Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 8
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880
og fáðu Intiga til prufu í vikutíma
Intiga eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun
heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður
skýrara en þú hefur áður upplifað.
Með Intiga verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum!
*Í flokki bak við eyra heyrnartækja
sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu
Heyrnartækni kynnir ...
Minnstu heyrnartæki í heimi*
S aga Þórs, hins nýja varðskips Ís-lendinga, er samfelld hrakfallasaga og það áður en skipið hefur komist
í notkun við gæslu- og björgunarstörf hér
við land. Gríðarlegur jarðskjálfti og flóð-
bylgja seinkaði smíði skipsins um meira
en ár. Vandræði voru með aðra aðalvél
skipsins á heimsiglingunni frá Chile í sept-
ember og október. Orsakir titrings í vélinni
hafa ekki fundist og því hefur þetta flagg-
skip Landhelgisgæslunnar verið bundið við
bryggju frá komu, utan sýningarferðar sem
farin var umhverfis landið í nóvember.
Þegar viðgerðartilraunir reyndust
árangurslausar var brugðið á það ráð að
senda skipið til viðgerðar í Bergen. Þar
var loks tekin ákvörðun um að taka vélina
úr skipinu og setja nýja í staðinn. Kostn-
aður vegna skiptanna er talinn nema um
milljarði króna. Vélin er í ábyrgð og lendir
kostnaðurinn á framleiðanda en tjón Land-
helgisgæslunnar er mikið enda verður
skipið úr leik fram til 2. apríl.
Fréttatíminn greindi frá vandræðum
með aðra aðalvél skipsins á heimsigl-
ingunni 11. nóvember síðastliðinn. Ás-
grímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri
aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, gerði
ekki mikið úr biluninni í viðtali við blaðið,
sagði ekkert alvarlegt hafa átt sér stað:
„Þetta skip er með tveimur aðalvélum
sem gerir það enn öruggara þótt eitthvað
smávægilegt sé að annarri þeirra,“ sagði
hann. Sagan nær aftur til 4. mars árið
2005 þegar ríkisstjórnin samþykkti tillögu
Björns Bjarnasonar, þáverandi dómsmála-
ráðherra, um endurnýjun skipa- og flug-
vélaflota Landhelgisgæslunnar. Eftir útboð
var tilkynnt í desember 2006 að samningar
hefðu verið undirritaðir við skipasmíðastöð
í Chile. Smíði skipsins hófst 16. október
...þótt
eitthvað
smávægi-
legt sé að
annarri
þeirra.
LandheLgiSgæSLa MiLLjarður í véLaSkipti varðSkipSinS ÞórS
Hrakfallasaga flaggskips fyrir og eftir afhendingu
Smíða- og áfallaSaga nýS varðSkipS
4.
mars
2005
Ákvörðun um
endurnýjun
flug- og skipa-
flota Landhelg-
isgæslunnar.
20.
desemb-
er 2006
Samningur
undirritaður um
smíði nýs varð-
skips.
16.
október
2007
Smíði skipsins
hefst.
29.
apríl
2009
Varðskipið
sjósett og gefið
nafnið Þór.
27.
febrúar
2010
Flóðbylgja í
kjölfar jarð-
skjálfta veldur
eyðileggingu
og tefur smíði
Þórs.
23.
septem-
ber 2011
Varðskipið
afhent í Chile.
Sigling heim
hófst 28. sept-
ember.
26.
október
2011
Þór kemur til
Vestmannaeyja
og degi síðar til
Reykjavíkur.
11.
nóvem-
ber 2011
Fréttatíminn
greinir frá
vandræðum
með aðra vél
skipsins.
Nóvem-
ber 2011
Sýningarferð
Þórs um landið.
8.
desem-
ber 2011
Greint frá
titringi í annarri
aðalvél Þórs
sem ekki tekst
að gera við.
Febrúar
2012
Þór siglt til
Bergen til við-
gerðar. Ákveðið
að skipta um
aðra aðalvélina.
2
apríl
2012
Fyrirhuguð
afhending Þórs
eftir vélaskipti.
Á smíðatíma olli jarðskjálfti og
flóðbylgja í kjölfarið meira en árs töf
á afhendingu nýja varðskipsins. Frá
heimkomu í haust hefur skipið meira
eða minna verið úr leik vegna galla.
Annarri aðalvélinni verður skipt út á
kostnað framleiðanda.
2007 og það var sjósett 29. apríl 2009.
Gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið
yfir Chile 27. febrúar 2010. Öflug
flóðbylgja í kjölfar skjálftans reið yfir
og olli mikilli eyðileggingu. Miklar
skemmdir urðu á skipasmíðastöðinni
Ashmar í Talchuano þar sem Þór
var í smíðum. Varðskipið var tekið í
þurrkví tveimur mánuðum eftir nátt-
úruhamfarirnar og kom það eftirlits-
mönnum á óvart hve litlar skemmdir
höfðu orðið á því. Skemmdirnar á
skipasmíðastöðinni seinkuðu smíði
þess hins vegar um meira en ár.
Varðskipið var loks afhent í Chile
23. september á liðnu ári og kom það
til Reykjavíkur 27. október með við-
komu í Vestmannaeyjum degi fyrr.
Frá þeim tíma hefur vélarbilunin að
mestu stöðvað skipið. Frá því var
greint 8. desember að við mælingar
á vélbúnaði skipsins hefði komið í
ljós titringur í annarri aðalvélinni.
Skoðunarmenn framleiðandans, Rolls
Royce, töldu að orsökin væri galli í
eldsneytiskerfi skipsins. Viðgerð gæti
tekið nokkra daga. Margvíslegar
breytingar voru gerðar á eldsneyt-
skerfinu en það breytti engu. Véla-
framleiðandinn ákvað þá að stilla vél-
ina upp á nýtt, skipta um mótorpúða
og lét steypa undir hana. Sú aðgerð
bar engan árangur.
Í upphafi þessa mánaðar var til-
kynnt um þá ákvörðun vélarfram-
leiðandans að sigla skipinu til Bergen
til að ljúka viðgerðum vegna hins
óeðlilega titrings. Þegar sýnt þótti
að frekari viðgerðir á vélinni bæru
ekki árangur ákvað framleiðandinn
að skipta um vél enda tókst ekki að finna
orsakir titringsins.
Áætlað er að vélin verði rifin í parta,
að því er Landhelgisgæslan greinir frá,
og hún tekin aftur úr skipinu upp um
lestarlúgu og nýrri vél komið fyrir með
sama hætti. „Þetta er mikil framkvæmd
og má búast við að kostnaður Rolls Royce
við framkvæmdina nemi allt að einum
milljarði króna,“ segir Gæslan enn frem-
ur og bætir því við að áætlanir hennar
hefðu gert ráð fyrir því að Þór yrði við
eftirlit og löggæslu og því væri þetta afar
bagalegt. Ráðstafanir hefðu hins vegar
verið gerðar til að tryggja viðveru varð-
skipanna Ægis eða Týs alla þá daga sem
áætlað var að Þór yrði siglt.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Saga Þórs, hins nýja
og glæsilega varð-
skips, hefur verið
þyrnum stráð fram til
þessa. Ljósmynd Hari
8 fréttir Helgin 24.-26. febrúar 2012