Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 39
viðhorf 35Helgin 21.-23. október 2011
Stjórnarskrá er handa
minnihlutanum; meiri-
hluti sem ekki býr við
aðhald getur leiðst til
að kúga minnihlutann.
Þess vegna þarf
óvefengjanleg grunn-
réttindi ...
Þ jóðverjar héldu upp á sameining-ardaginn þann 3.
október. Það er þjóðhá-
tíðardagur þótt Þjóð-
verjar forðist að nota
það orð eins og allt ann-
að sem minnir á þjóð-
rembu. Stjórnarskráin
þýska var þema dags-
ins í ár. Forseti þýska
stjórnlagadómstólsins
hélt hátíðarræðu. Þar
spurði hann hvað sam-
einaði þjóðina. „Hvað á
einstæð móðir með tvö
ung börn sem situr við kassann í
stórmarkaði í Chemnitz [sem hét
Karls-Marx-borg í fjóra rauða ára-
tugi!] sameiginlegt með virtum
viðskiptalögmanni í München sem
ekur á Porsche sportbíl á skrif-
stofuna sína?“ Þessa spurningu má
heimfæra á okkar litla Ísland enda
hefur okkur á nokkrum áratugum
tekist að elta stórþjóðirnar í ójafnri
skiptingu á auði og efnum.
Lítum nánar í ræðuna þýsku.
Fjögur gildi
Dómsforsetinn taldi að þrátt fyr-
ir ójöfnuð og ólíka hagsmuni væri
margt sem sameinaði og nefndi
hann fernt: Frelsi og sjálfsákvörð-
unarrétt; viðleitni til að fara leið
hófsemda, að finna meðalveginn;
fastheldni við Evrópuhugsunina;
og síðast en ekki síst hugsjónina
um lýðræðislegt ríki sem byggt er
á grundvallarreglum. Við hömpum
frelsi og fullveldi á tyllidögum en
vart öðru af þessum gildum. Er það
þjóðarvilji að gæta hófs og fara með-
alveginn? Vart fyrir hrunið mikla,
en vonandi nú. Og um Evrópumál-
in erum við klofin í herðar niður.
Þessir þættir ræðunnar eru ekki
umræðuefnið hér heldur sá síðasti:
Hugsjónin um lýðræði á traustum
grunni stjórnarskrár.
Hvers vegna stjórnarskrá?
Forseti þýska stjórnlagadómstóls-
ins svaraði þessari spurningu
skorinort: „Frelsi og lýðræði án
grundvallarlaga er óhugsandi.“
Stjórnarskrá er handa minnihlut-
anum; meirihluti sem ekki býr
við aðhald getur leiðst til að kúga
minnihlutann. Þess vegna þarf
óvefengjanleg grunnréttindi, þess
vegna þarf að tjóðra stjórnmálin
með réttarreglum og þess vegna er
nauðsynlegt að hafa dómstól, stjórn-
lagadóm, sem gætir þess að farið sé
að grunnreglunum. Allt þetta sagði
dómsforsetinn.
Þjóðverjar eiga í vandræðum með
fortíð sína. Þess vegna höfða þeir
ógjarnan til þjóðernis, tungu eða
menningar þegar þeir skilgreina
hvað sameinar þá, nokkuð sem
okkur er með réttu tamt að gera.
Dómsforsetinn bar fyrir sig annað
hugtak þjóðarvitundar, þýska orðið
„Verfassungspatriotismus“ sem má
ef til vill snara sem stjórnlagaþjóð-
rækni. Þá er vitnað til þess hvernig
þýska þjóðin hefur keppt að þjóð-
félagi grundvölluðu á lögum og rétti
sem tókst þó lengi vel ekki gæfu-
lega. Fyrsta tilraun til setningar
grundvallarlaga árið 1849 fór út um
þúfur og markmiðið náðist ekki fyrr
en réttri öld síðar, eftir að miklar
eldar höfðu brunnið. Síðsumars
1948 lagði einhvers konar stjórn-
lagaráð grunn að stjórnarskrá fyr-
ir Sambandslýðveldið Þýskaland.
Endanleg gerð hennar var undirrit-
uð vorið á eftir. Þessi stjórnarskrá
hefur orðið mörgum að fyrirmynd,
ekki aðeins nýju lýðræðisríkjunum
í Austur-Evrópu, heldur líka okkur
í stjórnlagaráðinu íslenska. Þangað
sóttum við til dæmis hið glæsilega
orðalag um virðingu fyrir reisn
mannsins, en líka mikilvægt ákvæði
um að þjóðþingið skuli beinlínis
Ný stjórnarskrá
Stjórnarskrá er handa minnihlutanum
kjósa forsætisráðherra
jafnframt því að honum
verði ekki velt úr sessi
nema með kjöri eftir-
manns. Þannig er tryggt
að ríkisstjórn sitji ávallt í
umboði þingsins.
Á hinn bóginn heykt-
umst við í stjórnlaga-
ráðinu á að taka beint
upp frá þeim þýsku hug-
myndina um stjórnlaga-
dómstól sem dómsforset-
inn taldi vera ómissandi.
Við stigum að vísu stórt
skref með tillögu um úrskurðar-
nefnd, Lögréttu, sem kveði upp um
stjórnarskrárgildi lagafrumvarpa.
Meira um þetta í komandi pistli.
Þurfum við lagaþjóðrækni?
Okkur kann að þykja að hin þýska
lagahyggja, sem birtist í stjórnlaga-
þjóðrækninni, komi okkur ekki við.
Aldrei höfum við búið við hættulegt
byltingarástand eða heimatilbúið ein-
ræði. Samt getum við tínt til dæmi
þar sem mörgum okkar hefur þótt
sem yfirvöld eða einstakir ráðamenn
hafa gengið fram á – jafnvel fram
yfir – ystu nöf í gerræði. Allur er því
varinn góður. Við urðum fyrir efna-
hagslegu hruni fyrir réttum þremur
árum, sem hugsanlega hefði orðið
vægara ef allur lagagrunnur, ekki
síst stjórnalagagrunnur, hefði verið
traustari. Þess vegna þurfum við
nýja og vandaða stjórnarskrá, sem
sé fólkinu jafnframt hjartfólgin, sé
hluti af þjóðarvitundinni. Þess vegna
verður að fara fram ítarleg kynning
og umræða um nýja stjórnarskrá. Að
lokum verður hún að hljóta óskorað
fulltingi þjóðarinnar í almennri at-
kvæðagreiðslu.
Þorkell Helgason
sat í stjórnlagaráði