Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 38
K omum erlendra ferðamanna til Íslands fjölgar stöðugt og miklar líkur eru á að enn eitt metið í komum ferðamanna til landsins verði slegið á þessu ári. Einn af þeim þáttum sem dregur erlenda ferðamenn að landinu er að Ísland er framandi. Það er öðruvísi. En hvað er það sem hvetur Íslendinga til að ferðast um landið sitt og hvernig er hægt að koma skilaboðum til Íslendinga um ágæti eigin lands sem ákvörðunarstað ferðalags? Skoðum málið út frá sjónarhóli vörumerkjafræða. Fyrsta skrefið er að skoða hugsanlegan markhóp, það er þann hóp sem á að ná til með markaðsstarfi. Það er freistandi að setja alla Íslendinga í markhópinn en það er að sama skapi hæpið því það er ólíklegt að allir Íslendingar hafi áhuga á að ferðast innanlands. Það er því slæm ráðstöfun á takmörkuðum markaðs- fjármunum að tala til þeirra sem ekki heyra en frekar að skoða einkenni þeirra sem væru líklegir til að vilja ferðast innanlands. Til að gera það þarf að kafa dýpra og finna hverjar þarfir og langanir Íslendinga eru í raun og einnig að skoða þær rannsóknir sem þegar liggja fyrir vörumerki á ferðamarkaði Samkvæmt rannsóknum er áfangastaður ekki endi- lega efst í huga þegar ferðalag er ákveðið heldur sækist fólk eftir að rjúfa hversdagsleikann. Það innifelur hluti eins og til dæmis að: Flýja vanagang, kanna nýja hluti, afslöppun, upphefð, bæta fjölskyldutengsl og félagsleg samskipti. Áfangastaðurinn er því ekki endilega aðal sölupunkturinn heldur getur „pakkinn“ skipt meira máli. Til dæmis allar þær athafnir sem eru innifaldar í fríinu og hægt er að gera á áfangastað. Þá getur „teg- und af fríi“ einnig skipt meira máli en áfangastaðurinn. Hvernig hjálpa þá vörumerki? Megininntak vöru- merkjafræða er aðgreining, það er hvernig tiltekin vara eða þjónusta er öðruvísi á einhvern hátt. Aðgrein- ingu er hægt að koma á framfæri með áþreifanlegum þáttum eins og útliti eða virkni en einnig er hægt að höfða til tilfinninga og langana á óáþreifanlegan hátt og þannig aðgreina vöru. Það er vitað að „pakkinn“ og „teg- und af fríi“ skiptir máli en einnig þarf að rannsaka betur hvaða aðgreiningarþættir eru sértækir fyrir Íslendinga. Allir þætt- irnir eru byggðir inn í vörumerki og skila- boðum komið til valins markhóps. Mark- hópnum er sagt hvað vörumerkið stendur fyrir, fyrir hvern það er og af hverju. Við uppbyggingu vörumerkisins þarf ekki einungis að huga að því að byggja réttar tengingar inn í vörumerkið heldur getur þurft að eyða ranghugmyndum. Þetta getur þó reynst snúið í tilviki ferðalaga innanlands því staðalímyndir virðast hafa myndast sem erfitt getur verið að snúa ofan af. Ein af þeim er til dæmis að það sé dýrt að ferðast innanlands. Það er vissulega ekki ódýrt en í samanburði við utanlandsferð þá er það hagstætt. Rannsóknir sýna að það er erfitt að breyta staðalímyndum en það er ekki ómögulegt og því er æskilegt þegar vörumerki, sem miðar að því að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands, er byggt upp þarf uppbyggingin taki mið af tveimur þáttum: Breytingu á staðalímyndum og að koma jákvæðum tengingum á framfæri. Á hlutlægan og/eða óhlutlægan hátt væru þannig byggðir þættir inn í ímynd vörumerkisins sem myndu hjálpa væntanlegum ferðalangi við ákvörðunar- töku Uppbygging vörumerkis snýst því ekki um einstakar auglýsingar heldur að byggja upp fyrirfram ákveðnar tengingar með skipulegum hætti á löngu tímabili. Upp- bygging vörumerkis tekur langan tíma og er fjárfest- ing í framtíðinni. Farsæl leið fyrir aðila í ferðaþjónustu gæti verið að koma sér saman um að byggja upp vöru- merkið Ísland fyrir innlenda ferðmenn; taka höndum saman og sammælist um að hvetja Íslendinga til að ferðast til Íslands. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Ferðalög innanlands Vörumerkið Ísland í hugum Íslendinga Friðrik Larsen, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík M Mikill meirihluti þeirra sem hafa keypt sér íbúðarhúsnæði undanfarin fimmtán ár eða svo, á eign sem hefur vaxið umfram vísi- töluna sem húsnæðislánin eru bundin við. Þetta er óhagganleg staðreynd sem hefur þó verið töluð í bólakaf í því gegndarlausa stríði sem geisar fyrir flötum niðurskurði skulda heimilanna. Undantekningarnar eru þeir sem keyptu sér sína fyrstu íbúð á bóluár- unum 2005 til 2008. Þeir keyptu þegar fasteignaverð var á hraðri uppleið eða á toppi og sáu fyrir vikið á eftir eigin fé sínu þegar verðið féll. Þessi hópur á ekki aðeins skilið sérstaka samúð heldur líka aðstoð umfram aðra. Hinir sem stóðu í fasteignavið- skiptum á þessu tímabili seldu dýrt og keyptu dýrt – sumir örugglega dýrara en þeir höfðu í raun og veru efni á. Hér á þessum stað hefur áður verið minnst á að þegar rætt er um skuldastöðu landsmanna er ekki aðeins mjög forvitni- legt heldur beinlínis bráðnauðsynlegt að fletta aftar í sögunni en til haustsins 2008 þegar bankarnir féllu. Af umræðu undanfarinna rúmlega þriggja ára má halda að ógæfa skuldsettra heimila megi fyrst og fremst rekja til illra innrættra fjármálastofnana. Tölurnar segja þó aðra sögu. Það er full ástæða til að rifja þær enn á ný upp og færa til bókar. Á sjö ára tímabili frá 2000 til 2007 jukust skuldir íslenskra heimilanna við lánastofn- anir um 252 prósent. Stór hluti íslenskra heimila fór á hressilegt skuldafyllirí þegar blásið var í mestu góðærisbólu seinni tíma. Hröðust var skuldsetningin frá 2004 til 2007. Upphafið má rekja til innkomu banka á fasteignalánamarkaðinn og verulega rýmri veðheimilda í þeim viðskiptum. Ís- lenska eyðsluklóin, eins og fyrrum banka- maðurinn Margeir Pétursson kallaði neyt- endur gjarnan í pistlum sínum, sló ekki hendinni á móti þessu tækifæri. Fjölmargir notuð tækifærið og fengu lán út á fasteignir sínar – sem höfðu hækkað óslitið í verði umfram vísitölu í mörg ár – til ýmissa mis- gáfulegra fjárfestinga. Íslendingar áttu til dæmis Norðurlandamet um tíma í kaupum á Range Rover-jeppum og var það met ekki miðað við höfðatölu. Aðrir stórtækir keyptu sér sumarbústaði eða réðust í róttækar Inn- lit-útlitsbreytingar. Á þessu þriggja ára tímabili, 2004 til 2007, hækkuðu útlán lánastofnana til heim- ila um hátt í sex hundruð milljarða króna, sem er stjarnfræðileg tala. Það er ekkert undarlegt að á endanum hafi margir fengið verk í veskið. Fjölmargir fóru ekki aðeins of geyst í lántökur heldur eyddu meira en þeir öfluðu. Það er dapurlegur vitnisburður um ís- lenska þjóðarsál en á þessum mestu upp- gangstímum landsins áttu fimm til sex prósent heimila í miklum erfiðleikum með að ná endum saman. Nú er þessi tala komin í um tíu prósent. Meðal annarra Norður- landanna hefur þetta hlutfall verið á bilinu tvö til fjögur prósent mörg undanfarin ár. Löngu fyrir hrun áttu því hlutfallslega mun fleiri heimili á Íslandi í vandræðum með að láta enda ná saman en á hinum Norður- löndunum. Hvernig skyldi standa á þessum mikla menningarmun? Líklegasta skýringin er óstöðug efnahagslegt umhverfi sem okkur örlitli gjaldmiðill skapar. Krónan getur af sér ábyrgðarleysi á mörgum vígstöðvum. Ýmis trix hafa verið prófuð til að láta sam- búð þjóðarinnar og krónunnar ganga upp. Verðtryggingin hefur verið þar í aðalhlut- verki í seinni tíð. En nú er það meint órétt- læti hennar sem skuldaniðurfellingarfólkið notar sem slaghamar í sinni kröfugerð. Enn á ný er rembst við að ráðast að ein- kennum í stað þess takast á við vandann sjálfan. Dapur vitnisburður um þjóðarsálina Íslenska eyðsluklóin Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Fegurð og hreysti World Class Modus hársnyrtistofa Snyrtistofan Cover snyrtistofa og verlsun Krisma Snyrtistofa Spönginni 37 Spönginni 41 Rjúpnasölum 1 Spönginni 23 Hátúni 6b 3 ummæli 3 ummæli 3 ummæli 3 ummæli 5 ummæli Snyrtistofan Morgunfrú 1 2 3 4 5 Efstu 5 - Vika 8 Topplistinn Skiptinemasamtök AFS eru með opið hús nk. þriðjudag. Allir sem vilja forvitnast um skiptinemadvöl, sjálfboðaliðadvöl eða starfsemi okkar almenn, eru hvattir til að líta við og kynna sér það sem við höfum upp á að bjóða. HVAR: Skrifstofu AFS, Ingólfsstræti 3, Reykjavík HVENÆR: Þriðjudaginn 22.nóvember kl. 17-19. Allir velkomnir! 30 viðhorf Helgin 24.-26. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.