Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 6
Sölvi Oddsson með nýjustu tegundina af rafmagns­ hjóli. Ljósmynd/Hari  Farartæki Lausn Fyrir FóLk sem viLL Losna við annan bíLinn Rafhjól ryðja sér til rúms „Þetta er nú eiginlega allt konunni minni að kenna. Hún bað mig um að búa til fyrir sig rafmagnshjól fyrir rúmum þremur árum. Mér þótti það ömurleg hugmynd til að byrja með en svo kom í ljós að þetta var bara góð hugmynd,“ segir Sölvi Oddsson orkutæknifræðingur sem rekur fyr- irtækið Rafhjól ásamt félögum sín- um. Það sérhæfir sig í því að breyta venjulegum hjólum í rafmagnshjól. „Ég lagðist á netið, fann fullt af dóti, pantaði hitt og þetta og byrjaði að raða saman. Ég þurfti að prófa mig áfram en á endanum fann ég búnað sem ég var sáttur við,“ segir Sölvi og bætir við að það sem byrjaði sem fjölskylduhobbý hafi undið upp á sig. „Félagar mínir vildi líka fá svona hjól og eitt leiddi af öðru. Ég rak þetta á minni kennitölu fram á mitt síðasta ár en þá stofnuðum við Rafhjól og fluttum í Höfðabakka,“ segir Sölvi. Hann áætlar að selja um þrjú hundruð rafmagnshjól. Aðspurður segir hann að fólk geti komið með hjólin sín og fengið ragmagnsbúnaðinn settan á. „Gall- inn við mörg af þessum rafmagns- hjólum er að þau eru til þess fallin að hjóla á þeim. Sem er auðvitað ókostur.“ Og viðskiptavinunum hefur fjölgað. „Við finnum sérstaklega fyrir því að fólk er að reyna að losna við annan bílinn á heimilinu. Ég hef passað mig á auglýsa ekki neitt. Ánægðir viðskiptavinir láta vita. Þannig á það að vera,“ segir Sölvi sem leggur sig fram um að bjóða hagstæt verð að eigin sögn. „Við erum með sambærilegt verð og það kostar að panta frá Bandaríkjunum. Þetta snýst ekki bara um að græða pening. Þetta er líka hugsjón. -óhþ Frá hjóli til rafmagnshjóls Verð: Vinsælasta settið kostar 135 þúsund krónur Tækniupplýsingar: 500 watta mótor og 40 watta rafhlaða Vegalengd á einni hleðslu: 25 til 45 kílómetrar (fer eftir veðri og aðstæðum) Tími hleðslu rafhlöðu: 5 klukkutímar Hámarkshraði: Bannað að fara hraðar en 25 km/klst samkvæmt umferðarlögum e rlendir ellismellir eru á góðri leið með að hertaka íslenskt tónlistar-líf. Eagles, Cindy Lauper og Paul Young komu í fyrra og á þessu ári eru fyrirhugaðir fimm tónleikar með gömlum og góðum hljómsveitum og listamönnum. Unglambið í hóp gömlu tónleikahetjanna á þessu ári er Elvis Costello en hann verð- ur 58 ára á árinu. Auk Costello eru það böndin 10cc og Jethro Tull, James Taylor og gamla brýnið Tony Bennett sem stíga á stokk á þessu ári. Fáir ungir tónlistar- menn eru fluttir inn og segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari, sem flutti meðal annars inn Cindy Lauper og Paul Young á síðasta ári og stendur fyrir 10cc tónleikum í Há- skólabíói nú í apríl; ástæðurnar eru nokkrar fyrir því. „Það búa bara þrjú hundruð þúsund manns á Íslandi og það er nær vonlaust að ná þeim stóru sem eru á toppnum í dag. Það er tékkað á þeim reglulega en ég get nefnt sem dæmi að fyrir sex árum var ég í sambandi við umboðsskrifstofu Bruce Springsteen og hitti á töfra- stundina þegar þeir voru að skipu- leggja Evróputúr árið eftir. Ég fékk svar um að þeir væru tilbúnir til að skoða Ísland ef ég væri með þrjátíu og fimm þúsund manna leikvang eða stærri. Ég sagði þeim að ég væri með átján þúsund manna stað. Og fékk á þá leið að það væri of lítið. Og það var of lítið fyrir þá,“ segir Guðbjartur og bætir við að stóru nöfnin í dag á borð við Rihönnu og Justin Bieber séu algjörlega utan seilingar íslenskra tónleikagesta. „En ég er viss um að þú færð senda frétta- tilkynningu frá einhverjum okkar eftir tuttugu ár þar sem tilkynnt verður að Rih- anna verði með tónleika í Hörpu. Svona er okkar veruleiki.“ Guðbjartur segir það líka spila inn í að þeir sem flytja inn hljómsveitir í dag séu af eldri skólanum. „Við þekkjum nátt- úrulega betur þá tónlist sem var spiluð í gamla daga. Síðan má ekki gleyma að oft er erfitt fyrir unga krakka að halda út heila tónleika. Við getum fengið nýstirni sem eru kannski með eitt vinsælt lag. Síð- an ertu með gömul brýni sem eiga tíu til fimmtán vinsæl lög. Annað hvort eru ung- ir listamenn of dýrir eða þeir eiga bara eitt lag. Þá er oft betra að taka eitthvað eldra sem allir þekkja,“ segir Guðbjörn og þvertekur fyrir að tónleikahald gefi vel af sér. „Ég er ekki í þessu fyrir peninga. Ég geti örugglega fundið eitthvað betra að gera en að stússast í tónleikahaldi. Þetta er bæði erfitt og áhættusamt. En það er hins vegar gaman að geta komið með sín- ar uppáhaldshljómsveitir til landsins. Það segir sjálft,“ segir Guðbjartur og bætir við að með tilkomu Hörpu hafi skapast vettvangur til að flytja inn meðalstóra listamenn. „Það er frábært að hafa tæki- færi til að flytja inn listamenn sem eru of litlir fyrir Laugardalshöll og of stórir fyrir Háskólabíó. Harpa er sá vettvangur.“ Á síðasta ári flutti Guðbjartur inn Cindy Lauper og Paul Young sem bæði spiluðu í Hörpu. Og á milli þeirra var himinn og haf. Tónleikar Cindy Lauper heppnuðust frábærlega en tónleikar Paul Young sínu verr enda kappinn raddlaus. „Eftir þetta ævintýri með Paul Young fer ég á netið og tékka á listamönnum áður en ég fæ þá til landsins. Ég vil ekki fá annan Paul Yo- ung,“ segir Guðbjartur. Eftir þetta ævin- týri með Paul Young fer ég á netið og tékka á listamönnum áður en ég fæ þá til landsins.  tónLeikar HeLdri tónListarmenn Hertaka sviðið Fáum Rihönnu og Bieber eftir tuttugu ár Guðbjartur Finn- björnsson segir stór­ stjörnur dagsins í dag koma til Íslands eftir tuttugu ár. Ljósmynd/Hari Íslenskir tón­ leika haldarar flytja inn gömul brýni þessi árin. Af átta liðnum og fyrirhuguðum tónleikum er Paul Young sá yngsti en hann verður 56 ára á þessu ári. Sá elsti er Tony Bennett en hann verður 86 ára á árinu. Graham Gouldman er eini upphaflegi meðlimurinn úr 10cc sem stígur á stokk í Há­ skólabíó í apríl. Nordic Photos/ Getty Images Til hamingju með framúrskarandi árangur Við óskum Ágústu Ýri Sveinsdóttur til hamingju með þær viðurkenningar sem hún hlaut á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur, fyrir að hafa náð bestum árangri allra nemenda á sveinsprófi í rafvirkjun síðastliðið sumar. Ágústa lauk starfsnámi sínu hjá álverinu í Straumsvík undir handleiðslu meistara síns Rúnars Pálssonar en hann hefur starfað hjá álverinu í ríflega 40 ár. Metnaður Ágústu er okkur öllum hvatning. Rio Tinto Alcan Straumsvík Pósthólf 244 222 Hafnarfjörður Sími 560 7000 www.riotintoalcan.is Ágústa ásamt meistara sínum Rúnari Pálssyni Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is Gásar gallerí hefur fengið viðurkenningu frá Myndstef fyrir fagleg viðskipti og heiðarleika gagnvart listamönnum og kaupendum listaverka. 10% + virðisaukaskattur Söluþóknun Erum byrjuð að taka á móti verkum fyrir næsta listmunauppboð okkar. Áhugasamir hafi samband við Ólaf Morthens í síma 893 9663 eða oli@gasar.is. 6 fréttir Helgin 24.­26. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.