Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 15
B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . *Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð á mann. E N N E M M / S IA • N M 49 29 6 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is 29.900 kr.*flug fr á Fyrstu sætin á þessu frábæra verði Bókaðu strax á www.heimsferdir.is Alicante Þökkum frábærar viðtökur! Höfum bætt við páskaferð 28. mars - 10. apríl Skráðu þig í netklúbb Heimsferða og fáðu öll tilboð send Herða reglur um eftirlit Evrópusambandið hefur skorað á lönd sín að herða reglur með lækningatækj- um. Þá sérstaklega að herða reglur með þeim sem sjá eiga um eftirlit með þeim sem framleiða þau. Þetta segir Haukur Egg- ertsson, sérfræðingur hjá Lækninga- tækjaeftirlitinu hjá Lyfjastofnun. „Það er verið að herða tökin á þessum bransa eftir reynsluna sem hefur safnast síðustu fimmtán ár,“ segir hann. Sam- bandið endurskoði einnig sínar reglur og ekki sé ljóst hvenær endurskoðuninni ljúki. - gag Hollendingar seldu PIP undir nafninu M-Implants Talið er að hollenskur sílikon-sali hafi notað sömu iðnaðasílikon-fyllingarnar og franska fyrirtækið PIP. Púðana hafi hann keypt frá PIP og selt undir vörumerkinu M-Implants á árunum 1988 til 2011. Við þessu varar sádí-arabíska matvæla- og lyfjaeftirlitið. Yfirmaður eftirlitisins, Dr. Saleh Al- Tayar, sagði við þarlenda fjölmiða að yfir 320 konur þar í landi séu með þessa hættulegu púða. Frá þessu er greint á fréttavef The Saudi Gazette. Á vefnum Explaininfo.com, sem miðlar upplýsing- um um brjóstastækkunaraðgerðir segir að yfirvöld í Portúgal hafi einnig varað við þessum fyllingum og að þær séu í skoðun annars staðar í Evrópu. Talið er að fimm þúsund breskar konur séu með M-Implants. - gag Nú væri þetta bara búið,“ segir hún. Sjúkrasagan löng og ströng „Þegar ég vaknaði eftir aðgerð- ina var ég miklu betri. Ég gat legið á bakinu og andað. Mér leið ekki eins og ég væri að kafna. Ég myndi aldrei vilja aðra púða. Það er of dýru verði keypt. Ég vel lífið.“ Sjúkrasaga konunar er löng og ströng. Lengri en hún sjálf hefði getað ímyndað sér áður en hún sá sjúkraskýrslur sínar á heilsu- gæslustöðinni nú í vikunni. Hún hefur í þrjátíu skipti frá árinu 2004 leitað til læknis vegna ein- kenna sem hún telur nú að stafi af sílikon-púðunum. Þegar rýnt er í sjúkraskýrsluna má sjá að heim- sóknum fór að fækka frá árinu 2010. „Ég hafði gefist upp. Ég var gjörsamlega búin. Ég veit ekki hvað hélt mér gangandi.“ Ein ástæða þess að konan telur að hún hafi ekki náð betur til lækna er að í samtölum við þá sagði hún frá andlátum í fjöl- skyldunni vegna krabbameins og af hræðslu sinni við sjúkdóminn. Læknar sögðu henni að líkamlegu einkennin sem hún fyndi væru jafnvel sorgarviðbrögð. Með það fór hún heim. Fer ekki í sturtu svo aðrar sjái Hún segir útlit brjóstanna í kjölfar minnkunar þeirra og svo sílikon-ígræðslunnar hafa brotið sig niður. „Ég skammast mín. Ég fer ekki í sund. Ég fer ekki í sturtu í ræktinni. Eldri börnin mín vissu ekki fyrr en ég fór í aðgerðina núna að ég væri með púða. Þeir áttu að redda mér en þeir heftu mig.“ Þessi lífsreynsla hafi tekið stóran toll. „Ég hef verið hálf manneskja. Undanfarin tíu ár fóru í vaskinn. Ég er búin að vera lasin, slöpp og sljó í tíu ár,“ segir hún. „En lífið knýr mann áfram og löng- unin eftir því að ná heilsu.“ - gag þar sem púðarnir voru fjar- lægðir. Í sjúkraskýrslunni stendur: „Vinstri brjóstapúð- inn er sprunginn og það sjást áberandi eitlar í vinstri holhönd sá stærsti mælist 11 x 2,6 cm að stærð.“ Þess má geta að ósýktir, eðlilegir eitlar eru yfirleitt ekki stærri en 2 sentimetrar, eftir því sem Fréttatíminn kemst næst. Símleiðis hefur konunni verið synjað um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands, en formlegt svar hefur ekki borist að hennar sögn. „Ég veit að þau vilja hjálpa mér, en allt stoppar þetta á hvert öðru innan kerfis- ins. Fólk vinnur ekki saman.“ Hún hefur leitað til lögfræð- ings vegna rannsóknarniður- stöðu dr. Blais – að hún hafi bor- ið tilraunaframleiðslu í barmi sínum: „Einhver verður að taka ábyrgð á því að ég var gerð að til- raunadýri. Af hverju komu þess- ir púðar til landsins? Af hverju var CE-merki á þeim?“ spyr hún og bíður eftir lokaskýrslunni frá dr. Blais. „Lögmennirnir eru að skoða málið ennþá. Það er ekki komið í farveg en einhvers- staðar verður að byrja og taka á þessum málum.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Konum með sílikon-púða sem sótt hafa ómskoðun í hópleit hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur hingað til ekki verið sagt frá lekum púðum. Landlæknir hefur beðið Leitarstöðina að breyta því í kjölfar fölsuðu sílikon-púða franska PIP framleiðandans. Þetta segir Kristján Sigurðs- son, yfirlæknir á Leitar- stöðinni. Kristján segir að lesið hafi verið úr myndum kvenna sem komu í hópleit nokkrum dögum síðar og því hafi konurnar ekki verið upplýstar um rofna púða. „Konur sem leita til okkar vegna ein- kenna sitja á bekknum og eru hér inni á meðan myndirnar eru skoðaðar. Þá hefur verið viðhöfð sú vinnuregla að læknarnir upplýsi þær um leka.“ Kristján bendir á að leitin hafi þann tilgang að finna byrjunareinkenni krabbameins og að hingað til hafi það ekki verið talið hættulegt að greina leka á löglega framleiddu sílikoni frá brjóstapúðum. „Mér skilst að sumir lækna okkar hafi jafnvel sagt konum að fara til lýtalækna sinna og þær hafi þá í sumum tilvikum fengið þau svör að þetta skipti engu máli. Það hafi því ekki alltaf verið tekið á málum, enda getur leki verið af margskonar toga.“ - gag  leitarstöðin Vinnureglum breytt Töldu leka frá sílikonpúðum ekki hættulegan fréttaskýring 15 Helgin 24.-26. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.