktískum
ástæðum þarf að taka stöðu á
ákveðnum tímapunkti og gera upp
tímabil sem kallast reikningsár.
Þótt fyrirtæki skili tapi á heildar-
líftíma sínum, og endi jafnvel í
þroti, geta eigendur tekið út arð ef
einstök tímabil koma út í plús til að
byrja með. Með skapandi reikn-
ingshaldi og frumlegum viðskipt-
um á milli „ótengdra“ fyrirtækja er
hægt að sýna hagnað í einstökum
fyrirtækjum á stökum árum. Þaðan
hefur okkar maður ríkulegan arð.
Þótt sama fyrirtæki sýni bullandi
tap á næstu árum verður hann ekki
krafinn um útgreiddan arð aftur í
tímann. Svona getur lífið gengið í
nokkur ár, sérstaklega í góðæri eða
bóluhagkerfi.
Regla númer þrjú í sjálfskiptum:
Með auknum fjölda fyrirtækja og
„samspili“ við aðra sjálfskiptamenn
er hægt að skapa tímabundinn
hagnað til að greiða sér út arð.
Endanleg gjaldþrot rekstrarfélag-
anna eru lítið áfall fyrir okkar mann
því velgengni í rekstri var aldrei
hans markmið. Hann stundaði sjálf-
skipti en ekki viðskipti. Eftir öll
þessi ár af háum launum, bónus-
greiðslum, risnu, ferðakostnaði,
dagpeningum – og auðvitað arð-
greiðslum – er persónuleg kenni-
tala hans nefnilega í góðum málum
og ábyrgðin nær ekki lengra en
að innlögðu hlutafé. Lögin um
takmarkaða ábyrgð hluthafa voru
vissulega sett til að efla viðskipta-
lífið en koma nú að góðum notum
fyrir þann sem stundar sjálfskipti.
Regla númer fjögur í sjálfskipt-
um: Sjálfskiptum stafar ekki ógn af
gjaldþrotum rekstrar- eða eignar-
haldsfélaga. Slíkt skiptir bara máli í
viðskiptum.
Ef of margir fara að stunda sjálf-
skipti í stað viðskipta er hætta á að
hagkerfið standi ekki lengur undir
sér og hrynji. Fjöldi rekstrar- og
eignarhaldsfélaga verður gjald-
þrota, afskrifa þarf lán og fjárfest-
ingar og ríkið þarf hugsanlega að
hlaupa undir bagga með fjármála-
og atvinnulífi. Þegar uppbyggingin
hefst á ný hefur veikburða við-
skiptalíf ekki efni á miklum fjárfest-
ingum og verð á fasteignum, fyrir-
tækjum og gjaldmiðli snarlækkar.
Sú staða hentar okkar manni vel
því hann stundaði jú ekki viðskipti,
heldur sjálfskipti.
Regla númer fimm í sjálfskiptum:
Vertu þolinmóður með sjálfskipta-
fjármuni þína. Útsölurnar byrja
bráðum.
Viðskiptasiðferðið
Ekki viðskipti ...
heldur sjálfskipti
Viðskipti má skilgreina sem gagnkvæman
hagnað margra. Sjálfskipti miða að hagnaði
eins á kostnað margra. Í viðskiptum er mark-
miðið að auka hagnað fyrirtækis en í sjálf-
skiptum þarf að auka veltuna.
Gullsmiðadagurinn
laugardaginn 22. október
Kíktu til gullsmiðsins þíns.
Hann tekur vel á móti þér.
Komdu með uppáhaldsskartgripinn þinn og
láttu hreinsa hann þér að kostnaðarlausu.
Verið velkomin
Hafnarfjörður
Fríða, Strandgötu 43
Gullsmiðjan, Lækjargötu 34c
Sign gullsmíðaverkstæði, við smábátahöfnina
Kópavogur
Carat, Smáralind
Reykjanesbær
Georg V. Hannah, Hafnargötu 49
Gull og hönnun, Njarðvíkurbraut 9
Reykjavík
Anna María Design, Skólavörðustíg 3
Aurum ehf, Bankastræti 4
Gull og Silfur, á miðjum Laugavegi
Gull og silfursmiðjan Erna, Skipholti 3
Gullkistan, Frakkastíg 10
Gullkúnst Helgu, Laugavegi 11
GÞ Skartgripir og úr, Bankastræti 12
Meba, Kringlunni
Orr gullsmiðir, Bankastræti 11
Ófeigur, gullsmiðja og listmunahús, Skólavörðustíg 5
Tímadjásn, skartgripaverslun, Grímsbæ
Leifur Kaldal gullsmiður
www.gullsmidir.is
Fjalar Sigurðarson
ráðgjafi í almanna-
tengslum
BESTA TÓNLISTIN FRÉTTIR &
SKEMMTILEGASTA FÓLKID
38 viðhorf Helgin 21.-23. október 2011