Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 42
34 bækur Helgin 24.-26. febrúar 2012  RitdómuR HausaveiðaRaRniR Jo nesbö Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Jonas Jonasson er komin enn á ný á topp aðallista Eymundssonar. Bókin stefnir hraðbyri í að verða ein mest selda skáldsaga sem komið hefur út á íslensku. GamlinGinn ódRepandi  RitdómuR HunGuRleikaRniR eftiR suzanne Collins Í kjölfar umræðu um lakan árangur unglinga og ungs fólks í lestri er rétt að líta til útgáfu á þýðingu Magneu Matthíasdóttur á Hungurleikunum eftir Suzanne Collins. Sagan er bandarísk að uppruna, þó hún eigi sér djúpar rætur í söguhefð vesturlanda sem teygja sig allt aftur til grískra fornsagna. Hungur- leikar er fyrsta bók í þríleik, hún kom út vestanhafs 2008 og hefur setið þar í efstu sætum sölulista síðan. Kvikmynd eftir sögunni verður frumsýnd í mars hér á landi. Collins á að baki verk sem skrifuð eru fyrir ungt fólk, lesendur á aldrinum 10 til 20 ára, þeim hóp sem bóksalar í vesturálfu skilgreina sem unga/fullorðna – „Young Adult“. Hér á landi hafa hvorki bókamenn, kennarar né útgáfur reynt að búa til slík- an geira með áróðri og markaðssetningu, mættu fara að huga að því í ljósi ástands í lestri. Í þessum flokki má finna afar breiða fylkingu höfunda og viðfangsefna þótt þroskasagan sé einn helsti þáttur og söguefni, sama hvar sagan er sett niður í tíma. Framtíðarsaga Hungurleikarnir gerast í framtíðinni eftir tortímingarstríð svo Bandaríki Norður- Ameríku eru ekki lengur til en þar er nú ríkið Panem (úr latínu samanber Brauð og leikir) sem skiptist í þrettán umdæmi sem eru sérhæfðar framleiðslueiningar. Öllu ríkinu er stjórnað eins og þræla- búðum yfirstéttar sem er ósýnileg. Börn og fullorðna vaktar alsjáandi kerfi eftir- lits, óhlýðni og brotum er hegnt mis- kunnarlaust. Partur af harðstjórninni eru keppnisleikar; úr hverju umdæmi (fyrir utan það þrettánda sem er lokað eftir uppreisn þar) eru valin tvö ungmenni til að taka þátt í leikum á sérbyggðum leik- vangi undir alsjáandi auga sjónvarpsvéla. Tilgangur leikanna er að þau 24 berjist uns einn stendur sigurvegari yfir hinum dauðum. Katniss er sextán ára dóttir kolanámu- manns á tólfta svæði sem býður sig fram í leikana þegar systir hennar er valin. Þrí- leikurinn rekur síðan sögu hennar. Fyrst hvernig hún gengur til leiksins í hátísku- höfuðborg Panem, Kapitol, hvernig hún kynnist starfsfólki leikanna og hinum keppandanum úr tólfta umdæmi, bakara- syninum Peeta, og hvernig þeim reiðir síðan af í miskunnarleysi keppninnar. Hugmyndin kviknaði, að sögn Collins, eftir flakk á milli sjónvarpsstöðva þar sem stríð var í bland við keppnisþætti: Elstu fyrirmyndir eru mey- og svein- fórnir á Krít í sögninni um Mínótaurus, en fleiri dæmi svipaðrar sögu eru til svo sem kvikmyndin Punishment Park eftir Peter Watkins frá 1971 en svona sögur eru legío. Lesendum okkar tíma er allt umhverfi sögunnar nákunnugt; stétt- skipting, hörð kjör víða, alvald sjón- varpsafþreyingar og hlutverkjaleikir hins svokallaða raunveruleikasjónvarps. Elt- ingarleikurinn sem spennugjafi og bráðin sem hið áhugaverða fyrirbæri, sam- sömun sem lesandi finnur í sinni stöðu með bráðinni. Hér er því leikið sér með ofsókn og eyðingu sem í bland við ótta og spennu leiðir hetjuna gegnum erfiðleika til sigurs á þeim kröftum sem hetjan er í upphafi ofurseld – þú getur sigrast á kringumstæðum þínum. Fyrsti hluti þríleiks Fyrsti hluti Hungurleikanna er hug- vitsamlega samið verk, sannfærandi í skemmtun og afþreyingu, vekur með hverjum lesanda kunnugleika við að- stæður okkar á vorum tímum, hér er lýst reglum sem við þekkjum þótt vígaslóðin sé okkur fjarri en samt svo nærri. Sagan á erindi bæði til krakka undir fermingu og þeirra sem eldri eru, hún er jafnvel fín spennusaga fyrir fullorðna lesendur. Nú verður gaman að sjá hvernig sagan plummar sig eftir myndina. Útgefandinn hér á landi hefur skamman tíma til að koma bók tvö og þrjú út áður en mynd tvö verður frumsýnd síðla vetrar 2013. Hér er saga sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera beitt vopn í baráttu fyrir læsi unglinga á öllum aldri; afþreying fyrir páskalestur, sumargjöfin í ár, lesefni fyrir alla í fjölskyldunni. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Hörkuspennandi og í lit Hinn árlegi Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda hefst í Perlunni föstudaginn 24. febrúar. Merki hans og táknmynd hefur um áratugaskeið verð Bókakarlinn glaði sem steðjar um stræti og torg. Karlinn kom fyrst fram um 1960 og var óbeint afsprengi dekkjakarlsins frá Michelin. Hann hefur alltaf verið einn á báti og ekki átt sér vini eða fjölskyldu, en nú er orðin breyting á. Halldór Baldursson teiknari endurskapaði gamla Bókakarlinn fyrir fáeinum árum og bætti í hann litum og lífi en hann hafði aldrei komist út úr svart- hvítri tilveru sinni og yfir á fjórlita stigið fyrr en ný öld rann í garð. Nú hefur Halldór enn lífgað upp á tilveru Bókakarlsins og gefið honum góðan og bókelskan vin, Bókakonuna, sem er niðursokkin í lestur alla daga. Í fyrsta sinn mæta þau félagarnir saman til leiks á Bókamarkaðinum í Perlunni nú í ár. Bókakonan er að sjálfsögðu áminning um að konur eru í meirihluta lesenda og það eru konur sem oftast kaupa bækur fyrir alla fjölskylduna. -pbb Bókamarkaðsdagar framundan Í liðinni viku kom skáldsagan Hrafnarnir, eftir norska rithöfundinn Vidar Sundstøl, út á forlaginu Uppheimar. Hrafnarnir eru þriðja bók Sundstøls á íslensku og jafnframt lokabindi Minnesota-þríleiksins svokallaða. Fyrri bæk- urnar hafa hlotið prýðilegar viðtökur, bæði lesenda og gagnrýnenda og Hrafnarnir fengu meðal annars sex stjörnur í afar lofsamlegum dómi í Verdens Gang þegar bókin kom út í Noregi síðastliðið vor. Þá er komin út Veiðimennirnir sem er önnur bókin í söguröð Jusse Adler-Olsen um félagana í Deild Q. Sem fyrr þurfa þeir að grafast fyrir um gamalt mál, morð á tveimur systkinum 1987 í sumarbústað á Sjálandi. Rannsókn þeirra vindur hratt uppá sig og er lokakafli sögunnar, eins og gjarnan hjá Adler-Olsen, býsna áhrifamikill. Danskur og norskur sagnameistari á ferðinni með fína afþreyingu. -pbb Nýir reyfarar frá Skandinavíu  Hausaveiðarar Jo Nesbö Þýðing: Ingunn Ásdísardóttir Uppheimar 2011 Nesbö hinn norski er maður ekki ein- hamur: Forleggj- ari bóka hans fyrir fullorðna lesendur keppist við að ná í skottið á árleg- um sögum hans af fylliraftinum Harry Hole á með- an barnabókafor- leggjari hans er að koma sögum hans fyrir krakka á markað. Svo var um síðustu jól sett á markað hliðarafurð hans sem reyndar var þegar orðin kunn hér í kvikmynda- formi: Hausaveiðarar. Þetta er ekki löng saga, frá- sögn í fyrstu persónu, kaldur strákur úr lágstétt er að klifra upp í heim starfskraftamiðlara í hinu ríka norska samfélagi en verður á hraðferð að stytta sér leið að settu marki. Hann er kominn í toppstöðu, býr glæsilega og hluti af innréttingunni er kona af réttri stærð og lit sem rekur gallerí. En til að fjármagna ævintýrið er okkar maður kræfur listaverkaþjófur á svæðinu umhverfis Osló. Lesanda, sem er kunnugur stíl og byggingu spennuverka Nesbo, finnur að höfundinum hefur verið létt að stökkva í annan heim frá umhverfi Harry Hole. Að vanda er grunnur sögunnar karlmanns- lýsing og kveikja úr heimi tækninnar. Nesbö vinnur gjarnan þannig að hann er með sérfræðilegar upplýs- ingar sem notast í plottið og hér er hann óvenju hug- vitssamur. Þetta er spennandi saga með snöggum og óvenjulegum snúningum á fléttunni svo lesandinn er gapandi á síðustu metrunum í lestrinum. Hér hjálpast allt að: Sannfærandi sögumaður sem er bæði skíthæll og montrass, lifir í heimi Dagens Næringsliv og er mikill merkjakóngur, en er þrátt fyrir glæsileikann fleygaður maður og óheilindi hans djúpstæð. Yfirstéttardraumur hans er studdur skýr- um lýsingum og bakgrunnur persónanna eru flott hugsaðar þótt hann teygi sig í aðrar álfur. Hér er toppurinn á kapítalismanum til skoðunar og okkar maður þarf síðan að vaða niðri skítinn, bókstaflega – trikk sem lesendur Viltu vinna milljarð þekkja. En sagan er skemmtileg og spennandi. -pbb Nesbö í góðu formi  Hungurleikarnir Suzanne Collins Þýðandi: Magnea Matthías- dóttir JPV útgáfa, 376 síður 2011. Suzanne Collins Þríleikur hennar hefur setið í efstu sætum bandarískra metsölulista frá því fyrsta bókin kom út 2008. Úr vel heppnaðri kvikmyndagerð Hausaveiðaranna. Þetta er saga sem á undir öllum kringumstæðum að vera beitt vopn í baráttu fyrir læsi ung- linga á öllum aldri; afþreying fyrir páskalestur, sumargjöfin í ár, lesefni fyrir alla í fjölskyldunni. EFTIR OHAD NAHARIN minus 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.