Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 2
Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is Muammar Gaddafi felldur Áform ríkisstjórnarinnar um að klára aðildarviðræður við ESB í tæka tíð fyrir alþingiskosningar vorið 2013 eru að renna út í sand- inn. Viðræður eru ekki hafnar í mikilvægustu málaflokkunum, um byggðamál, landbúnað, gjaldmiðils- samstarf og sjávarútveg, og hefjast ekki fyrr en á næsta ári. Á ríkjaráð- stefnu í desember er gert ráð fyrir að sex til átta veigaminni kaflar verið opnaðir. Ísland getur í fyrsta lagi gengið í ESB árið 2015. Evran fæst ekki fyrr en 2017. Danir, sem taka við formennsku í ESB um áramót, hafa ekki ákveð- ið hvort þeir kappkosti að komast sem lengst með samninginn eða þá að draga málið á langinn. Auknar efasemdir hafa grafið um sig meðal margra fulltrúa ESB um að nægjan- lega traustur pólitískur bakstuðning- ur sé fyrir málinu hér heima fyrir. Töfin skýrist þó fremur af því að íslensk stjórnvöld hafa dregið lapp- irnar. Í nýlegum rýniskýrslum ESB segir að ekki sé hægt að hefja efnis- legar viðræður í landbúnaðarmálum og í byggðamálum fyrr en Ísland skilgreini eigin samningsmarkmið. Kallað er eftir tímasettri innleið- ingaráætlun sem landbúnaðarráðu- neytið hefur ekki enn gefið út. Embættismenn ESB hafa enn fremur furðað sig á því hve mikill munur sé á hæfni íslensku samn- ingamannanna. Sumir séu afburða- menn en ekki sé hægt að halda uppi vitrænum samræð- um við aðra. Dæmi séu um að fulltrúar Íslands skilji ekki tungumálið sem við- ræðurnar fari fram á. Þetta er byggt á heim- ildum dr. Eiríks Bergmanns sem fjallar um stöðuna í aðildarviðræð- um Íslands í hinum vikulega þætti Heimurinn (bls. 46) sem er samstarfsverkefni Fréttatímans og Háskólans á Bifröst. -jk  Heimurinn eSB-viðræður dragaSt fram yfir koSningar Vitrænar samræðum ekki mögulegar við suma samningamenn Íslands Ísland þykir hreyfa sig mjög hægt í samningaviðræðum við fulltrúa ESB. Ljósmynd/ Nordicphotos Getty-Imgaes Þjóðarráð Líbíu segir Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra landsins, hafa látist af sárum sínum gær. Gaddafi mun hafa verið í felum í heimaborg sinni, Sirte. Síðustu hverfi borgarinnar féllu í hendur þjóðarráðsins eftir harða bardaga í gær- morgun. Talsmaður þjóðarráðsins segir bílalest Gaddafis hafa reynt að flýja borgina en þá hafi herlið Atlantshafsbandalagsins varpað sprengjum á hana. Hersveitir þjóðarráðsins hafi handsamað Gaddafi, illa særðan, en hann hafi fljótlega látist af sárum sínum. Sagt var að hann hefði fengið skot í báða fætur og höfuð. Myndir voru birtar sem sagðar voru af líki Gaddafis en myndirnar birtust fyrst á á líbísku sjón- varpsstöðinni Al-Ahrar. Aðrar fréttastofur birtu síðan myndirnar sem þóttu staðfesta fregnir dagsins þess efnis að einræðisherrann væri fallinn. Gaddafi komst til valda í Líbíu árið 1969 með byltingu sem herinn stóð fyrir. Hann stjórnaði landinu í 42 ár. - jh Muammar Gaddafi, fyrrum einræðisherra í Líbíu, var felldur í gær. Ljósmynd Nordic Photos/Getty Images. Ofmetið orkuframboð Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, segir samningaviðræður við Alcoa um raforkukaup vegna Bakkaálvers hafa verið á frumstigi, ólíkt því sem forstjóri Alcoa hefur haldið fram, að því er Ríkisútvarpið greindi frá í gær. Alcoa hafi ekki getað lagað sig að orkuframboði og Landsvirkjun ekki getað boðið lægra raforkuverð. Þá hafi álrisinn viljað sitja einn að samningaborð- inu og skapa miklar væntingar til verkefnisins áður en gengið yrði til samninga. Haft er eftir Herði að óheppilegt hafi verið hversu ógæti- lega hafi verið talað um orkuna í Þingeyjarsýslum, orkuframboð þar hafi verið ofmetið. - jh Seðlabankinn fær ekki fasteignirnar Bið verður á því að Seðlabankinn fái fasteignirnar sextíu sem samið hafði verið um í skuldauppgjöri Seðlabankans og þrotabús SPRON. Heimildir Fréttatímans herma að uppgjörssamningurinn, vegna fyrirgreiðsluláns Seðlabankans til SPRON fyrir hrun, sé í uppnámi þar sem honum hafi verið mótmælt á fundi kröfuhafa um miðjan mánuðinn. Fréttatíminn sagið frá því fyrir þremur vikum að Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) væri við það að leysa til sín tuttugu íbúðir og fjörutíu eignir í atvinnuhúsnæði úr þrotabúi SPRON. Samkvæmt svörum Seðlabankans þá var ekki búist við mótmælum á kröfuhafafundinum. Magnús Pálmarsson hjá eignaumsýslu Dróma, sem fer með eignir SPRON og dótturfélaga, segir uppnámið ekkert. Fulltrúi margra kröfuhafa hafi einungis óskað frekari upplýsinga áður en hann samþykkti gjörninginn. - gag  HæStiréttur Óvenjuleg uppákoma við málflutning Samdómararnir Jón Steinar og Eiríkur Tómasson tókust á Til snarpra orðaskipta kom milli samdómara við Hæstarétt í miðjum málflutningi í síðustu viku. Í fyrri viku varð sá óvanalegi atburður í Hæstarétti að í brýnu sló milli tveggja dómara í miðju réttarhaldi. Tókust þar á hæstaréttar- dómararnir Eiríkur Tómasson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Þessir nú- verandi samdómarar eiga sér reyndar átakasögu utan réttarsala en þeir hafa verið vinnufélagar frá því Eiríkur tók sæti við dóminn fyrr á þessu ári. Málflutningur stóð yfir í máli ákæru- valdsins gegn konu sem hafði fengið tvígreitt fyrir bíl inn á reikning sinn og nýtt féð, sem var ranglega greitt, í eig- in þágu. Málið flutti Daði Kristjánsson saksóknari en verjandi konunnar var Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlög- maður. Auk Jóns Steinars og Eiríks var Greta Baldursdóttir dómari í málinu, en hún var, eins og Eiríkur, skipuð dómari við réttinn í vor. Samkvæmt heimildum Frétta- tímans var aðdragandi átaka Jóns Steinars og Eiríks ekki langur, að minnsta kosti ekki í augum þeirra sem voru á staðnum. Jón Steinar var að spyrja málflytjendur þegar Eiríkur greip fram í fyrir honum, sem Jóni Stein- ari mislíkaði augljóslega mjög. Kom til snarpra orðaskipta milli samdómaranna og þóttust viðstaddir jafnvel greina að Jón Steinar hefði gefið Eiríki olnbogaskot í hita leiksins. Þegar Fréttatíminn hafði samband við Jón Steinar vildi hann ekki ræða þessa uppákomu. „Ég hef ekkert um málið að segja,“ sagði hann. Svipað var uppi á teningnum þegar rætt var við Eirík Tómasson. „Ég tjái mig ekki um þetta mál,“ sagði hann. Þegar Eiríkur var spurður hvort sú lýsing væri rétt að hann hefði fengið olnbogaskot frá Jóni Steinari, hló hann við og sagði hana ekki standast: „Nei, ekki kannast ég við að samdómarar hafi gefið olnbogaskot.“ Niðurstaða málsins sem var til með- ferðar hjá Hæstarétti var á þá leið að dómur Héraðsdóms Vesturlands var staðfestur með atkvæðum Eiríks og Gretu. Jón Steinar vildi hins vegar sýkna konuna af ólögmætri meðferð fundins fjár. Konan hafði verið dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði og til að endurgreiða þær 810 þúsund krónur sem hún hafði slegið eign sinni á. Þess má geta að fyrrum eiginmaður hennar, sem hafði fengið hluta af þessum peningum, hafði verið dæmdur í héraði en ekki áfrýjað dómnum. -jk Jón Steinar Gunnlaugs- son varð hæstaréttar- dómari 2004. Eiríkur Tómasson var skip- aður hæstaréttardómari í vor. Húsakynni Hæstaréttar við Arnarhól. Ljósmynd/Hari 2 fréttir Helgin 21.-23. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.