Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 68
Við lífrænt
án rotvarnarefna enginn viðbættur sykur
Komdu á skemmtilegt námskeið í
konfektgerð hjá Matreiðslunámskeið.is.
Nú geta allir komið saman á námskeið bæði börn og
full orðnir, vinir, saumaklúbbar og vinnuhópar.
Hvert námskeið stendur í um tvær klukkustundir.
Öll námskeið byrja klukkan 18:00.
Námskeiðin eru haldin í viðurkenndu kennslueldhúsi. Þátt-
takendur læra grunnatriði súkku laði fræða
og búa til sitt eigið konfekt.
Allir fara heim með fullt af
konfekti.
Það er fátt skemmtilegra en að
vinna saman í eldhúsinu.
Allar upplýsingar og skráning á
www.matreidslunamskeid.is
DAGSETNINGAR Í BOÐ
I
3. nóvember
10. nóvember
17. nóvember
22. nóvember
24. nóvember – BIÐLIS
TI
Takmarkaður fjöldi þát
ttakenda á
hvert námskeið
Lærðu að gera þitt eigið jólakonfekt
Verslun
Spilavinir ehf
Kostur lágvöruverslun ehf
IKEA
SI verslun og raflagnir ehf
MacLand
Klapparstíg 30
Langholtsvegi 126
Dalvegi 10
Hafnargötu 61 2 ummæli
3 ummæli
20 ummæli
12 ummæli
11 ummæli
1
2
3
4
5
Efstu 5 - Vika 42
Topplistinn
Jólavökur með
Ástu og Valgeiri
HafnarHvoll GlæsileGar stássstofur í söGufræGu Húsi
e itthvert stásslegasta hús höfuðborgarinnar er Hafn-arhvoll sem stendur á horni
Tryggvagötu og Geirsgötu. Húsið
var byggt af stórhug árið 1944 í
tengslum við útgerð far- og fisk-
veiðiskipa. Tæpum sjötíu árum
eftir að það reis er enn ein hæð, sú
fjórða, í nánast upprunalegu horfi.
Brjóstpanell á veggjum og fiski-
beinsparkett á gólfum er tákn um
horfinn tíma sem fólk getur nú upp-
lifað á nýjan leik fyrir tilstilli Ástu
Kristrúnar Ragnarsdóttur og Val-
geirs Guðjónssonar. Þau ákváðu að
endurvekja stemningu betri stofa
eftirstríðsáranna og bjóða svo fólki
afnot af húsnæðinu fyrir minni og
stærri samkomur.
Að sögn Ástu var ekki einfalt að
ná saman gömlum húsmunum í svo
margar stofur sem fjórða hæðin í
Hafnarhvoli geymir. Þau gripu því
til þess ráðs að mublera upp með
eigin munum sem þau hafa safnað
á löngum tíma og eru sumir gamlir
ættardýrgripir.
„Við erum til dæmis með postu-
lín frá langömmu og langafa, Mag-
dalenu og Ellerti Schram, sem var
skútuskipstjóri. Plussgardínurnar
eru úr Hljómskálanum og hafa
örugglega engar gardínur á landinu
hlustað jafn mikið á tónlist. Ég er
með þær í langtímafóstri og þær fá
líka að heyra tónlist hér,“ segir Ásta.
Sumir munir og húsgögn á staðn-
um eru hátt í 300 ára gamlir og því
er andrúmsloftið í ætt við safn nema
hvað mikið líf er í NemaForum eins
og Ásta og Valgeir kalla þetta setur
sitt. Þar fara fram jafnt og þétt ýms-
ir árstíðabundnir viðburðir, fyrir-
lestrar og námskeið en fram undan
er einmitt einhver annasamasti tími
ársins þegar jólavökur Ástu og Val-
geirs fara af stað.
Ásta segir að jólavökurnar hafi í
byrjun verið haldnar til að gefa er-
lendum gestum innsýn í íslenska
jólamenningu á íslensku heimili
og hafi þá verið haldnar heima hjá
þeim hjónum. „Tiltækið spurðist
út og smám saman fóru að berast
óskir um jólavökur frá vinnustöð-
um, vinahópum og stórfjölskyldum,
en stærðarinnar vegna eru ekki
öll heimili sem bjóða upp á mögu-
leikann á að hóa öllum til sín á sama
tíma. Á jólavökunum geta líka allir
slappað af og notið samverunnar,
sem er oftast ekki raunin þegar
einn úr fjölskyldunni býður heim
því að gestgjafahlutverkið kallar
alltaf á sitt,“ segir Ásta.
Og það er heimilislegt andrúms-
loft á jólavökunum hjá þeim hjón-
um. Sögur, söngur og spil með jóla-
legri hressingu eftir óskum hópa.
Súkkulaði með rjóma og smákökur,
jólabrauð eða annað sem bæði yljar
og kætir. Nánari upplýsingar er að
finna á nemaforum.com.
Ásta og Valgeir hafa komið sér fyrir við gömlu höfnina í einu fallegasta húsi
borgarinnar: Hafnarhvoli á horni Tryggvagötu og Geirsgötu. Ljósmynd/Hari
l eikarinn Orlando Bloom var einn af þeim sem tóku þátt í
óvenjulegri auglýsinga-
herferð Rag & Bones
ásamt konu sinni, fyrir-
sætunni Miranda Kerr,
fyrr í mánuðinum. Fata-
fyrirtækið lét fyrirsæt-
urnar hafa fullan poka af
fatnaði og eina stafræna
myndavél. Þær áttu svo
sjálfar að stýra myndatök-
unni og fá einhvern náinn
sér til að mynda þær. Þetta
gerði stjörnuparinu mögu-
legt að taka upp auglýsingarnar í
Ástralíu þar sem
þau voru stödd.
Fleiri þekktar
fyrirsætur tóku
þátt í herferðinni,
þar á meðal Kar-
olina Kurkova,
sem mynduð
var af fyrirsæt-
unni Helenu
Christensen,
og Carolyn
Murphy
sem mynd-
uð var af
móður sinni.
Orlando myndar konuna
64 dægurmál Helgin 21.-23. október 2011