Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 52
Helgin 24.-26. febrúar 201244 tíska
Gestapistla-
höfundur
vikunnar er
Gunnhildur
Birna Gunn-
arsdóttir
förðunarfræðingur
5
dagar
dress
Kláraði fatakaupa-
kvótann í París
Thelma Björk
Jónsdóttir er 29 ára
fatahönnuður og móðir.
Sonur hennar Skorri
Ísleifur er eins árs
leikskólabarn og mikill
gleðigjafi.
„Ég hef ekki keypt mér
flík í nokkur ár,“ segir
Thelma Björk. „Þegar
ég bjó út í París fyrir
nokkrum árum kláraði
ég kvótann. Þar keypti
ég heilan lager af
fötum sem duga mér
vel ennþá. Ég er líka
rosalega heppin að eiga
fullt af vinum sem eru
fatahönnuðir og hef ég
verið dugleg að gera
skiptidíla. Sjálf hanna
ég hatta og höfuðföt
undir nafninu Thelma
sem ég sel í versluninni
á Kiosk á Laugavegi. Ég
hef einnig sloppið vel
að kaupa föt á Skorra
Ísleif. Ég held að ég
hafi aðeins keypt eina flík á
hann gegnum æfina og það
var trefill úr Náttúrulækn-
ingabúðinni. Amma hans er
voðalega dugleg að kaupa
á hann föt í útlöndum og
svo hafa eldri strákar gefið
honum æðisleg föt sem þeir
hafa sjálfir vaxið úr.“
Fimmtudagur
Thelma
Skór: Vivienne Westwood
Pils: Vivienne Westwood
Bolur: Vivienne Westwood
Kambar: Thelma
Skorri
Skór: H&M
Peysa: Allt merkilegt
Hattur: H&M
Sprengidagur
Thelma
Skór: Leðurbúðin á Laugarveginum
Kjóll: Vivienne Westwood
Kápa: Vivienne Westwood
Hattur: Thelma
Taska: Chanel
Skorri
Skór: H&M
Buxur: Frá Spáni
Úlpa: 66 gráður Norður
Húfa: Gjöf frá ömmu
Bolludagur
Thelma
Skór: Leðurbúðin á Laugarveginum
Kjóll: Vintage markaður í París
Peysa: Lager frá París
Klútúr: Go With Jan
Spöng: Thelma
Skorri
Skór: H&M
Buxur: Frá Spáni
Skyrta: Gjöf frá USA
Hattur: Gjöf
Öskudagur
Thelma
Peysa: Í öðru hverfi í París
SKór: Leðurbúðin á Laugarveginum
Skorri
Galli: Gap
Skór: Gjöf frá Steinu frænku
Föstudagur
Thelma
Skór: Vivienne Westwood
Buxur: Cheap Monday
Belti: Frá gömlum kærasta
Toppur: Skaparinn
Hattur: Thelma
Skorri
Skór: Hagkaup
Smekkbuxur: Af Diðrik Högna
Samfella: Gap
Klútur: Af Diðrik Högna
Hattur: H&M
Stökkpallur fyrir
óreynda blaðamenn
Síðustu sextíu ár hefur tímaritið Vogue haldið
hæfileikakeppni fyrir unga og óreynda texta-
smiði þá sem yngri eru en 25 ára.
Í ár verður engin breyting á því og
í byrjun næsta mánaðar er hægt
að senda inn 800 orða grein sem
helst á að fjalla um persónulega
lífsreynslu, eftirminnilegan ein-
stakling eða minnistæða atburði.
Í verðlaun eru 200 þúsund krónur
ásamt einum launuðum mánuði á
blaðinu. Þykir þetta mikill stökk-
pallur fyrir verðandi blaðamenn
og eru þekkt nöfn á borð við Söruh Mower, nú
aðstoðaritstjóri bandaríska Vogue, sem hafa
unnið í þessari keppni.
Nýr ilmur Selenu væntanlegur
Söngkonan og Disney-stjarnan Selena Gomez
hefur valið tíu úr hópi dyggustu aðdáenda
sinna við að hjálpa til við framleiðslu á nýjasta
ilmi sínum og vinna þau nú hörðum höndum
við að klára hann fyrir apríl-
mánuð. Mikill fjöldi aðdáenda
sótti um að komast að við starf
þetta og gengust þau undir erfitt
próf sem söngkonan setti þeim.
Þau tíu útvöldu sem stóðu uppúr,
eru flest á hennar aldri og búa
að sögn yfir miklu hugmynda-
flugi og sköpunargáfu. Ilmurinn
mun vera mjög stelpulegur og
verður ilmvatnsflaskan eins og
prinsessukjóll í laginu. Hann er væntanlegur
fyrir sumarið og búist er við að hann muni
njóta mikillar athygli ungra stúlkna.
Húðvörulína úr sjávargróðri
Fyrr í vikunni var ný vor/sumar lína frá MAC sett í
sölu á Bandaríkjamarkaði og ber hún nafnið Lightfully
New. Þetta er ekki förðunarlína eins og MAC er þekkt
fyrir að koma með á hverju vori heldur mikilvægar
húðvörur sem sagt er að fái þann sem noti til að geisla
af heilbrigði. Vörurnar eru unnar úr þrennskonar
sjávargróðri sem ræktaður er víða um heim og á hann
að veita húðinni næringu, raka og aukinn ljóma.
Línan samanstendur af hreinsimjólk, sem
afeitrar húðina, rakakremi sem heldur
húðinni unglegri og fleiri góðum húðvörum
sem sumum finnst ómissandi.
Mikilvægi húðarinnar
við förðun
Sem förðunarfræðingur og penni hjá Pjattrófunum
fæ ég reglulega spurningar sem varða útlit húðar og
hvernig hún getur litið sem best út.
Hægt er að ná því fram með því að temja sér það að
hugsa vel um húðina; þrífa hana kvölds og morgna,
nota góð krem daglega og dekra við hana reglulega.
Velja þarf réttan farða sem hentar húðgerð viðkom-
andi. Það er ágætis þumalputtaregla að farðinn passi
við húðlit og sé ekki meira en einum tóni dekkri eða
ljósari. Einnig þarf að huga að því að nota farða sem
dregur fram það besta í þinni húðgerð. Til dæmis er
sniðugt að nota olíulausan farða á feita húð, feitari
farða á þurra húð og þar fram eftir götunum.
Jafnið húðlitinn út með því að bera þunnt lag af farða
á andlit og niður á háls með meikbursta eða svampi.
Til eru margar gerðir af góðum burstum og það er
um að gera að kynna sér úrvalið sem er til! Notið
hyljara í að fela bauga, setja í kringum nef og á mis-
fellur og lausu púðri er dustað yfir andlit til að fjar-
lægja aukaglans og festa farðann betur. Fallegt er að
skyggja kinnbein og kjálkalínu með sólarpúðri og
setja kinnalit fremst á kinnar fyrir meiri frískleika.
Svo er hægt að fá „highlight“ púður eða krem fyrir
meiri lýsingu ofan á kinnbein, á mitt enni og nef.
Ég mæli með þessum ráðum hér fyrir ofan til að
ná fram fallegri og ljómandi húð. Atriði eins og vel
máluð augu og varir koma mun betur út og andlitið
geislar.