Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 62
Helgin 21.-23. október 201158 yfirhafnir
V erslunin er elsta sérverslunin með yfirhafnir í Reykjavík,“ segir Guð-rún Axelsdóttir, eigandi Bern-
harð Laxdal á Laugavegi, en fyrirtækið
var stofnað 1938 og hefur alla tíð lagt
áherslu á yfirhafnir. „Við höfum mikið úr-
val af yfirhöfnum fyrir konur – af öllum
stærðum og gerðum,“ segir hún og nefn-
ir sem dæmi ullarkápur og dúnúlpur.
Guðrún segir að þróunin sé sú að fólk
kaupi léttari flíkur en áður.
„Okkar tilfinning er sú, að fólk
kunni að meta rótgróið fyrirtæki eins
og Bernharð Laxdal,“ segir Guð-
rún og nefnir að því fylgi ákveðin
stöðugleiki sem fólk líki við á
róstusömum tímum. „Við finn-
um fyrir mikilli viðskipta-
tryggð.“ Hún segir að fólk
treysti fyrirtækinu og það
skipti miklu máli. Guð-
rún bendir jafnframt
á að fyrirtækið hafi
staðið af sér marg-
ar kreppur. Sama
f jölskyldan átti
Bernharð Laxdal
frá stofnun þar til
fyrir um áratug þegar
hún og eiginmaður hennar
keyptu fyrirtækið.
Verslunin hefur ætíð lagt áherslu á að selja
gæðavörur, og segir Guðrún að fyrirtækið
hafi alls ekki viljað slá af kröfum um gæði í
vörum eftir efnahagshrunið.
„Við erum að selja gæða-
vörur.“
Nú er byrjað að
kólna og þá fara
margir og kaupa
vetrarflíkur. „Um
leið og það kólnar
þá
kemur
fólk til okkar,“ seg-
ir Guðrún og bæt-
ir við að sá tími
árs sé kominn.
„Fólk kemur oft
á sumarkáp -
unni inn og
fer út í vetr-
arkápunni,“
segir hún og
bætir v ið:
„Allt veður er
gott ef þú klæðir þig
rétt.“
Hún segir að
konur á öllum aldri
versli við Bernharð
Laxdal. „Dæturnar
byrja að koma með
mömmu sinni. Svo þegar þær
vaxa úr grasi koma þær sjálfar.
Hér versla dætur, mæður og
ömmur, konur á öllum aldri.“
Þá nefnir hún að ferðamenn
versli þar einnig. Guðrún
bendir á að verslunin selji
einnig almennan kvenfatn-
að. „Hann er sígildur og
klassískur eins og fyrirtæk-
ið,“ segir hún.
Helstu kápumerkin eru Creen-
stone sem eru sérlegar glæsi-
legar og flottar og sameina bæði
að vera allra veðra kápa og
flott kvöldkápa , önnur helstu
kápumerki eru , Fuchs/Schmitt-
Gerry Weber-Junge- og ítölsku
ullarkápurnar frá Erre.
Í öðrum
kvenfatn-
aði eru
helstu
nýjung-
ar sér-
legar
glæsi-
legir
spari-
kjól-
ar frá Frank Lyman sem
kemur frá Kanada en er
orðið gríðarlega vinsælt í
Evrópu.
Elsta sérverslunin með
yfirhafnir í Reykjavík
Verslunin selur einnig almennan kvenfatnað. Fólk kann að meta rótgróið fyrirtæki.
BerNharð LaxdaL Um Leið og kóLNar kemUr fóLk tiL okkar
É
g er dýraverndunar-
sinni og mikill nátt-
úruverndarsinni,“
segir Eggert Jó-
hannsson, sem rekur
verslunina Eggert feldskeri á
Skólavörðustíg. Hann fram-
leiðir og selur fallegar flíkur úr
t.d. lamba-, sela- refa- og minka-
skinni. Hann segir fyrirtækið
hafi farið eftir strangri náttúru-
verndarstefnu árið 1992 þegar
það fór að vinna flíkur úr sel-
skinni, sem felst í því að ofnýta
ekki náttúruna en nýta vel það
sem skepnan gefur.
Þegar blaðamaður heimsækir
Eggert í verslunina tekur hann á
móti honum ásamt dóttur sinni,
Önnu Gullu, og tengdasyninum
Harper. Þau hófu störf í fyrirtæk-
inu í sumar. Þau eru lærðir hatt-
arar og leggja áhersla á að fram-
leiða handgerða hatta sem seldir
eru í versluninni, en undanfarið
hafa flestir hattarnir farið til New
York. „Það hefur hentað fyrirtæk-
inu vel að þau leggja mikla rækt
við handverkið. Það er það sem við
erum, fyrst og fremst, handverks-
fólk,“ segir Eggert.
Stoltur af handverkinu sýndi
Eggert blaðamanni flíkurnar, til að
mynda herrajakka úr lambaskinni
og karfa. Hann nefnir að útlend-
ingar hafi oft mjög gaman af því
að flíkurnar séu gerðar úr dýrum
sem við Íslendingar borðum. Egg-
ert segir að hann vinni mikið með
íslenskt efni. „Mikið af þessu er
íslenskt. Við höfum lagt áherslu
á það. En umfram allt leggjum við
áherslu á að framleiða fallegar flík-
ur,“ segir hann og því kaupir hann
einnig talsvert efni frá útlöndum.
Úrvalið er mikið í versluninni.
Það er hægt að finna þar fallegar
flíkur, fyrir konur og karla, eða fá
sérsaumað.
„Um 70% af því sem við seljum
framleiðum við sjálf,“ segir hann
og bætir því við að svipað hlut-
fall sé selt til útlendinga. „Sumir
þeirra gera sér jafnvel sérstaka
ferð hingað.“ Lengi var hlutfallið
sem var selt til útlendinga um 30%.
Eggert hefur lengi starfað sem
feldskeri. Fyrir 41 ári hélt hann til
London til að læra iðnina, þá 17 ára
gamall og hóf eigin rekstur 1978.
Þegar blaðamaður, sem skoðað
hefur vandaða loðfeldi og annað
slíkt, spyr hvað sé merkilegast,
eggert feLdskeri Um 70% seLt tiL útLeNdiNga
Feldskeri og
dýravernd-
unarsinni
Dóttirin og tengdasonur framleiða hatta. Leggjum umfram allt
áherslu á að framleiða fallegar flíkur.
Kynning
Eggert Jóhannsson feldskeri með
dóttur sinni, Önnu gullu. Hún hóf störf
í fyrirtækinu í sumar með manni sínum.
Ljósmynd/Hari
Kynning