Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 10
 Verðlaun FrumkVöðlastarF Ferðaklúbbsins 4x4 Heyrnarlausir jeppa- menn í vetrarferðir á fjöll Einlægar óskir heyrnarlausra um það að komast í vetrarferðir á fjöll hafa ræst í samstarfi við Ferðaklúbbinn 4x4. Félag heyrnarlausra verðlaunaði Litlunefnd ferðaklúbbsins fyrir frumkvöðla- starfið. Hópur heyrnarlausra jeppamanna stækkar stöðugt. Ý msir úr hópi heyrnarlausra hafa átt sér þann draum að komast í vetrarferðir á fjöll á jeppum sínum en það hefur verið annmörkum háð þar sem mikilvægt er að vera í talstöðvarsambandi, komi eitthvað upp á. Í farsælu sam- starfi Félags heyrnarlausra og Ferða- klúbbsins 4x4 hefur málið verið leyst – og það með þeim ágætum að fyrr í þessum mánuði verðlaunaði Félag heyrnarlausra Litlunefnd Ferða- klúbbsins 4x4 fyrir framúrskarandi frumkvöðlastarf í þágu heyrnar- lausra. „Þetta byrjaði með því að það voru nokkrir heyrnarlausir sem áttu jeppa en notuðu þá ekki til að fara á fjöll en höfðu áhuga á að prófa. Þeir leit- uðu því til okkar til að athuga hvort hægt væri að fá aðstoð til að komast af stað,“ segir Ólafur Magnússon, formaður Litlunefndar. „Við höfum talsverða reynslu í þessu enda hefur nefndin staðið fyrir ferðum undan- farin tíu ár fyrir óbreytta eða lítið breytta jeppa.“ Hann segir að menn í ferðaklúbbn- um hafi ekki alveg vitað hvernig þeir ættu að taka á málinu, meðal annars ekki kunnað táknmál, en ákveðið að prófa eina ferð til þess að sjá hvernig gengi. „Það gekk glimrandi þótt ým- islegt væri með öðrum hætti en við vorum vön, meðal annars talstöðvar- samband milli bíla. Það þurfti því að leysa málið með öðrum hætti, aðal- lega ljósablikki,“ segir Ólafur. Heyrnarlausir eru velkomnir í ferðir klúbbsins, eins og aðrir, segir Ólafur, en eftir sérferðina fá heyrnarlausu jeppaökumennirnir, að hans sögn, ekki neina sérstaka með- höndlun. „Þeir koma bara með og skemmta sér á fjöllum eins og allir aðrir sem áhuga hafa á því.“ Ólafur segir að í stórum ferðum klúbbsins sé skipt í smærri hópa. Hópstjórar vita þá ef heyrnarlausir eru í hópnum og haga röð bíla eftir því. Ólafur segir að jeppahópur heyrn- arlausra hafa stækkað eftir þetta. „Þessi ferðamáti fellur þeim vel. Þeir eru að uppgötva hvaða orka fylgir íslensku hálendi. Menn sem hafa komið með sem farþegar hafa jafn- vel keypt sér jeppa og dæmi eru um það að þeir sem áttu jeppa fyrir hafi sett undir þá stærri dekk og breytt þeim eitthvað. Þetta eru ævintýra- ferðir en við erum alltaf með reynda fararstjóra í hópunum. Þetta er því alltaf í öruggum höndum en við reyn- um að sjá til þess að ævintýragildið skerðist ekki.“ Víða hefur verið farið í vetur, á Langjökul, á svæðið umhverfis Skjaldbreið, á Kaldadal og nýlega var farið í Kerlingarfjöll. Ólafur seg- ir að algengt sé að í slíkum ferðum séu 40-50 jeppar og í þeim hópi hafi í seinni tíð oft verið fjórir til sex jeppar heyrnarlausra. „Þeir eru komnir á bragðið, komnir inn í klúbbinn en eru ekkert öðru vísi en aðrir sem ferðast með okkur. Við förum mánaðarlega í ferðir yfir vetr- artímann. Þetta eru fjölskylduferðir. Fólk er að koma með börnin sín og prófa. Sumir falla fyrir sportinu og fara þá hugsanlega í stærri bíla.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Óbreyttir jeppar í fylgd breyttra í vetrarferð við Meyjarsæti. Úr ferð Litlunefndar Ferðaklúbbsins 4x4 með heyrnarlausum. Lj ós m yn d/ Ó la fu r M ag nú ss on Þúsundir barna heimsóttu útibú Arion banka um land allt í tilefni af öskudeg- inum. Í stað þess að fá sælgæti fengu þau sérprentað öskudags-Andrésblað. Börnin voru hæstánægð með nýbreytnina enda Andrés önd sívinsæll meðal barna á öllum aldri. Síðastliðið haust stóð Arion banki fyrir lestrarviku og verður leikurinn endur- tekinn í apríl næstkomandi. Andrésblaðið sem gefið var á öskudaginn er liður í að hvetja krakka á öllum aldri til að vera dugleg að lesa sér til skemmtunar. Fjölmargir skemmtilegir búningar sáust og ljóst að mörg börn lögðu mikla vinnu í sína búninga eins og meðfylgjandi mynd, sem tekin var í útibúi bankans við Hlemm, bera með sér. Arion gaf öskudags-Andrésblað „Lengsta lögga landsins“ á bítla- tónleikum „Lengsta lögga landsins,“ sjálfur Geir Jón Þórisson, tekur lagið á bítlatónleik- um Oddfellowstúkunnar Baldurs í Háskólabíói laugardaginn 3. mars. Geir Jón, sem er hávaxnari er aðrir lögreglu- menn, stýrði meðal annars lögregluliðinu í Reykjavík á dögum búsáhalda- byltingarinnar. Eftir að hann lét af lögreglustörfum hefur hann setið við skriftir í Vestmannaeyjum en þar ritar hann sögu byltingarinnar frá sjónarhóli lögreglunnar. En Geir Jón er ekki aðeins lögga og mannasættir. Hann er líka góður söngmaður. Á bítlatónleik- unum mun hljómsveitin Baldursbræður flytja lög frá upphafsárum Bítlanna. Þá rifja félagar úr hljómsveitinni Pónik upp gamla takta, auk Drengjakórs Oddfellowreglunnar. Tónleikarnir eru til styrktar Líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Þar hefur Oddfellowreglan komið veglega að málum undanfarin ár og enn bíður hennar stórverkefni við uppbyggingu þar. Miða má kaupa á vefnum: skemmtun.oddfellow.is. Dag- skráin hefst klukkan 20 en húsið opnar klukkan 18. Stefnt er að því að gestir taki hressilega undir í alkunnum lögum og styrki um leið verðugt málefni. -jh Elsta bíla- þvottastöðin á nýjar slóðir Elsta sjálfvirka bílaþvottastöðin sem margir muna eftir úr Sóltúni í Reykjavík, hefur nú tekið til starfa í nýju húsnæði að Grjóthálsi 10, á sama plani og bensínstöð Skeljungs við Vesturlands- veg. Í boði er tjöruhreinsun, háþrýsti- þvottur, handþvottur, bón og þurrkun á 7 mínútum. Bón- og þvottastöðin var fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöð á Íslandi og var stofnuð árið 1968 í Sóltúni og var þar í nær 40 ár eða til lok árs 2007. 10 fréttir Helgin 24.-26. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.