Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 43

Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 43
Eigi skal höggva! Ekki skjóta, ekki skjóta. Sé eitthvað að marka þann sem gengist hefur við því að hafa skotið Muammar Gaddafi í höfuðið hefur harðstjórinn kokhrausti kvatt þennan heim á skáldlegum nótum í anda Snorra Sturlusonar þótt þessi orð verði Gaddafi vart til sóma og tæpast jafn langlíf og andlátsorð Snorra. Imbakassinn? Hvað heitir Ríkisútvarpið? Mörður Árnason lagði fram löngu tímabæra spurningu til fjármálaráð- herra á Alþingi en nokkuð hefur verið á reiki síðustu misseri hvað menn- ingarhofið við Efstaleiti heitir. Eiður Guðnason hefur til dæmis ítrekað amast við því að það sem áður hét Ríkisútvarpið virðist nú heita RUV. Húmor er afstæður Það er verst að þetta skuli ekki vera fyndnara. Kristján Kristjánsson, upplýsinga- fulltrúi Landsbankans, sér ekkert sniðugt við Twitter-sendingar háðfugls sem kallar sig NotLandsbankinn og gerir grín að bankanum. Láttu mig vera og lifð’ upp á nýtt Óskiljanlegt er hvers vegna forsætisráðu- neytið hefur afskipti af málum með þessum hætti og sendir forseta bréflegar tilskip- anir sem hvorki eiga stoðir í stjórnskipun lýðveldisins ... Ólafur Ragnar Grímsson hefur fengið sig fullsaddan á afskiptum Jóhönnu Sigurðardóttur af embætti sínu og sendi henni frekar pirrað bréf þar sem hann biður um frið. Skollaleikur Mér finnst Páll Magnússon grátt leikinn. Stjórn Bankasýslunnar réð hann og taldi hann hæfastan og þá finnst mér nokkuð langt seilst að meina honum að taka við þessu starfi í ljósi þess eins að hann var aðstoðarmaður ráðherra fyrir nokkrum árum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra er maður með stórt hjarta og má ekkert aumt sjá. Hann steig því fram Páli Magnússyni til varnar á meðan hælbítar í flokki hans reyna að bregða fæti fyrir hinn vandaða framsóknar- dreng.  Vikan sem Var TILBOÐSDAGAR hjá PITSTOP FjöGuR VETRARDEKK áSAmT umFELGun mEÐ yFIR 25% AFSLæTTI Tilboðin gilda af neglanlegum og óneglanlegum veTrardekkjum á öllum þjónusTusTöðvum piTsTop á meðan birgðir endasT. STæRÐ TILBOÐSVERÐ 175/65 R14 45.900 kr. fullt verð 61.400 kr. 185/65 R14 49.900 kr. fullt verð 66.400 kr. 185/65 R15 51.900 kr. fullt verð 70.200 kr. 195/65 R15 54.900 kr. fullt verð 73.400 kr. 205/55 R16 63.900 kr. fullt verð 83.000 kr. 225/45 R17 72.900 kr. fullt verð 97.400 kr. hjÓLBARÐAÞjÓnuSTA DuGGuVOGI 10 RVK hjALLAhRAunI 4 hFjRAuÐhELLu 11 hFj PITSTOP.IS www568 2020 SÍmI Bepanthen bossakremið er loksins komið aftur fæst í apótekum Ic ep ha rm a L istina er oft erfitt að skil-greina. Í dag lifum við á tíma hraðans. Hraðinn væri þó ekki til ef enginn væri tíminn til að mæla hann. Það er margt þessa dagana sem er að verða hraðanum að bráð. Í mínum augum er samasem- merki milli listar og matargerðar, margir tala einnig um matargerð- arlistina. Matur hefur það þó fram yfir listina að vera okkur líffræði- lega lífsnauðsynlegur. Bæði matar- gerð og list eru í hnignun sökum hraðans. Skyndibiti tröllríður vestrænni matarmenningu líkt og „mainstream“ tröllríður listinni. Listin er komin að stærstum hluta á „Fast Food“ stig. Tónlistin er til dæmis orðin innhaldslítil, framleidd hratt og maður inn- byrðir hana á innan við þremur mínútum, annars er hún ekki hæf til útvarpsspilunar. Þegar þessar þrjár mínútur, tuttugu sekúndur til eða frá, eru liðnar, þá er lagið í flestum tilfellum gleymt. Ef þú byðir ungum einstaklingi út að borða á veitinga- stað sem hefur áunnið sér Michelin-stjörnu þá er ekki ósennilegt að annað af tvennu myndi henda: Viðkomandi myndi annað hvort fúlsa við máltíðinni eða gleypa hana á svo miklum ofsahraða að bragðið fengi ekki að njóta sín. Matargerð kokksins (listamannsins) verður nánast tilgangslaus. Ekkert skynbragð er á því hversu vel kokkurinn ákvarð- aði magn krydds og eldunartíma af innsýn og natni. Sá metnaður sem kokkurinn hefur ræktað með sér í gegnum mörg hundruð klukkustunda æfingar, leiðsögn og mistaka, er lagður að jöfnu við tímastilltan djúpsteikingarpott á skyndibitastað eða jafnvel hafður að engu. Það ætti að vera okkur umhugs- unarefni að gefa okkur tíma í að læra að njóta og melta þá list sem unnin er af ástríðu. Vera óhrædd við að leyfa bragðlauk- unum að taka andköf yfir nýju ókunnu bragði. List líkt og matur kemur mismunandi við okkur, tekur það okkur stundum tíma að læra að borða ný- stárlega hluti og njóta þeirra. Það gerði mér gott í æsku að hafa verið látinn sitja og klára af disknum mínum. Í dag bý ég við það að hafa ekki fordóma gagnvart mat, ég reyni flest og dæmi það sjálfur hvort að maturinn eigi við mig. Ég held það væri hverju barni hollt að vera látið klára af disknum sínum endrum og sinnum, hvort sem að diskurinn er postulíns-, hljóm- eða mynddiskur, þannig að minni líkur verði á því að komandi kynslóð verði „listvönd“. Skyndibitamenningin List og matur á tímum hraðans Kristmundur Helgi Guðmundsson kvikmyndagerðar- maður Nú ókei, þá er þetta allt í lagi Ég hef aldrei talið vísvitandi rangt fram til skatts. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, varðist fimlega fyrir héraðsdómi við aðalmeðferð skattahluta Baugsmálsins. Ég elska alla! Vildi bara láta ykkur vita að við Bragi erum orðin vinir. Sóley Tómasdóttir sendi Eyjunni nótu eftir að vefurinn birti frétt um að hún hefði hafnað Facebook-vinarbeiðni Braga fornbókasala Kristjónssonar. Slíkt gat ekki staðist enda Sóley hvers manns hugljúfi. Beiðnin hafði einfaldlega farið fram hjá henni en hún tók Braga að sjálfsögðu fagnandi þegar hún áttaði sig. Er þá ekki rétt að gera eitthvað í því? Því miður hafa verið og eru menn sem skreyta sig skikkju kristinnar trúar til að svala ofbeldisfýsn og valdalosta. Karl Sigurbjörnsson biskup komst nærri kjarna ímyndarvanda kirkjunnar í predikun í Reyðarfjarðarkirkju. Sjálfs er höndin hollust Við erum alltaf að fylgjast með. Ónefnd og búrkuklædd Stóra systir vakir ásamt stöllum sínum yfir vændisauglýsing- um á neti og í smáauglýsingum þannig að þeir sem reyna að falast eftir kynmökum gegn greiðslu taka mikla áhættu þessa dagana og betra heima setið en af stað farið. Bauðstu fram hina þvottavélina? Þetta er ólánsmaður á allan hátt og ég hef fulla samúð með honum. Séra Þorgeir Arason lenti í svikahrappi sem hafði af honum ísskáp og þvottavél en að hætti kristinna manna erfir presturinn það ekki við svindlarann. viðhorf 39Helgin 21.-23. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.