Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 20
T
yrkland og Ísland eru í umsókn-
arferli um aðild að ESB og því
var blaðamönnum frá löndunum
boðið til kynningarfunda í Lúx-
emborg. „Þessir hópar mættust
stundum enda vorum við á sama hóteli og
Tyrkirnir. Við vorum samt lítið að blanda geði
við þá, minnug örlaga Guddu,“ segir Malín og
glottir og hvað hana varðar er ljóst, eftir á að
hyggja, að henni var vart óhætt.
„Næst síðasta kvöldið fóru flestir Íslending-
arnir út á lífið og ég endaði ein með þessum
manni í lobbíinu. Við vorum bara að spjalla
og ég gerði þau einu mistök að sýna því sem
hann hafði að segja um sjálfan sig áhuga.
Hann var búinn að vera mjög almennilegur
og virkaði mjög hress en virðist hafa misst
það á einhverjum tímapunkti. Hann var í for-
svari fyrir tyrkneska hópinn og var drjúgur
með sig þegar við fórum að tala saman. Hann
sagðist hafa gefið út átta bækur og væri opin-
ber persóna og valdamikill í heimalandinu.“
Og Guð færði honum konu
„Þegar við vorum orðin ein sagði hann mér
að hann hefði verið að tala við Guð og hann
hefði sagt sér að ég ætti að verða konan hans.
Ég sprakk úr hlátri og sagði honum að mér
væri alveg sama hvað guðinum hans fyndist.
Mér fannst brjálæðislega fyndið að maður
sem er eins fráhrindandi og gömul moppa
teldi sig geta sagt mér að örlög mín væru
ráðin.“
Maðurinn lét viðbrögð Malínar ekki stöðva
sig og gerðist æ aðgangsharðari. Hann
reyndi að kyssa hana og kjassa og hélt henni
nauðugri í um klukkustund og tók á henni
þannig að á sá.
„Ég var öll blá og marin og grátbað hann
um að hætta en þá sagði hann bara: „Hættu
að gráta ástin mín. Það er svo sárt að sjá þig
gráta.“ Ég er með mannfræðimenntun og hef
áhuga á öllu sem viðkemur fólki og ég hef
skrifað mikið um ofbeldi, kynferðislegt, and-
legt og fjárhagslegt en ég hef sennilega ekki
getað sett mig í spor þeirra sem verða fyrir
ofbeldi og upplifa svo mikla skömm að þau
vilja ekki segja frá. Fyrr en núna. Hann var
mjög ágengur og það er magnað að ég skyldi
ekkihníga í ómegin af skelfingu,“ segir Malín
sem veit ekki betur en árásin sé til á eftirlits-
myndböndum hótelsins.
Umsátur um hótelherbergi
„Við fengum lögregluna ekki á staðinn og
vegna aðstæðna var þeim á hótelinu mikið
í mun að afgreiða þetta eftir öðrum leiðum.
Eftir að ég slapp frá honum áttaði ég mig á
því að hann hafði stolið af mér lyklinum af
hótelherberginu og þegar ég spurði hann að
því hló hann rosalega.“
Lykillinn var gerður óvirkur og Malín
komst inn á herbergið sitt en upplifði það
ekki sem öruggt skjól. „Hann elti mig enda
voru herbergin okkar á sama gangi og svo
stillti hann sér upp fyrir framan herbergis-
dyrnar og vaktaði það alla nóttina. Þannig að
ég svaf ekki mikið og var ekki róleg.“
Maðurinn hringdi látlaust í herbergis-
símann og farsíma Malínar þannig að hún
brá að lokum á það ráð að taka símann úr
sambandi og slökkva á farsímanum. „Ég hlóð
svo húsgögnum upp við dyrnar og setti í mig
eyrnatappa. Þegar ég kveikti á símanum
morguninn eftir sá ég að hann
hafði sent endalaust SMS um
nóttina.“
Eftir svefnlitla nótt fór Malín
í kynnisferð með hópnum
morguninn eftir.
Madame Lefebeure á flótta
„Ég var enn skjálfandi af við-
bjóði á leiðinni út í rútu og
hvítnaði upp þegar ég sá hann
aftur. Það var að vísu gler á
milli okkar en hann myndaði
orðin I LOVE YOU með vör-
unum og mér fannst alveg
ótrúlegt að hann væri ekki enn
af baki dottinn. En þetta er í
síðasta skipti sem ég sá hann.“
Tölvupóstar og SMS héldu þó
áfram að berast og Malín taldi
öryggi sínu ógnað og gerði hót-
elstjóranum grein fyrir áhyggj-
um sínum. Ég gaf upp nafnið á
honum og hótelstjórinn sagði
að hann vissi alveg hvernig
svona karlar væru og þau
hefðu reynslu af svona „valda-
mönnum“ sem telji sig geta
komist upp með allt í skjóli
valdsins. Hann bauðst því til
þess að flytja mig í snarhasti á
annað hótel og það yrði séð til
þess að enginn vissi hvar ég
væri. Þetta var eins og að vera
komin í vitnaverndarprógramm. Aðeins tveir
úr íslenska hópnum vissu hvar ég var og ég
fékk meira að segja nýtt nafn. Ég var skráð
á hitt hótelið sem Madame Lefebeure og
þannig var ég ávörpuð þegar ég kom þangað.
Það fór vel um mig þar en ég var hrædd og
fór ekkert út. Enda var kjötbollan, ofsækjandi
minn, komin á stúfana og byrjuð að leita að
mér. Hann sendi mér þetta SMS: „Ástin mín.
Hvar ertu? Þú veist ég elska þig. Ég finn þig
ekki og er búinn að leita út um allt.“ Ég svar-
aði engu. Aldrei. En hann hringdi stöðugt í
farsímann og var búinn að finna netfangið
mitt og sendi mér pósta um að hann myndi
alltaf elska mig. Og að hann vissi ekki hvað
kom fyrir og hvar okkur sinnaðist. Hann
hefði áhyggjur og væri furðu lostinn.“
Skelfilegt hneyksli
Malín segir íslenska blaðamannahópinn hafa
verið mjög samheldinn og brotthvarf hennar
hafi ekki farið framhjá ferðafélögunum. Mér
fannst allt í lagi að þau fengju að vita hvað
hafði komið fyrir. Hópur-
inn var svo samankominn í
lobbíinu og þau komu auga á
Tyrkjann þar sem hann sat við
barinn. Þá vatt fréttamaður á
RÚV og mikill meistari, sér að
honum og spurði hann hvað
hann hefði gert við vin þeirra
og var mjög ákveðinn. Tyrkja-
num var illa brugðið, varð
hvumsa og yfirgaf svæðið.
Hann sendi mér svo SMS þar
sem hann spurði hvað ég hefði
eiginlega verið að segja vinum
mínum. Hann væri núna grát-
andi í herberginu sínu út af
þessu. Ég er mjög þakklát fyrir
að hafa eignast svona góða vini
í þessum hóp.“
Eftir uppákomuna á hótel-
barnum fréttu hinir tyrknesku
blaðamennirnir af framferði
forystusauðsins og hugs-
uðu honum þegjandi þörfina.
„Allir tyrknesku blaðamenn-
irnir snerust gegn honum.
Einn kom til mín með tárin í
augunum og bað mig afsök-
unar á þessu og sagði allan
hópinn skammast sín fyrir
þetta. Hann sagði að þetta væri
skelfilegt hneyksli og hann
vissi ekkert hvernig yrði tekið
á þessu þegar hópurinn kæmi
aftur heim til Tyrklands en einhver eftirmál
hlytu að verða.“
Malín losnaði ekki undan áreitinu þótt hún
væri komin heim til Íslands. Áfram héldu
SMS-in og tölvupóstarnir að berast. „Þetta
endaði með því að Sigurður Már Jónsson,
sem leiddi íslenska hópinn í gegnum fundina,
sendi greinargerð til European Journalism
Centre, lét vita af framferði mannsins. Réttir
aðilar fengu þannig vitneskju um málið og
mér er sagt að ef hann hafi samband við mig
aftur sé hann í vondum málum en ég fékk
ekki nánari skýringar á því hvað í því felst,“
segir Malín sem hefur verið laus við ónæði
frá ástsjúka Tyrkjanum frá því Sigurður Már
sendi EJC erindið.
Þolendur eru töffarar
Malín segir að rétt eins og fólk telji sig geta
forritað sig og ákveðið fyrirfram hvernig
það muni bregðast við óvæntum og slæmum
aðstæðum hafi hún alltaf séð fyrir sér að ef
hún yrði fyrir áreiti eða árás ofbeldisfulls
einstaklings þá myndi hún verjast og berjast.
„Ég var viss um að ég myndi tryllast og ráða
niðurlögum viðkomandi. Ég læt ekki halda
mér fastri en svo gat ég hvorki hreyft legg né
lið og upplifði þetta fullkomna varnarleysi. Ég
er enginn ræfill en þetta er stór og mikill kall
þannig að þetta var eins og að vera föst undir
vörubíl.“
Þar sem Malín hefur látið kynbundið of-
beldi sig varða og fjallað um mál tengd slíku
hefur hún fylgst af athygli með biskupsmál-
inu og sótti í vikunni málþing í Háskólanum
þar sem dr. Marie M. Fortune var aðalfyrir-
lesari. „Mér fannst það sem Marie Fortune
sagði um það sem menn gera í skjóli valds,
klerkar eða yfirboðarar og einhverjir sem
maður heldur að maður geti treyst, mjög
áhugavert. Hvernig þessir menn nýta vald
sitt til þess að ræna fólk frelsinu. Kjarninn í
þessu er að tala um þetta. Gerendur ganga
oft ansi langt til þess að varðveita leyndar-
málin þannig að það má ekki þegja. Ég er
ekkert í hjólastól eftir þetta og hann nauðg-
aði mér ekki en það skiptir ekki máli hversu
alvarleg brotin eru, með því að þegja höldum
við þessum verndarhjúpi utanum rasshaus-
ana. Ég vil ekki vera fórnarlamb, enda er ég
það ekki og finnst þetta orð ekki eiga við í
þessum málum. Fólk er engin jarmandi lömb.
Þolendur, sem stíga fram og segja frá, eru
töffarar en ekki aumingjar. Til þess að upp-
ræta skömmina verðum við að sjálfsögðu að
tala enda er þetta ekkert til þess að skamm-
ast sín fyrir í raun og veru. Skömmin liggur
hjá gerendunum. Ég er til dæmis búin að
velta því fyrir mér hvað þessi maður hlýtur að
vera búinn að komast upp með í heimaland-
inu fyrst hann brást svona við höfnun. Ég er
ekki sú fyrsta og Guð hefur pottþétt talað við
hann áður. Það er á hreinu.“
Mér fannst
brjálæðis-
lega fyndið
að maður
sem er eins
fráhrindandi
og gömul
moppa teldi
sig geta
sagt mér að
örlög mín
væru ráðin.
Malín Brand, aðstoðarritstjóri bleikt.is, er kona sem
lætur sér fátt fyrir brjósti brenna en var nokkuð
brugðið þegar hún lenti í klóm tyrknesks blaða-
manns sem áreitti hana og ofsótti í Lúxemborg
í siðasta mánuði. Malin sótti þar fundaröð
um Evrópusambandið á vegum Evrópsku
fjölmiðlamiðstöðvarinnar ásamt hópi
íslenskra blaðamanna. Tyrkinn var þar
í sömu erindum en gat ekki séð Malín
i friði eftir að Guð hafði tjáð honum
að hún ætti að verða konan hans.
Malín Brand komst í hann krappan
í blaðamannaferð til Lúxemborgar
þar sem hún var ofsótt og áreitt
af tyrkneskum kollega þannig að
um tíma þurfti hún að fara huldu
höfði. Hún hafnar því að vera
fórnarlamb og segir mikilvægast
af öllu að fólk segi frá gerendum
sem brjóti á því. Ljósmynd/Hari
Ofsótt af
ástaróðum
tyrkneskum
blaðamanni
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
20 viðtal Helgin 21.-23. október 2011