Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 44
Stærðfræðikennari kveikti í sér, sagði í fyrirsögn á stuttri frétt á Vísi nýverið. Atvikið átti sér stað í Suður-Frakklandi. Samkennarar stukku til og björguðu lífi kennarans. Hann nær sér vonandi. Við lestur fréttarinnar varð mér hugsað aftur í tímann, frá því að við bekkjarsystkin í máladeild á fyrstu árum Menntaskólans við Hamrahlíð gerðum stærðfræðikennara okkar lífið leitt. Ekki með beinum leiðindum þó því allir voru þessir nem- endur vel af Guði gerðir og skemmtilegir en sumir, að minnsta kosti, án mikils stærðfræðiáhuga – og sennilega getu líka. Í bekknum voru að sönnu einhverjir með bæri- lega þekkingu á þessari merku fræðigrein en höfðu engu að síður valið sér máladeildina, farið styttri leiðina frá eðlis- og efnafræði og ekki síst stærð- fræðinni sjálfri. Aðrir í hópnum voru átakanlega áhugalausir um þessi fræði sem þó voru einfaldari gerðar og léttari en félagar okkar í stærðfræðideild- inni kusu að glíma við. Við höfðum öll komist í gegnum landspróf, sem þá tíðkuðust, og fyrsta bekk menntaskólans þar sem námsefnið var hið sama hjá öllum. Ýmsir hafa eflaust valið máladeild af einlægum tungumála- áhuga, hvort heldur voru nútímamál eða latína. Aðrir tóku einfaldlega fyrstu hægri beygju frá stærðfræðinni enda um að ræða vísindagrein sem beitir ströngum, rökfræðilegum aðferðum til að fást við tölur, rúm, varpanir, mengi, mynstur og fleira. Þessi element voru lítt eða ekki til staðar í kolli sumra máladeildarnemanna. Þegar kom að hliðrun í hnitakerfi litu þeir hver á annan í skilningsleysi og í fullkominni uppgjöf þegar hliðrunin var í samsett- um föllum. Heiladauði varð þegar lýst var tvívíðum vörpunum, diffurjöfnum og fylkjum. Kennarinn sat hins vegar uppi með hjörðina. Honum var gert að koma inn í hausinn á síðhærðum unglingum fræðum sem þeir höfðu hvorki áhuga né getu til að móttaka. Það er önugt verkefni fyrir bestu menn og vissulega var stærðfræðikennarinn hinn besti maður, ljúfur í viðmóti og kunni ágæt skil á fræðunum. Trúlega hefur hann oft verið þreyttur þegar heim kom en aldrei samt svo að hann hafi reynt að kveikja í sér, sem betur fer. Þegar verst lét og skilningur nemenda var langt neðan boðlegra marka bað kennarinn þá að gefa merki sem engan áhuga hefðu á stærðfræðinni. Svo hreinskilnir voru máladeildarstúdentarnir tilvon- andi að stór hluti þeirra rétti upp hönd til vitnis um lítinn áhuga og þeir sem áhugalausir voru með öllu réttu upp báðar hendurnar. Eflaust var þessi óformlega könnun stærð- fræðikennaranum léttir því þá gat hann snúið sér að þeim í bekknum sem líklegir voru til að ná einhverjum árangri. Hinir urðu að bjarga sér, með aukatímum ef ekki vildi betur til, þess að ná lágmarkseinkunn. Þessi fríði hópur setti allur upp hvítu kollana þeg- ar upp var staðið, líka þeir sem hugsanlega björg- uðu sér með aukatímum í stærðfræði þegar að prófi kom. Skóladúxinn kom meira að segja úr bekknum en þess ber að geta að hann var ekki í hópnum sem rétti upp hönd eða hendur. Þrátt fyrir lítinn stærðfræðiáhuga hefur þessum hópi gengið prýðilega í lífinu. Það er því hægt að sigla í gegnum þetta án þess að kunna að diffra eða hliðra, að því gefnu þó að aðrir sinni slíku. Áhuga- málin eru, sem betur fer, misjöfn. Margir kennarar muna eftir nemendum sín- um, þekkja þá jafnvel með nafni löngu síðar þótt margir hafi farið í gegnum þeirra hendur á löngum kennsluferli. Eðlilegt er að kennararnir muni eftir bestu nemendunum, þeim sem raunverulegan áhuga höfðu og getu, en svo merkilegt er að sumir muna líka eftir hinum. Það kom pistilskrifaranum því þægilega á óvart þegar hann rakst á gamla stærðfræðikennarann fyrir fáum árum í allt öðru umhverfi en gömlu skólastofunni. Hann var að dytta að sumarhúsi sínu, uppi á þaki að mála í nóttlausri veröld. Ég þekkti hann strax en reiknaði ekki með því að hann kannaðist við þann sem fremur rétti upp hendur í tíma en leysa úr jöfnu eða hliðra sig frá vandanum, en það var öðru nær. Hann kallað til mín, heilsaði með virktum og minntist gamalla og góðra tíma. Ekki var hægt að merkja það að vandiffraðir og mengjasnauðir nem- endur hefðu haft varanleg áhrif á þann góða mann. Þrátt fyrir allt virðist hann aldrei hafa verið í verulegri íkveikju- hættu – en það var ekki handauppréttinga- hópnum að þakka. Hliðrun í samsettum föllum Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL S Te ik ni ng /H ar i Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s Það er alltaf nóg að gera! Borgun gerir það eins auðvelt og hægt er. J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía 40 viðhorf Helgin 21.-23. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.