Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 16
MATSEÐILL LEIKHÚS- Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is Fo r r é t t u r Aða l r é t t i r Laxatvenna – reyktur og grafinn lax Bleikja & humar með hollandaise sósu E f t i r r é t t u r Þriggja rétta máltíð á 4.900 kr. Jack Daniel’s súkkulaðikaka Djúpsteiktur ís og súkkulaði- hjúpuð jarðarber Brasserað fennell, kartöflu- stappa og ostrusveppir eða... Grillað Lambafille Með rófutvennu, sveppakartöflum og bláberja anís kjötsósu Í krepputíð fjölgar strætisvagna­farþegum. Sú tíð breytir líka hugarfari fólks. Einkabíllinn er dýr í rekstri og hann mengar. Vægi almenningsamgangna hefur því aukist. Þar reynir mest á kerfi Strætó bs., samlags sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Vagnarnir eru fullir á álagstímum, jafnvel svo að ekki hefst undan. Áttatíu ár eru liðin frá því að rekstur strætisvagna hófst í Reykjavík. Á þeim tímamót­ um er í mörg horn að líta. Breyting­ ar verða. Stóru gulu vagnarnir sem allir þekkja verða sennilega ekki eini kosturinn. Þar sjá menn meðal ann­ ars fyrir sér samnýttar rafskutlur, leigu­ eða lánshjól, hefðbundin eða rafknúin – en þá er litið til lengri framtíðar. Yfirfullir vagnar á álagstímum „Farþegaaukning hjá Strætó bs. fyrstu níu mánuði ársins nemur 16,5%,“ segir Reynir Jónsson, fram­ kvæmdastjóri fyrirtækisins. Í fyrra voru farþegarnir um átta milljónir en Reynir gerir ráð fyrir að fjölgunin í ár muni nema um 1,3 milljónum far­ þega. „Þessu veldur fyrst og fremst árferðið. Eldsneyti er orðið dýrt, það er dýrt að taka lán til bílakaupa og almennt er buddan léttari. Fólk fer þá að skoða önnur úrræði.“ Stóru gulu strætisvagnarnir verða ekki eini kosturinn Almenningssamgöngur í höfuðborginni og á höfuðborgarsvæðinu hafa verið í boði í 80 ár. Á þeim tímamótum hillir undir breytingar. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir Íslendinga einblína um of á gulu vagnana. Fleira verði í boði í framtíðinni; láns- og leiguhjól, rafskutlur og samnýting í pöntunarþjónustu. Farþegum Strætó fjölgar um 1,3 milljónir milli ára. Jónas Haralds- son horfir til framtíðar með framkvæmdastjóranum. Reynir segir að kerfislega sé fyrirtækið ágætlega í stakk búið til að taka við aukningunni, þ.e. að leiðakerfið sem slíkt þjóni hlutverki sínu ágætlega. Fjölgun farþeganna þýði hins vegar meira álag á flutn­ ingatækin. „Við fyllum því strætis­ vagnana og eigum ekki nógu marga vagna á annatímum að morgni til að taka alla farþega með. Við neyðumst til að skilja farþega eftir. Hið sama á við á þyngstu álagstímum síðdegis,“ segir Reynir. Það eru því allir sót­ raftar á sjó dregnir, líka tuttugu ára gatslitnir bílar en það dugar ekki til. „Við erum enn að skilja eftir farþega og erum þá lens,“ segir Reynir. „Þá er eina ráðið að segja að við þurfum aukið fjármagn til að geta brugðist við og það höfum við gert, en vandinn er að sveitarfélögin sem að Strætó bs. standa eru aðþrengd fjárhagslega. Þá verður að forgangs­ raða. Við bendum á þörfina og spyrj­ um hvort ekki sé kominn tími til að draga úr gatnaframkvæmdum og setja fé í almenningssamgöngurnar, þar sé eftirspurnin. Er ekki rétt að hlusta á þessa hreyfingu íbúanna yfir í þetta form úr einkabílaform­ inu?“ Fargjöld skila fjórðungi tekna Strætó en ekki er langt síðan það hlutfall var um fimmtungur. Þar skiptir máli að fargjöld hafa hækkað en ekki síður að fleiri farþegar eru í hverjum vagni. Reynir segir að vissulega sé notkun vagnanna miklu minni milli þessara tveggja álagspunkta hvers dags en þó mælist líka breytt ferða­ mynstur á þeim tíma, þ.e. fólk sem áður nýtti einkabílinn til ýmissa er­ indagjörða nýti sér strætisvagna nú. Tíðum notendum hefur fjölgað; þeir sem áður notuðu vagnana tvisvar á dag eru farnir að nota þá þrisvar til fimm sinnum á dag. Notendasamsetning farþeganna hefur breyst, að sögn Reynis. Áður má segja að Strætó hafi í meginatrið­ um verið skólabílakerfi, 60­70% far­ þeganna var fólk í skóla. Þetta hefur breyst. Fólk notar vagnana í vaxandi mæli til ferða í og úr vinnu. Strætó bs. hefur boðið hluta leiða­ kerfisins út til verktaka. Reynir segir það vera hagkvæmt. Margir verktak­ anna séu með starfsemi í tengdum greinum, þ.e. hópferðaakstri, og í því felist samlegðaráhrif. Samningstími við verktaka hafi áður verið of stutt­ ur, sem hafi komið niður á endurnýj­ un bílaflota. Hér eftir verði útboðs­ samningar til verktaka hins vegar lengri, eða til átta ára með mögu­ leika á tveggja ára framlengingu. Á samningstímanum sé því hægt að reikna með afskrift ökutækja, „en þá gerum við ríkari kröfur til ökutækj­ anna sem verða að uppfylla kröfur um mengun, þægindi og tækni.“ Höfum mikla trú á rafmagns- vögnum Olíukostnaður hefur hækkað mikið og íþyngir rekstri samgöngufyrir­ tækja. Strætó bs. finnur fyrir því. Reynir segir að margir telji æskilegt að strætisvagnaflotinn verði rekinn á metangasi en það sé dýrt og erfitt í dreifingu. Til framtíðar horfi menn því frekar á rafmagnsvagna og svo­ kallaða tvinnvagna sem brenna í senn olíu og nota rafmagn sem verð­ ur til úr hemlaorku vagnsins. „Við höfum mikla trú á rafmagnsstrætis­ vögnum. Þegar valdir eru orkugjafar verður að horfa til þeirrar þróunar sem á sér stað, hvaða orkugjafa bíla­ framleiðendur horfa til. Þróunin er öll í rafmagnsbílum og menn eru að horfa á rafvæðingu samgangna yfirleitt. Einhvers konar rafknúin ökutæki verða notuð. Við eigum raforkudreifikerfi og nóg rafmagn. Gas yrði margfaldur kostnaður á við rafmagn.“ Reynir segir að þegar séu komn­ ir á markað litlir rafamagnsvagnar sem geti gengið allan daginn án endurhleðslu. Enn séu þeir dýrir og hafi litla burðargetu en framþró­ unin sé hröð. „Við fengum lánaðan tvinnvagn í sumar. Raforkunotkun hans er 25­30%, afgangurinn er dís­ ilolía. Næsta kynslóð þessara bíla mun nota 55­60% hreyfi­ og heml­ unarorku vagnsins. Framleiðendur segjast geta boðið rafmagnsvagna innan fimm til tíu ára sem taka 100­ 120 manns. Hleðsla þeirra mun duga í 18 tíma þannig að þeir verða hlaðnir yfir nótt. Breytingarnar eru því fyr­ irsjáanlegar.“ Margar tegundir samgöngu- forma Stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni leggja milljarð á ári til að efla al­ menningssamgöngur á höfuðborg­ arsvæðinu næstu tíu árin. Þetta snýr að fleiru en rekstri strætisvagna, m.a. að hjólreiðum. Reynir segir varðandi almenningssamgöngur að tilhneiging sé að líta eingöngu til stóru gulu strætisvagnanna. „Við þurfum hins vegar að koma með önnur úrræði sem falla innan hug­ taksins almenningssamgöngur. Þar má til dæmis nefna reiðhjól sem fólk leigir eða fær að láni úr standi, hjólar og skilur eftir í öðrum standi nálægt áfangastað. Sama gæti gilt um rafknúin hjól. Þurfi til dæmis að erinda frá vinnustað er hugsanlegt að skutlast á litlum rafbíl með svip­ uðum hætti og skila á sinn stað að notkun lokinni. Loks má nefna pönt­ unarþjónustu þar sem fólk er sótt og því skilað á áfangastað. Munur á slíku og hefðbundnum leigubíl er að farþeginn getur átt von á því að aðrir séu í bílnum. Trygging þarf samt að vera fyrir því að ferðalagið taki ekki lengri tíma en hálftíma eða rúmlega það. Þetta byggist því upp á því að blanda saman mörgum tegundum samgönguforma. Menn þurfa ekki að eiga tækin. Strætó bs. getur ver­ ið eins konar kringla samgöngu­ mátans. Í þeim samskiptum þurfa almennar grundvallarreglur að gilda í samskiptum fólks um þessa þjónustu, það er einn greiðslumáti og reglur um það hvernig greiðslur og gjöld skiptast. Menn kaupa einn miða, hvort heldur er fyrir reiðhjól, rafbíl eða annað. En þróun í þessa átt tekur áratugi,“ segir Reynir. Hann ítrekar að það sé of fast í huga Íslendinga að almenningssam­ göngur séu bara strætisvagnar. „Ég sakna þess til dæmis að leigubíla­ samfélagið sé ekki meira skapandi, að menn geti sameinast í leigubíla, að þeir geti orðið áskrifendur að akstri, til dæmis vinnufélagar sem mæta til vinnu og fara heim á sama tíma. Erlendis eru menn jafnvel farnir að skiptast á einkabílum með ákveðnum hætti. Sá sem á til dæmis jeppa getur lagt hann inn og fengið aðgang að minni bíl um tíma. Bíla­ framleiðendur viðurkenna að eftir nokkra áratugi muni eignarhald á bílum breytast, fólk muni ekki eiga þá heldur leigja.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Almenningssamgöngur eru ekki bara stóru gulu strætisvagnarnir. Ljósmynd/Hari Láns- eða leiguhjól tíðkast sem samgöngumáti almennings í borgum ytra. Fram- kvæmdastjóri Strætó bs. sér hið sama fyrir sér hér. Ljósmynd/Getty Images 16 samgöngur Helgin 21.-23. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.