Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 56
Dásamlegar sögur af breyskum goðum
norrænnar goðafræði eru frábær efniviður í
hressilegar teiknimyndasögur og í raun er með
ólíkindum að Disney, sem oft þjáist af andleysi og
hugmyndafátækt, skuli ekki fyrir löngu vera búið
að ramba á þessa fornu en sífersku uppsprettu.
Góðu heilli voru það þó Íslendingar sem réðust í
að gera þrívíða teiknimynd sem byggir á sögum
um þrumugoðið Þór og hamarinn Mjölni. Þessi
fyrsta íslenska teiknimynd í fullri lengd er ákaf-
lega vel heppnuð, áferðarfögur, bráðskemmtileg
og spennandi og öllum sem að gerð hennar komu
til mikils sóma.
Handrit myndarinnar er byggt á bók Friðriks
Erlingssonar um hinn unga járnsmið Þór sem
lætur sér leiðast í mannheimum enda bjargfastur
í þeirri trú að hann sé sonur alföðurins Óðins og
ætti því frekar að berja á jötnum frekar en að
hamra heitt járn. Þegar hið öfluga undravopn
Mjölnir fellur óvart til jarðar og hafnar í höndum
Þórs tekur líf hans algeran viðsnúning og áður
en hann veit af er hann kominn á bólakaf í harða
baráttu við hina valdagráðugu og bitru Hel, sem
beitir jötnum fyrir sig í tilraun til þess að steypa
Óðni af stóli.
Þetta tilbrigði við stef úr goðsögnum um Þór,
sem þurfti nú ekki að eyða æskunni á jörðinni, er
lagað að öllum helstu reglum ævintýrisins. Hér
bergmála litskrúðug forn minni um leit sonar að
föður og þá um leið sjálfum sér, unga manninn
sem með réttri leiðsögn verður hetja og erfir í
það minnst hálft konungsríkið og svo framvegis.
Allt er þetta gert með miklum ágætum og
kryddað með klassískum íslenskum húmor
þannig að börn jafnt sem fullorðnir eiga auðvelt
með að hrífast með. Nú er bara að vona að Þór
reiði sem best af jafnt heima sem erlendis þannig
að áfram verði hægt að ausa af þessum mikla
sagnabrunni norrænnar goðafræði ofan í íslensk
börn.
Æsir standast tímans tönn fyllilega og eru klárir í
alla samkeppni að utan.
52 bíó Helgin 21.-23. október 2011
K urt Russell fór fyrir hópnum sem komst í kast við geimskrímslið í mynd Carpenters en þeir félagar
áttu gott samstarf á árum áður sem skilaði
sér í sjónvarpsmynd um ævi Elvis, The
Thing, Escape from New York, Big Trouble
in Little China og Escape from L.A. tölu-
vert síðar.
Nú þegar 29 ár eru liðin frá því Russell
lauk keppni í baráttunni við geimveruna
sem var þeirri ónáttúru gædd að geta tekið
sér bólfestu í líkömum fólks og siglt þannig
undir fölsku flaggi og komist í óheppilega
nálægð við grunlaus fórnarlömb sín er
þráðurinn tekinn upp að nýju. Höfundar
þessarar nýju Thing-myndar leita ekki
langt yfir skammt þegar kemur að nafngift
og þótt hér sé ekki um endurgerð Carpen-
ter-myndarinnar að ræða, heldur forleik,
bera myndirnar sama nafn.
Mary Elizabeth Winstead (Scott Pilgrim
vs. the World, Live Free or Die Hard), Joel
Edgerton, sem lék ungan Owen Lars, upp-
eldisföður Luke Skywalker í Star Wars:
Episode II, og Daninn Ulrich Thomsen
(Festen, The World Is Not Enough, Brot-
hers) eru í hópi bandarískra og norskra
vísindamanna á Suðurheimskautinu sem
finna gegnfrosna geimveru djúpt ofan í
heimskautsísnum. Blessað fólkið áttar sig
aðeins of seint á því að veran er sprelllif-
andi og þegar hún hefur þiðnað býður hún
ekki boðanna og plantar sér í leiðangurs-
fólk sem týnir í framhaldinu tölunni eftir
kúnstarinnar reglum hryllingsmyndanna.
Þegar leiðangursfólkið áttar sig á eðli
geimverunnar tekur vænisýkin völdin og
mannskapurinn verður hálf ofsóknarbrjál-
aður enda engum treystandi þar sem geim-
veran getur leynst í hverjum sem er. Þessi
sama stemning var einnig allsráðandi í Car-
penter-myndinni þannig að margt er líkt
með skyldum þótt þrír áratugir skilji að.
Þeir sem muna eftir The Thing frá
árinu 1982 vita að skepnan laumaði sér í
raðir Russells og félaga í sleðahundi sem
hópurinn tók að sér eftir að hafa orðið vitni
að manni elta hundinn á þyrlu og reyna að
skjóta hann á færi. The Thing, árgerð 2011,
lýkur einmitt á þessum sama þyrlueltingar-
leik og markaði upphafið að óförum suður-
heimskautsleiðangurs Kurts Russell og
Carpenters.
Myndirnar eru því nátengdar og glöggir
áhorfendur taka eftir ýmsum aðstæðum og
hlutum sem vísa beint í eldri myndina sem
er í þessu tilfelli framhaldsmynd þótt hún
hafi komið langt á undan.
Hinn frosni vágestur utan úr geimnum
lét fyrst á sér kræla í bíó árið 1951 í mynd-
inni The Thing from Another World, oftast
kölluð The Thing áður en Carpenter tók
skrímslið til meðferðar, löngu síðar. Báðar
myndirnar eru byggðar á nóvellunni Who
Goes There? frá árinu 1938. Carpenter
fylgir sögunni í raun betur en The Thing
from Another World en í þeirri mynd
heldur sveit úr Flugher Bandaríkjanna á
Norðurpólinn þar sem talið er að geimfar
hafi hrapað. Hópurinn finnur geimveru
frosna í ís og flytur hana í klakaböndum í
hús. Þar þiðnar ófreskjan, sleppur laus og
ógnar lífi og limum her- og vísindamanna á
svæðinu.
Skrímslið er ekki alveg jafn ógnvekjandi
í þessu tilfelli og þeim síðari og er eins og
einhvers konar umlandi Frankenstein-
skrímsli af plöntuætt sem þrífst á blóði.
Grænmetið er samt síður en svo lamb að
leika sér við og flughersveitin má hafa
sig alla við eigi hún að komast lifandi frá
þessum hildarleik sem nú er endurtekinn í
þriðja sinn með heilmiklum tilþrifum.
The Thing geimvera TeKin afTur úr frosTi
Árið 1982 sendi
hrollvekjuleik-
stjórinn John
Carpenter frá sér
hryllingsmyndina
The Thing þar
sem vísindamenn
á Suðurheim-
skautinu stóðu
bráðfeigir í baráttu
við illviðráðanlegt
sníkjudýr utan úr
geimnum. Myndin
var endurgerð,
eða byggði í það
minnsta á sömu
smásögunni og
myndin The Thing
from Another
World frá árinu
1951 og nú snýr
„hluturinn“ aftur
í bíó í The Thing.
Mynd segir frá
hildarleik á Suður-
heimskautinu sem
lýkur á nákvæm-
lega sama stað og
mynd Carpenters
hófst.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
Forleikur að sígildum hrolli
Mary Elizabeth Winstead og Joel Edgerton eiga fótum fjör að launa á heimskautinu eftir að hafa grafið snaróða geimveru upp
úr ísnum.
frumsýndar
Norska spennumyndin Hodejegerne, eða
Hausaveiðararnir, er gerð eftir skáldsögu
krimmahöfundarins vinsæla Jo Nesbø sem
hefur haslað sér völl víða um heim, þar með
talið á Íslandi, með glæpasögum sínum um
drykkfellda rannsóknarlögreglumanninn Harry
Hole sem glímir við morðingja og annað hyski
í Osló.
Hole er að vísu víðs fjarri í Hausaveiður-
unum þar sem sagan hverfist um Roger
Brown sem lifir hátt og nýtur þess. Hann
er einn fremsti mannaveiðari Noregs og er
kvæntur hinni stórglæsilegu Diönu. Hún rekur
listasafn en tekjur þeirra hjóna af dagvinnunni duga ekki fyrir lífsgæðum þeirra þannig að
Roger drýgir tekjurnar með listaverkaþjófnaði. Fórnarlömbin finnur hann í gegnum gallerí
frúarinnar þannig að allt er þetta eins og best verður á kosið.
Þegar Diana kynnir Roger fyrir hinum dularfulla Clas, eiganda verðmæts málverks,
ákveður Roger að láta til skarar skríða. Clas er illu heilli gamall málaliði og er ekki á þeim
brókunum að láta ræna sig þannig að fyrr en varir er Roger kominn í úlfakreppu og bráða
lífshættu og þarf að leika flókinn blekkingarleik eigi hann að eiga möguleika á að sleppa
lifandi. Aðrir miðlar: Imdb: 7.6
Aðrir miðlar
Imdb: 6,6
Rotten Tomatoes: 33%
Metacritic: 49/100
Hausaveiðarar Nesbøs
Bíódómur heTjur valhallar - Þór
Góður sopi af sagnabrunni
Tommi, Jenni
og Palli
Páll Óskar
stóð fyrir
vinsælum
uppákomum
í Bíó Paradís
á síðasta
starfsári
og nú tekur
hann upp þráðinn að nýju og verður að
jafnaði með sýningar í bíóinu mánaðar-
lega. Á sinni fyrstu sýningu teflir hann
fram hinu trausta og dáða tvíeyki Tomma
og Jenna og sýnir úrval mynda úr safni
sínu um þá fjandvini.
Seinheppna köttinn og músina úrræða-
góðu þarf vitaskuld ekki að kynna enda
hafa þeir skemmt mörgum kynslóðum um
víða veröld áratugum saman.
Páll Óskar sýnir alls tólf stuttar myndir um
þá félaga og er heildarlengd dagskrárinnar
um hundrað mínútur með hléi.
frumsýndar
The Three
Musketeers
Hin sígilda saga Alexandre Dumas um
skytturnar þrjár dúkkar upp í bíó með
reglulegu millibili. Í þessari nýjustu útgáfu
leika Matthew Macfadyen, Luke Evans og
harðhausinn Ray Stevenson, sem lék Titus
Pullo í Rome, skytturnar þrjár en Logan
Lerman leikur D’Artagnan sem hinar
vösku skyttur taka upp á sína arma.
Sem fyrr þráir D’Artagnan að ganga í raðir
skyttna Frakklandskonungs og berjast
gegn fjendum hans. Hann fær tækifærið
þegar óvinir í austri og vestri sameinast
um innrás í Frakkland. Aðrir miðlar:
Imdb: 5.9, Rotten Tomatoes: 30%
d
-
Þór lætur sér leiðast og dreymir um alvöru ævintýri.
Hætturnar leynast víða í kringum
hausaveiðarann Roger Brown.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@
frettatiminn.is